Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Síða 21
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. 21 i- Sviðsljós Jessica Lange og Sam Shepard. Lauren Bacall og Humphrey Bogart. Þegar ástin er ekki bara leikur Leikarar hafa oft lýst því hvernig þeir fari að því að leika í magn- þrungnum ástarsenum þar sem á yfirborðinu lítur ekki út fyrir ann- að en að alvarlega ástfangin pör séu að reyna fyrir sér í kossum og ke- leríi. „Jú þetta er erfiðara en það lítur út fyrir,“ segja sumir, „ég hélt þetta myndi aldrei takast," segja aðrir. Svo eru það þeir sem finnst þetta lítið mál og taka því bara rétt eins og öðrum leik í kvikmynda- eða sviðsleik sínum. Sem og það á að vera. En stundum kemur það fyrir að pörin hafa hreinlega ekki getað hætt að kyssast eftir að leikstjórinn hefur kallað „khppa“. Þau hafa orðið ástfangin í raunveruleikan- um. Staðreyndir af þessu tagi eru gamlar eins og kvikmyndaiðnaður- inn sjálfur. Þekkt er dæmið af Gretu Garbo og John Gilbert er þau léku á móti hvort öðru í þögulii mynd áriö 1927. Verið var að taka upp ástríðufulla senu með þeim og er leikstjórinn tilkynnti að tökum væri lokið héldu þau áfram að kyssast eins og ekkert hefði í sko- rist. Og síðan hefur ekkert lát orðið á því að ástin á hvíta tjaldinu nái að teygja anga sína út fyrir leikinn - veröi að raunverulegri ást. Stund- um gerist það að annar leikarinn verður hrifmn af þeirri persónu sem mótleikarinn leikur. Eins og gerðist með Humphrey Bogart og Lauren Bacall á fimmta áratugnum er þau léku saman í myndinni „To Have and Have Not“. Þá varð Bog- art hrifinn af stúlkunni sem Bacail lék í myndinni og hún varð að gjöra svo vel aö leika það hlutverk alla tíð. Þótt leikarar hafi orðið ástfangn- ir af mótleikurum sínum og farið út í ástarsambönd með þeim, er æði misjafnt hve löng og stöðug þau sambönd hafa verið. Sum þeirra hafa endað í farsælum hjónabönd- um á meðan önnur hafa rétt náð að myndast þegar þeim hefur verið slitið. Og margar eiginkonur Holly- woodleikara hafa mátt þola ýmis- legt vegna of náinna kynna eigin- manna þeirra við samstarfskon- urnar. Sumar hafa ekki látið fram- hjáhaldið eyðileggja hjónaband sitt en aðrar hafa ekki þolað sam- keppnina og ótryggðina. Og yíst eru þau óteljandi stuttu samböndin af því tagi sem hér er lýst. En af þekktum og nýlegum dæmum, þar sem alvara hefur ver- ið á bak við, má nefna samband Jessicu Lange og Sam Shepard, en þau kynntust er þau léku saman í myndinni „Frances", Geenu Davis og Jeff Goldblum sem fyrst léku saman í hrylhngsmyndinni „Tran- sylvania &-5000" og Goldie Hawn og Kurt Russell en þau kynntust fyrir sex árum er þau léku saman í myndinni „Swing Shift“. Þannig mætti lengi telja. Svo eru til þau sambönd af þess- ari gerðinni sem virst hafa nokkuð traust þangað til óskarinn kom upp á milh makanna og eyðilagði sam- bandið. Jú, sjálf óskarsverðlaunin. Hollywoodleikari getur átt jafn er- fitt með að horfa upp á maka sinn ganga betur í starfi en hann sjálf- ur, rétt eins og margir sem fást við annars konar iðju. Marlee Matlin og Wilham Hurt urðu ástfangin upp fyrir haus er þau léku saman í myndinni „Chil- dren of Lesser God“. Sambandið stóð í dágóðan tíma, á hohywoo- díska vísu, en sagan segir að Hurt hafi ekki getað þolað það er óskars- verðlaunin féllu í hlut stúlkunnar. Svipaða sögu má segja af Sally Fi- eld og Burt Reynolds. Það er ekki vandalaust að vera Hollywoodleikari, ekki síst þegar ástin er annars vegar. AMSTERDAM HLIÐIÐ AÐ EVRÓPU Raunar má segja að hún sé hliðið að allri heimsbyggðinni. Þaðan er greið leið með bílaleigubílum (þeim ódýrustu í Evrópu) og/eða lestum, niður um alla álfuna. Þaðan flýgur líka KLM til yfir 130 borga í 80 löndum. Á mörgum þessara flugleiða getur Arnarflug boðið sérstaklega hagstæð fargjöld. Hliðið er opið. Gjörið svo vel og gangið inn. ARNARFLUG Lágmúla 7, sími: 84477 Flugstöðinni: 92-50300 Vista er afburöa hreinsiefni fyrir allar bflainnréttingar, gúmmf, vfnil, leöur, plast og króm. Einfalt og þægi- legt I notkun. Úöið Vista á þaö sem hreinsa skal, bföið andartak meöan efniö leysir upp óhreinindin, þurrkiö létt yfir og árang- urinn er - skfnandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.