Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Side 56
72 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Afrnæli 60 ára Ingibjörg Guttormsdóttir, Mýrargötu 18, Neskaupstað. Þórhalla Jóhannesdóttir, Lagarási 25, Egilsstööum. Ingimar Friðgeirsson, Eyrarvegi 13, Akureyi’i. Auðunn Haraldsson, Þorvaldsstööum, Skeggjastaða- hi’eppi. Ásgerður Jóna Annelsdóttir, Lindargötu 42a, Reykjavík. Ásgerður dvelst um þessar mundir á hótel Timor Sol á Costa del Sol. Sveinbjörn Þ. Egilsson, Oddeyrargötu 36, Akureyri. Poul Otto Bernburg, Stigahlíð 12, Reykjavík. Elín Arnoldsdóttir, Fossheiöi 50, Selfossi. Pálmi Jónsson, Geitastekk 1, Reykjavík. Friðbjörg Ingjaldsdóttir, Skóiavöröustíg 41, Reykjavík. Guðrún Einarsdóttir, Gilstreymi, Lundarreykjadal. Þórlaug Kristinsdóttir, Grundargötu 7, Dalvík. Ásta Vilhjálmsdóttir, Hólvangi 10, Rangárvöllum. Svanhvít Eydís Egilsdóttir, Klyflaseli 7, Reykjavík. Guðrún Þorsteinsdóttir, Bugðutanga 34, Mosfellsbæ. Þorvaldur Pálmason, Runnum 2, Reykholtsdal. Þórdís Hulda Hreggviðsdóttir, Alftaraýri 52, Reykjavík. Sigurður örn Baldvinsson, Túngötu 37, Siglufirði. Bflar tfl sölu Petrea Ingi marsdóttir Hoffmann Petrea Ingimarsdóttir Hoffmann, Eiríksgötu 31, Reykjavík, er áttræð ídag,laugardag. Petrea fæddist í Reykjavík en missti foreldra sína ung og flutti upp á Kjalames til ömmu sinnar og ólst þar upp á Bakkakoti og í Króki. Petrea flutti til Reykjavíkur 1936 og stofnaði heimih með Pétri Guð- mundssyni, f. 1912, d. 19.5.1985, póst- manni frá Sænautaseh á Jökuldal. Þau bjuggu saman í rúm 20 ár en slitu þá samvistum. Petrea er einn af stofnfélögum Pöntunarfélags verkamanna sem seinna varö KRON. Petrea átti Jónínu Ingu meö Herði Hjálmarssyni frá Hofi. Jónína Inga er gift Sigfúsi Þorgrímssyni, lög- regluvarðstjóra á Keflavíkurflug- velli, og eiga þau fióra syni. Böm Petreu og Péturs Guömundssonar era Hermann, póstvarðstjóri í Póst- húsinu í Rvík; Sveinbjörg, gift Pétri Jónssyni bifvélavirkja og eiga þau fjögur börn; Gunnar, verkamaður í Straumsvík, kvæntur Selmu Eyj- ólfsdóttur og eiga þau 3 böm, og Sigurdís Pétursdóttir, var gift Wayne Rotenberry í Illinois í Bandaríkjunum, sem nú er látinn, og áttu þau tvær dætur sem eru hjá móður sinni í Reykjavík. Systir Petreu var Ingunn sem gift- ist enskum manni og dó 36 ára. Atti hún tvíbura sem dóu á fyrsta ári. Samfeðra hálfsystir Petreu er Kristrún Ingibjörg sem varð níræð okt. sl., ekkja Jóns Áskelssonar, bónda í Kaldrananesi á Ströndum. Önnur hálfsystir dó á fyrsta ári. Sammæöra hálfbróður Petreu var Hermann Stefánsson, d. 1936. Faðir Petreu var Ingimar Pétur Hoffmann Jónsson, f. 1875, drukkn- aði 12. júlí 1908, trésmíðameistari og einn af stofnendum Völundar hf. Systir Ingimars var Kristjana, móðir Karls heitins, forstjóra Bjömsbakarís á Hringbraut. Hálf- bróöir Ingimars, sammæðra, var séra Hans Jónsson á Stað í Stein- grímsfirði. Móðir Ingimars var Elín- borg Hansdóttir, systir Mettu, móð- ur Ingunnar, konu Haraldar Böð- varssonar, útgerðarmanns á Akra- nesi. Sonur þeirra var Sturlaugur, Petrea Ingimarsdóttir Hoffmann útgerðarmaður, faðir Haraldar knattspyrnukappa og núverandi framkvæmdastjóra Haraldar Böð- varssonarogCo. Móðir Petreu var Jónína Jóns- dóttir, f. 6.5.1887, d. 13.4.1925 á Víf- ilsstöðum. Langamma Jónínu var Jarþrúður Þórólfsdóttir Þorbjörns- sonar í Engey og Hofi á Kjalarnesi. Systir Jarþrúðar var Sigríður, móö- ir Guðrúnar Þórðardóttur en bama- barn Guðrúnar var Jón, þurrabúð- armaöur í Ánanaustum, langafi Þorsteins Pálssonar, fyrrv. forsætis- ráðherra, í móðurætt. Annað barn Sigríðar var Runólfur, hreppstjóri í Saurbæ, faðir Þórðar, en sonur Þóröar var Bjöm, forsætisráðherra, faöir Þórðar, fyrrv. ríkissaksókn- ara. Systir Þórólfs í Engey var Guð- laug, móöir Snorra ríka í Engey. Snorri ríki var langafi Péturs í Eng- ey en dóttir Péturs var Guðrún, móðir Bjarna Benediktssonar for- sætisráðherra. Þá er Guðrún amma Benedikts Blöndals hæstaréttar- dómara og þeirra bræðra. Snorri ríki var afi Péturs í Hrólfsskála en dóttursonur hans er Pétur biskup. Sonarsonur Péturs er Pétur, fyrrv. forstjóri Landhelgisgæslunnar. Systkini Jónínu voru Guðbjartur, sjómaður og bóndi í Króki; Oddur, sjómaður, móöurfaðir Óskars Guð- mundssonar, ritstjóra Þjóðlífs; Gunnlaugur, sjómaöur; Guðrún og Guðlaug, kona Ólafs Eyjólfssonar, óðalsbónda að Saurbæ á Kjalarnesi. Petrea tekur á móti gestum í kvöld, laugardag, í Templarahöll- inni við Eiríksgötu eftir kl. 20. Wagoneer Limited '87. Til sölu mjög fallegur Wagoneer Limited ’87, keyrð- ur 29 þús., skipti möguleg á ódýrari. Uppl. í síma 92-13296-12081-985-28181. Dodge PW '68 til sölu, bíllinn er í góðu standi, 4 cyl., dísil, verðhugmynd 280 þús. Uppl. í síma 98-22428 eftir kl. 19. Honda Prelude EX 2,0 ’88 til sölu, rauð- ur, sjálfskiptur, ALB-bremsuk., einnig Suzuki Swift ’84, ekinn 60 þús., skipti á tjaldvagni möguleg. Uppl. í síma 91-641467. Subaru 1800 GLF ’83 4x4 til sölu, ekinn 70 þús., drapplitur, útvarp + segul- band, sumar- og vetrardekk, hár topp- ur, toppbíll, skipti ath. á yngri st. Uppl. í síma 91-25101/ 91-39931 og 91- 673595. 25 manna M. Benz O 309 ’83, breiðari gerðin, til sölu, ekinn aðeins 23 þús. km á vél, tvöfalt gler, olíumiðstöð, lofthurð o.íl Einnig til sölu M. Benz O 303, 34 manna, árg. ’80, ekinn um 150 þús. á vél. Uppl. hjá Mosfellsleið hf„ í síma 66/7411 og Teiti Jónass. í síma 76588. Mitsubishi L-300 ’81til sölu, sæti fyrir 9 manns, skoðaður ’88 í mjög góðu standi, dráttarkrókur, verð 210 þús., staðgreitt 180 þús. Uppl. í síma 985- 20066 og eftir kl. 19 92-46644. Volvo F 725 ’82 búkkabíll, nýupptek- inn, mótor, 16 gíra, 236 ha„ dekk góð. Uppl. í síma 985-20447 og 92-27245 á kvöldin. Benz 1626 ’78 með framdrifi til sölu, Miller pallur og sturtur, nýsprautað- ur. Góð kjör. Uppl. í símum 91-681553 og 91-32999. Volvo 240 GL, árg. ’86, til sölu, ekinn 30 þús„ fallegur bíll. Skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. í síma 96-23151. Ford Sierra Ghia ’84 til sölu, litur gyllt- ur, litaðar rúður, topplúga, central- læsingar, álfelgur, velúráklæði á sæt- um, krómaðir brettabogar, rafmagn í öllu. Verð kr. 530 þús„ skipti á ódýr- ari. Uppl. í síma 42015. Lancia Y-10 Fire skutla til sölu, ’87, ekin 14 þús. Verð 310 þús„ skipti á ódýrari. Uppl. í síma 98-34437 seinni- partinn. Til sölu þessi gullfallega Honda Prelude árg. ’87, keyrð aðeins 14.000 km, dek- urbíll, með öllu. Skipti koma til greina á ca 300-400 þús. kr. bíl. Uppl. í síma 72443. : Mercedes Benz ’83 til sölu, keyptur nýr hjá umboði, ekinn aðeins 56 þús„ rafmagn í rúðum, upphituð sæti, sjálf- virkur hleðslujafnari, velúrsæti, tveir felguumgangar o.fl. Éinstaklega fall- egur og vel með farinn dekurbíll, ath. skipti. Uppl. í síma 91-72184. Audi 5000S ’84 til sölu, gullfallegur bíll, rafmagn í öllu, aflstýri, sjálfskipt- ur, bein innspýting, tölva “digital”, Dolby útvarps- og kassettutæki, ekinn 76.500 km, bara á malbiki, eins og nýr. Uppl. í síma 91-40139. Daihatsu Hijet ’88, fjórhjóladrifinn, ekinn aðeins 7000 km, sæti fyrir far- þega. Verð 490 þús., greiðslukjör en engin skipti. Uppl. í síma 91-611216 og 611214. Tilboð óskast i Chevrolet van ’74, inn- réttaðan og með ýmsum aukabúnaði. Uppl. í síma 92-12639. Bronco II, Eddie Bauer ’86, sjálfskipt- ur, 2,9 vél með beinni innspýtingu, Touch Drive o.fl. o.fl. Til sýnis og sölu hjá Fordumboðinu, Skeifunni, eða uppl. í símum 20763/689704. Skipti á ódýrari vel möguleg. Oldsmobile Cutiass Supreme ’86 tii sölu, ekinn 35 þús. mílur, V-6 vél, velti- stýri, rafmagn í rúðum, t-toppur, sjálf- skiptur í gólfi, toppbíll. Uppl. í síma 91-25101, 91-39931 og 91-673595. Scania 141, árg. ’81, ekinn 700 þús. km, 6 eða 10 hjóla. Uppl. í símum 91-45500 eða 985-23552. Wagoneer ’74 til sölu, skoðaður ’88, 4 d„ dísil, 5 gíra, 36" dekk, toppbíll. Uppl. í síma 91-39034 og 16611. M Benz Unimog ’62 til sölu, ekinn 12 þús„ vél 5 cyl, Benz dísil. Uppl. í síma 91-36450 og 91-686504 eftir kl. 19. Til sölu BMW 732i ’81. Verð 690 þús„ skipti/skuldabréf. Uppl. í síma 91-652013. Tilboð óskast í Mözdu 323 GT ’83, svarta að lit. Uppl. í síma 91-82347. Chevrolet Monte Carlo ’81 til sölu, 2ja dyra, vél V6, keyrð 6 þús„ toppeintak, allur sem nýr. Úppl. í síma 91-44869 í dag og næstu daga. Saab 99 GL ’82, 5 gíra, ekinn 98 þús„ til sölu, vel með farinn og fallegur bíll, sannkallaður dekurbíll. Allar nánari uppl. í síma 91-74701 (91-73904 skilaboð). Ath., skipti möguleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.