Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Page 47
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. 59 r Afmæli Haraldur Ágústsson Haraldur Ágústsson, skipstjóri og útgeröarmaöur, Háaleitisbraut 143, Reykjavík, er sextugur í dag. Haraidur fæddist að Hvalsá í Steingrímsfiröi og ólst þar upp en eftir gagnfræöaskólanám fór hann íjórtán ára að stunda sjómennsku á síldarbát frá Akranesi. Hann var síðan á ýmsum bátum þar til hann varö formaður áriö 1950 fyrir tengdafoður sinn á m.b. Frigg á Skagaströnd. Þaö ár hófu Haraldur og kona hans sinn búskap á Skaga- strönd en þau fluttu til Reykjavíkur 1953 og hafa búið þar síðan. Haraldur lauk vélstjóranámskeiði 1948 og lauk námi við Sdtýrimanna- skólann í Reykjavík 1955. Hann var síðan skipstjóri á ýmsum bátum og má þar nefna Heiðrúnu frá Bolung- arvík 1955-58 og Guðmundj Ólafs- son RE1958-64 en þá eignaðist hann Reykjaborg RE-25. Síðustu árin á sjó var Haraldur annar tveggja skip- stjóra á Sigurði RE-4 en það var árin 1975-88. Nú gerir Haraldur út þrjátíu tonna bát úr Reykjavík, Reykjaborg RE-25. Haraldur var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1970-74. Hann sat í hafn- arstjórn Reykjavíkur og í útgerðar- ráði BÚR á sama tíma. Haraldur sat í stjórn Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Öldunnar um árabil. Árið 1979 var hann sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Haraldur kvæntist 17.6.1950 Guð- björgu Gunnarsdóttur, f. 27.3.1930, húsmóður, dóttur Gunnars Guð- mundssonar, f. 12.7.1907, d. 21.6. 1976, skipstjóra og útgerðarmanns á Drangsnesi á Skagaströnd, og Jak- obínu Guðmundsdóttur, f. 7.4.1902, d. 31.1.1982, húsmóður. Börn Haralds og Guðbjargar eru: Guðrún Júlía, f. 13.10.1949, skrif- stofumaður, gift Bergi Hjaltasyni, f. 20.2.1948, framkvæmdastjóra hjá K. Auðunsson lif., og eru börn þeirra: Guðbjörg María, f. 8.11.1968: Ásta Björk, f. 29.9.1972: og Harald- ur, f. 7.12.1980. Gunnar Jakob, f. 13.5.1953, rekur fyrirtækið Búbót í Kópavogi, kvæntur Soffíu S. Egilsdóttur, f. 7.3. 1953, húsmóður, og eru börn þeirra: Hrafnkell, f. 22.9.1977: Haraldur Óli, f. 8.2.1980: og Hildur Björk, f. 10.7.1986. Rafn, f. 25.7.1957, skrifstofustjóri hjá Seifi, kvæntur Elsu Maríu Björnsdóttur, f. 24.12.1957, lyfja- tækni, og eru börn þeirra: Björn Gunnar, f. 31.5.1977: Áslaug María, f. 17.5.1982: og Elín Margrét, f. 17.3. 1989. Haraldur, f. 1.1.1960, skrifstofu- maður hjá Seifi hf., kvæntur Krist- rúnu Ingvarsdóttur, f. 11.7.1958, húsmóöur, ogeru börnþeirra: Inga Jóna Heiðarsdóttir, f. 6.8.1976: og Bylgja Björk, f. 31.1.1989. Foreldrar Haralds eignuðust sjö syni og er Haraldur þeirra elstur. Hinir eru: Benedikt, f. 16.7.1931, skipstjóri og útgerðarmaður, kvæntur Jónu Guðlaugsdóttur og eiga þau fjögur börn; Júlíus, f. 17.12. 1932, f. 1.6.1987, skipstjóri í Reykja- vík, var kvæntur Lilju Árnadóttur sem einnig er látin en þau eignuð- ust fjögur börn; Óskar, f. 10.9.1937, bifreiðastjóri í Grindavík, kvæntur Margréti Sigurðardóttur og eiga þau tvær dætur; Ingi, f. 15.6.1935, skip- stjóri og útgerðarmaður í Reykja- vík; Svavar, f. 8.10.1941, skipstjóri og útgerðarmaður, kvæntur Sumar- rósu Jónsdóttur og eiga þau tvo syni auk þess sem Svavar á eina dóttur fyrir hjónaband, og Gísli, f. 19.12. 1946, málarameistari í Reykjavík, var kvæntur Sigurlaugu Þórðar- dóttur og eignuðust þau fjögur börn en þau slitu samvistum. Sambýlis- kona Gísla er Hrafnhildur Björg- vinsdóttir. Foreldrar Haralds: Ágúst Bene- diktsson, f. 11.8.1900, lengst af bóndi á Hvalsá í Steingrímsfirði, og kona hans, Guðrún Þórey Einarsdóttir, f. 5.1.1908, húsfreyja. Ágúst og Guö- rún búa nú á Dalbraut 20 í Reykja- vík. Foreldrar Ágústs voru Benedikt Árnason og Oddhildur Jónsdóttir frá Steinadal í Kollafirði í Stranda- Haraldur Agústsson. sýslu. Foreldrar Guðrúnar voru Einar ólafsson og Ingunn Gísladóttir frá Þórustöðum í Bitrufirði í Stranda- sýslu. Haraldur og Guðbjörg verða að heiman á afmælisdaginn. IV Axel Jóhann Júlíusson Axel Jóhann Júlíusson, bifreiða- stjóri, Fomósi 12, Sauðárkróki, verður sextugur á morgun. Axel Jóhann er fæddur í Koti í Grenivík og ólst upp í Hrísey í Eyjafirði. Axel hefur lengst verið bifreiðastjóri. Axel og Unnur bjuggu í Hrísey í 18 ár en fluttu þá til Sauðárkróks og hafa búið þar síðan. Axel kvæntist 23. maí 1959 Unni Jóhannesdóttur, f. 11. maí 1959, verslunarmanni. For- eldrar Unnar eru: Jóhannes Skúla- son, b. á Geirmundarhóli í Sléttu- hhð, og kona hans, Sigurlaug Jóns- dóttir. Fósturbörn Axels og Unnar eru: Gunnar, f. 18. janúar 1959, bif- reiðastjóri á Akureyri, var í sambúð með Ólöfu Einarsdóttur frá Dúki í Sæmundarhlíð, börn þeirra eru: Ingimar Axel, f. 17. maí 1981, og Kristrún Huld, f. 22. janúar 1984. Gunnar og Ólöf slitu samvistum, en Unnur og Axel tóku Ingimar Axel að sér. Gunnar er nú í sambúð með Þuríði Jónsdóttur frá Stóruvöllum í Bárðardal og á eina stjúpdóttur, Lilju Björk Ágústsdóttur. Þriðja fósturbarn Axels og Unnar er Hanna Bryndís Þórisdóttir, f. 2. febrúar 1970. Systkini Axels eru: Þorsteinn, býr á Húsavík, kvæntur Sigríði Árnadóttur frá Siglufirði, sonur þeirra er Ámi. Þorsteinn átti eina dóttur áður, Guðlaugu; Sigur- geir, býr í Hrísey, kvæntur Elu Jónsdóttur, börn þeirra eru: Heimir, Lovísa María og Guðbjörg. Stjúp- sonur Sigurgeirs er Stefán Jón Hreiðarsson; Halldóra, gift Einari Vilhjálmssyni, tollverði í Garðabæ, börn þeirra eru: Vilhjálmur, Júlíus, Guðrún og Halldór; Esther, býr í Hrísey, gift Tryggva Ingimarssyni, börn þeirra eru: Alda Lovísa, Ingi- mar og Linda Júlía; Hafdís, býr í Hrísey, gift Guðlaugi Jóhannessyni og eiga þau fjögur börn á lífi, en ein dóttir þeirra dó í bernsku, börn þeirra eru: Jóhannes Elvar, Sigur- björg, Sigríður Lovísa og Arnar Ingi; Sigrún, gift Gunnari Friðrikssyni, búa á Dalvík, börn þeirra em: Axel Jóhann Júliusson. Rúnar Júlíus, Hanna Dögg og Viðar Örn; Júlíus Berg, býr í Hrísey. Foreldrar Axels eru: Júlíus Stef- ánsson, f. 5. desember 1903, d. 11. júlí 1970, smiður í Hrísey, og kona hans, Lovísa Sigurgeirsdóttir, f. 18. apríl 1905. Axel tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Hótel Varmahlíð eftirkl. 16. Gestur Auöunsson Gestur Auöunsson, Birkiteigi 13, Keflavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Gestur er fæddur á Þykkvabæj- arklaustri og ólst upp á Þykkvabæ í Landbroti. Hann vann við sjó- mennsku og verkamannastörf í Vestmannaeyjum til 1940 er hann fluttist til Keflavíkur og vann þar við skipasmíði. Gestur var formað- ur Sjálfsbjargar í Keflavík í þrjú ár, formaður Bridgefélags Keflavíkur í fimmtán ár og í stjórn Bridgefélags íslands í fjögur ár. Hann hefur sam- ið niðjatal Guðmundar Loftssonar í Holti, 1983. Sonur Gests fyrir hjóna- band og Ástu Skæringsdóttur er Rafn Eyfell, f. 23. maí 1944, ráðsmað- ur í Þjóðleikhúsinu, kvæntur Svandísi Ingibjartsdóttur, börn þeirra eru: Ásta Ragnheiður, f. 1968; Anna Lilja, f. 1974 og Inga Rós, f. 1976. Gestur kvæntist 26. desember 1953 Friðgerði Rannveigu Kær- nested Finnbjörnsdóttur, f. 22. júlí 1918, ljósmóður. Foreldrar Friðgerð- ar voru Finnbjörn Þorbergsson verslunarstjóri, síðar b. í Miðvík í Aðalvík, og kona hans, Helga Kristj- ánsdóttir Kærnested. Börn Gests og Friðgeröar eru: Auðunn Páll, f. 29. mars 1952, skipasmiður í Keflavík, sambýhskona hans er Ester Sumar- hðadóttir, börn þeirra eru Friðgerð- ur Rannveig og Gestur, tvíburar, f. 14. september 1988; Steinunn Sigríð- ur, f. 16. september 1955, skrifstofu- maður á Keflavíkurflugvelli. Systk- ini Gests eru: Sigurjón, f. 1917, eftir- litsmaður með Sambandsfrystihús- unum; Haraldur, f. 1922, vélstjóri í Rvík; Kjartan, f. 1923, verkamaður í Rvík; Bárður, f. 1925, skipasmíða- meistari í Garðabæ, og Magnea Erna, f. 1929, hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði. Foreldrar Gests: Auðunn Jakob Oddsson, f. 25. september 1893, d. 29. desember 1969, b. á Þykkvabæjar- klaustri, ogkona hans, Steinunn Sigríður Gestsdóttir, f. 24. ágúst 1889, d. 6. október 1965. Auðunn var sonur Odds, b. á Þykkvabæjar- klaustri, Brynjólfssonar, b. á Þykkvabæjarklaustri, Eiríkssonar, b. í Hraungerði, Guðmundssonar, b. í Holti í Mýrdal, Loftssonar. Móð- ir Eiríks var Ástríður Pálsdóttir. Móðir Ástríðar var Oddrún Bjarna- dóttir, lögréttumanns á Móeiðar- hvoli, Þórðarsonar. Móðir Auðuns var Hallfríður Oddsdóttir, b. á Kvía- bóli, Árnasonar og konu hans, Sol- veigar Hannesdóttur. Steinunn Sigríður var dóttir Gests b. á Ljótarstöðum í Skaftártungum, Bárðarsonar, b. í Hemru, Jónsson- Gestur Auöunsson. ar. Móðir Gests var Þuríður Vigfús- dóttir, b. á Borgarfelli, Bótólfssonar, b. í Hlíð, Jónssonar. Móðir Vigfúsar var Kristín ísleifsdóttir, prests á Höfðabrekku, Guðmundssonar, Vigfússonar, prests á Felli i Mýrdal, ísleifssonar. Móðir Steinunnar var Sigríður Ólafsdóttir, b. í Kerlingar- dal, Gíslasonar og konu hans, Sig- ríðar Lýðsdóttur, sýslumanns í Vík, Guðmundssonar. Gestur verður að heimanídag. Til hamingju með afmælið 24. júní 95 ára 50ára Jóhannes Jónsson, Flóðatanga, Stafholtstungna- hreppi. Hrafnkell Egilsson, Sporðagmnni4, Reykjavík. Eymundur Runólfsson, Stuðlaseli 42, Reykjavík. Guðjón Þórir Þorvaldsson, Breiðvangi 79, Hafnarfirði. GeirHauksson, 85ára Pálína Betúelsdóttir, Hátúni 10B, Reykjavík. Sævangi 45, Hafnarfirði. Guðrún Árnadóttir, Suðurgötu 59, Sigiufiröi. Sigþór J. Sigurðsson, 80ára Mávahrauni 18, Hafnarfirði. Óli Már Guðmundsson, Hegranesi 33, Garðabæ. Öml.S. Isebarn, Ánalandi 1, Reykjavík. Áslaug Ásgeirsdóttir, Ásbúð, Mosfellsbæ. Kristborg Sigurðardóttir, BerunesiII, Beruneshreppi. 40ára 70 ára Þórdís Elín Gunnarsdóttir, , Stórholti25, ísafirði. Ólöf María Jónsdóttir, Torfufelh 33, Reykjavík. Ólafur Eðvarð Morthens, Langholtsvegi 108C, Reykjavik. Gylfi Jónsson, Sæbakka, Stokkseyri. Sigurður Guðmundsson, Lyngheiði 15, Selfossi. Helga Fossberg, Ásvallagötu 7, Reykjavík. MaureenO, Mahony, Frakkastíg 12A, Reykjavík. 60 ára Axel Júhusson, Fomósi 12, Sauðárkróki. Sigríður Böðvarsdóttir, Kirkjulæk I, Fljótshlíðarhreppi. Dagmar Guni Dagmar Gunnlaugsdóttir, Reykási 47, Reykjavík, verður sextug á mánudaginn. Hún og maður hennar, Henning Backman, taka á móti gestum í nlaugsdóttir Safnaðarheimiii Bústaðakirkju sunnudaginn 24.6. mihi klukkan 15 og 18:00. Dagmar Gunnlaugsdóttir. Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan við Kaupstað, sími 670760 Öll • r •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.