Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Page 2
2 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. Fréttir ___________________________________________________________________________^ Líklegt að Mikligarður hf. og verslunardeildin sameinist: Stórkaupmenn verða ekki hluthafar í Miklagarði - Sambandið neitar KRON algerlega um tugmilljóna viðskiptavild Fyrirtæki og einstaklingar innan raöa Félags íslenskra stórkaup- manna og iönrekenda veröa ekki hluthafar í Miklagarði hf. Málið var skoðað af stórkaupmönnum að beiðni Þrastar Ólafssonar, forstjóra Miklagarðs hf. og KRON. Áhugi reyndist lítill sem enginn. Framtíð Miklagarðs er því enn óráöin. Lang- líklegast er að Sambandið yflrtaki fyrirtækið og sameini þaö verslunar- deild Sambandsins, samkvæmt heimildum DV. Föstudaginn 8. júní síðastliðinn, á seinni degi aöalfundar Sambandsins, var haldinn íjölmennur fundur stór- kaupmanna um málefni Miklagarðs. Fundurinn var ekki síst haldinn vegna þess að margir stórkaupmenn eiga inni hjá Miklagarði. Á þennan fund mætti Þröstur Ól- afsson og geröi hann grein fyrir stöðu Miklagarðs hf. Hann mun jafnframt hafa sagt frá þeirri hlutaijársöfnun sem staðið hefur yfir hjá fyrirtækinu. Þröstur bað menn að hugsa vel um það hvernig ástand mála yrði ef Hag- kaup fengi enn meiri oddaaðstöðu á matvælamarkaönum og óskaöi jafn- framt eftir að stórkaupmenn íhug- Mikligarður: verður liklega sameinaður verslunardeild Sambandsins. uðu að gerast hluthafar í fyrirtæk- inu. Stórkaupmenn ákváðu að skoða málið Stórkaupmenn ákváðu á fundinum að láta skoða málið og var það af- greitt þannig að ákveðinn starfsmað- ur á Skrifstofu viðskiptalífsins, sem Félag stórkaupmanna á aðild að á móti Verslunarráði, yrði látinn kanna hug hvers og eins til málsins í algerum trúnaði við hvern og einn. Fréttaljós Jón G. Hauksson Gengið var út frá því að til að málið gæti áfram veriö á dagskrá yrði mið- að við að stórkaupmenn kæmu með að minnsta kosti 100 milljónir króna hlutafé. Það tókst ekki. Niðurstaða könnunarinnar var sú að langflestir sýndu engan áhuga á að leggja fram hlutafé í Miklagarð hf. Einhveijir munu samt hafa veriö tilbúnir með nokkrar milljónir. Mál- ið hefur því verið tekiö út af dagskrá hjá stórkaupmönnum. Skuldum breytt í hlutafé Að sögn heimildarmanna DV stóö aldrei til að stórkaupmenn legöu fram fé til greiðslu hlutafjárins held- ur aö hluta þess sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu yrði breytt í hlutafé. Á löngum stjórnarfundi hjá Mikla- garði hf. fyrr í þessari viku var farið yfir stöðuna í hlutaíjársöfnuninni og kom fram hve KRÖN gekk illa að safna 100 milljóna króna hlutafé á móti þeim 100 milljónum sem Sam- bandið var búið að ákveða að leggja fram. Munu aðeins hafa safnast um 10 milljónir króna. KRON-fulltrúar óskuðu eftir um eins mánaðar fresti til frekari hluta- fjársöfnunar. Ekki fékkst svar við því. Áöur hefur stjórn Miklagarðs hf. gefið KRON frést til að safna hlutafé. Fyrst átti söfnuninni að vera lokið í maílok. Frestur var síðan gef- inn til loka apríl. Þá loka maí. Og loks var síðasti fresturinn til 15. júní. Hann er liðinn - og gott betur. Bráðabirgðastjóm Miklagarðs hf. skipa þeir Atli Gíslason, Ásgeir Jó- hannesson, Ólafur Sverrisson, Guð- jón B. Ólafsson og Ólafur Friðriksson. Sambandið neitar KRON um tugmilljóna viðskiptavild Fleira en hlutafiársöfnun KRON hefur borið á góma varðandi Mikla- garð hf. Þannig hefur DV heimildir fyrir því að KRON hafi óskað eftir því viö Sambandið að viðskiptavild, good-will, KRON yrði metin á um 70 milljónir króna inn í Miklagarð hf., eða þá upphæð sem eigiö fé KRON er neikvætt um. Ætlunin með þessu var að gera KRON upp á sléttu, ann- ars liggur fyrir að það verði gert upp sem gjaldþrota fyrirtæki. Sambandið hefur algerlega neitaö að verða við þessari ósk. Eins og staðan er núna er langlík- legast að Mikligarður hf. verði yfir- tekinn af Sambandinu og sameinaöur verslunardeiidinni þar sem fullreynt virðist að verkalýðshreyfingin, fé- lagsmenn í KRON, stórkaupmenn og aðrir séu ekki tilbúnir að leggja fram hlutafé sem neinu nemur. -JGH Casey í Keflavikurhötn i gær. Hann millilenti hér á leið sinni umhverfis jörðina á sjóflugvél sinni. DV-mynd Ægir Umhverf is jörðina í sjóf lugvél Flugmaðurinn Tom Casey, sem er á leið umhverfis jörðina á sjófiugvél, kom við hér á landi í gær og hélt áfram héðan til Skotlands. Flugmaðurinn lagði af stað frá Bandaríkjunum 20. maí síðastliöinn, nákvæmlega 63 árum eftir að Char- les Lindbergh lagði af staö í hið sögu- fræga flug yfir Atlantshafið. Hann vonast eftir að verða fyrsti flugmað- urinn til aö fljúga umhverfis jöröina með því að millilenda eingöngu á vatni. Þetta er önnur tilraun Caseys. í fyrrasumar varð hann að hætta við er vél hans hvolfdi og sökk næstum því í Nauthólsvíkinni. Hann lenti í Keflavíkurhöfn í fyrri- nótt en lagði af stað til Skotlands um þrjúleytið í gærdag. Casey reiknar með að millilenda í 20 löndum á flugi sínu umhverfis jörðina. -PÍ Eppo til Kulusuk í gær Hollendingurinn fljúgandi, Eppo Numan, er kominn af stað á ný. Hann lagði af stað í gærmorgun frá flug- veílinum í Reykjavík og stefndi til Grænlands. Ferðin tók um 7 tíma og hann lenti heilu og höldnu í Kulusuk um klukkan 6 í gærkvöldi. Ferðin gekk að óskum enda veðrið gott. Hann stefnir síðan á New York. Skrifræðiskarlar og vont veður neyddu hann til þess að fresta ferð- inni hér á landi í fyrra en nú heldur hann ótrauður áfram. Danir kröfðust þess að Eppo hefði með sér fylgiflug- vél sem varð að hringsóla með hon- um alla leiðina. Þessi krafa Dana hefur mikinn kostnaðarauka í fór með sér og hefur Hoilendingurinn neyðst til að selja matsölustað sinn í Haag til að fiármagna ævintýrið. -pj 10,8% verðhækkun botnfiskafurða: Hækkunin fyrr og meiri en gert varráðfyrír - Frystitogaramir fengu mestu hækkunina „Þetta er betra en viö áttum von á og verðið á freðfiski er þar með orðið 4-5% hærra en meðaltal síðustu fimm ára,“ sagði Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri Félags sam- bandsfrystihúsa, en nú er ljóst að botnfiskafurðir íslendinga hafa hækkað um 10,8% frá janúar til júní. ísfiskur er ekki með í þessum tölum. Upplýsingar um þetta koma fram í nýjasta hefti Fiskifrétta en það er Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun, sem reiknað hefur þetta út. „Þessar hækkanir eru komnar fram úr því sem gert var ráð fyrir í forsendum kjarasamninga. Þetta er auðvitað gífurlegur bati en það sem dregur úr honum er er samdráttur í veiðunum. Það sem hefur gerst er aö þær verðhækkanir sem við gerð- um ráð fyrir á árinu eru komnar fram núna. Ég á ekki von á því að það verði mikið meira og í sumum tilfellum óttumst við verölækkun, til dæmis á rækju,“ sagði Árni. Hann sagðist þó eiga von á enn frekari hækkun nokkura fisktegunda. Það vekur athygli að verð á afurð- um frystihúsa hefur hækkað mun minna en verð hjá frystitogurum, eða 9,6% á móti 18,7%. Saltfiskur hefur hækkað um 10,8%. Leitað var skýr-. inga hjá Árna á þessu: „Sjófrysti fiskurinn er meira á þeim mörkuðum sem hafa hækkað meira. Það fer lítiö af sjófrystum fiski til Bandaríkjanna en þeir hafa verið býsna tregir í hækkunum. Mun treg- ari en V-Evrópa og Japan,“ sagð Árni. -SMJ Átök á Litla-Hraum: Réðst á samf anga Fangi á Litla-Hrauni réðst á sam- Málið verður rannsakað. Ekki er fanga sinn með látum. Ekki er vitað hvers vegna fanginn gerði þetta. Fanginn, sem ráðist var á, fór sam- kvæmt læknisráði í myndatöku. enn vitað hvers vegna fanginn réðst að hinum. Sá sem varð fyrir árásinni tók ekki á móti og því uröu ekkiátökmillimannanna, -sme Milljón til írans Stjórn Rauða kross Islands hefur ákveðiö að leggja fram 1 milljón króna úr Hjálparsjóði félagsins til fómarlamba jarðskjálftanna í íran. Þá hefur hún ákvöið að öll framlög á gíróreikning Rauða krossins, 90000-1, renni til fórnarlamba skjálft- ans frá og með gærdeginum. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.