Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Seinþroska þjóð Þótt leyfi til innflutnings búvöru hafi ekki verið mik- ið til umræðu hér á landi fyrr en á þessu ári, er nærri þriðjungur þjóðarinnar reiðubúinn til að fallast á hann. Þetta eru 31% á móti 64%, sem vilja áfram bann. Þetta bendir til, að sjálfsrefsingarstefnu séu takmörk sett. Stuðningur við innflutning minnkar, þegar spurning- in er tengd byggðaröskun, fer í 16% á móti 77%. Hann eykst hins vegar, þegar spurningin er tengd aðgangi að ódýrari búvöru, fer í 40% á móti 54%. Þessar sveiflur sýna vel, að svigrúm er til breyttra sjónarmiða. Stuðningur þjóðarinnar við niðurgreiðslur er enn í naumum meirihluta, 47% á móti 43%. Þessi meirihluti byggist á, að þjóðin hefur enn sem komið er neitað sér um að fallast á það sjónarmið, að niðurgreiðslur séu fyrir landbúnað, en ekki fyrir neytendur í landinu. Hin eina róttæka stefnubreyting þjóðarinnar í mál- efnum hins hefðbundna landbúnaðar er, að hún vill hætta uppbótum á útflutta búvöru. Aðeins 10% styðja útflutningsuppbæturnar, sem eiga á næsta ári að nema 1300 milljónum króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Ef ríkisvaldið gerir fyrir hönd neytenda og skattgreið- enda nýjan búvörusamning við landbúnaðinn, er brýnt, að tekið verði tillit til þeirrar staðreyndar, að þjóðin er þegar orðin afhuga útflutningsuppbótum. Enda hefur ríkissjóður nægum brýnni verkefnum að sinna. Þjóðinni er ekki alls varnað í sjálfsbjargarviðleitni, úr því að hún vill losna við 1.300 milljón króna árlegan bagga. En þetta verður að skoða í samhengi við, að fólk vill áfram bera skatt, sem nemur 5.700 milljón króna árlegum niðurgreiðslum og endurgreiddum söluskatti. Fyrir sama framlag úr ríkissjóði væri hægt að styrkja hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu um 91.200 krónur á ári. Þessa peninga gæti fólk notað til að kaupa aðra matvöru en hina niðurgreiddu, til dæmis fisk og kornvöru. Á þessu hafa íslendingar ekki áttað sig enn. Viðhorf íslendinga til hins hefðbundna landbúnaðar eru enn svipuð og þau eru í höfuðríkjum Evrópubanda- lagsins, svo sem Þýzkalandi og Frakklandi, en ólík því sem þau eru í Bretlandi og Bandaríkjunum, enda er fyrirferð landbúnaðar svipuð hér og á meginlandinu. í löndum, þar sem landbúnaður hefur enn um og yfir 7% mannaflans, svo sem hér og í helztu löndum Evrópubandalagsins, á atvinnugreinin og byggðasjónar- miðin, sem henni fylgja, nógu mikil ítök í fólki til að ráða ferðinni, þegar hagsmunir landbúnaðar eru í húfi. í löndum, þar sem landbúnaður er kominn niður í 2% mannaflans, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum, er auðveldara að fá skilning fólks á sjónarmiðum hags- muna heildarinnar. En jafnvel 1 shkum löndum er ótrú- leg seigla í hagsmunagæzlu hefðbundins landbúnaðar. íslenzkir hagfræðingar hafa í vaxandi mæh beint sjónum sínum að hinni feiknarlegu verðmætabrennslu, sem er í hefðbundnum landbúnaði okkar. Þeir hafa komizt að raun um, að engin verðmætasköpun er í grein- inni, þótt bændur leggi á sig mikla fyrirhöfn. íslenzkir hagfræðingar hafa með mismunandi reikn- ingsaðferðum fundið út, að innflutningsbann búvöru kostar okkur 10-15 mihjarða króna á hverju ári, ofan á þá 7,5 mihjarða, sem fara í annan stuðning við land- búnaðinn. Þetta er samtals um 20 milljarða sóun á ári. Meirihluti fólks hefur ekki enn áttað sig á þessu. Hann er enn að væla um léleg lífskjör, en er um leið ófáanlegur th að horfast í augu við meginorsök vandans. Jónas Kristjánsson Tómarúm milli miöstýringar og markaöar myndar hamstur og brask Um daginn lá viö borgarastyrjöld í Sovétlýðveldinu Moldavíu, sem liggur milli Úkraínu og Rúmeníu. Eftir að fulltrúar rúmenskumæl- andi meirihluta landsbúa lýstu yfir fullveldi lýðveldisins og að rúm- enska skyldi viðurkennd opinber tunga í Moldavíu, risu upp þjóðar- brot Rússa og Gagása, sem er tyrk- neskumælandi þjóð en rétttrúnað- arkristin, og gerðu sig líkleg til lýsa yfir eigin fullveldi á sínum búsetu- svæðum í Moldavíu. Manntjón hafði orðið nokkurt, áður en her- sveitir innanríkisráðuneytis alrík- isstjórnarinnar komu á vettvang og gengu á milli stríðandi fylkinga. Svipaðar sögur hafa gerst undan- farin misseri víða um Sovétríkin, þar sem þjóðir teljast hátt á annað hundrað. Sjálfstæðis- eða fiúlveld- iskrofur einstakra lýðvelda vekja erjur og ýfingar, einatt mannskæð- ar, sem magna efnahagsöngþveiti sem hlýst af því að miðstýrt hag- kerfi byggt á fyrirskipunum að of- an er í upplausn án þess að kominn sé á markaðsbúskapur rekinn af framboði og eftirspum og með verðmyndun sem af þeirri víxl- verkun sprettur. Á næstunni kemur saman til fundar hið íjölmenna alþýðufull- trúaþing til að fjalla um tillögur Mikhails Gorbatsjovs forseta um breyttan sambandsgrundvöll milli lýðveldanna og nýja skipan alríkis- stjómarinnar. Leggur hann til að nýr sambandssáttmáli kveði á um hlutverkaskiptingu alríkisstjórnar og stjórna lýðveldanna sem eiga að fá aukiö valdsvið. Forsetar ailra lýðveldanna myndi svo forsetaráð til að fjalla um sameiginlega stefnumörkún. Framkvæmdarvald í alríkismálum verði í höndum rík- isstjórnar, sem starfi alfarið á ábyrgð Sovétforsetans, sem skipi ráðherra og geti vikið þeim frá án atbeina Æðsta ráösins. Þessi áform hafa mælst misjafn- lega fyrir. Sérstaklega er að því fundið að Gorbatsjov hafi sett til- lögur sínar fram á eigin spýtur án nokkurs formlegs samráðs við for- seta sambandslýðveldanna. Eink- um hefur Boris Jeltsin, forseti Rússneska sambandslýðveldisins, haft uppi mótbámr. En jafnframt hefur hann lýst yfir vilja til að vera Gorbatsjov samtaka um ráðstafan- ir til að ráða fram úr aðsteðjandi vanda sem á landsfólkinu bitnar meira og minna án tillits til landa- mæra milli lýðveldanna. Stjórnir íjögurra lýðvelda, Eystrasaltsríkjanna þriggja og Ge- orgíu, sem lýst hafa yfir að þær stefni að fullu sjálfstæði og úrsögn úr Sovétríkjunum, hafa kunngert að þær hyggist hvergi koma nærri gerð nýs sambandssáttmála. Gor- batsjov hefur hins vegar böðað að upplausn Sovétríkjanna megi ekki eiga sér stað, því þá blasi við öng- þveiti með blóðbaði, sem enginn geti séð fyrir endann á. í ljósi þessa boðskapar verður að hta á nýleg mannaskipti á stóli inn- anríkisráðherra Sovétríkjanna sem stýrir þeim her sem er ætlaö að skakka leikinn ef upp úr sýöur innanlands. í stað Vadims Baka- tins, sem beitt hafði sér fyrir að slakað væri á drottnunarvaldi kommúnistaflokksins yfir lög- gæslustofnunum, var skipaður innanríkisráöherra Boris Pugo, fyrrum yfirforingi leynilögregl- unnar KGB í Lettlandi. Næstráð- andi hans verður Boris Gromof hershöfðingi, sem var yfir sovéska hemum í Afganistan. Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Að sama brunni ber að KGB hef- ur verið falið að fást við skipulagða glæpastarfsemi, þar sem varningi er rænt í stóram stíl úr vöru- geymslum og flutningatækjum og honum komið í verð á svörtum markaði. Hefur Vladimir Krjútsj- kof, yfirmaður KGB, gefið skorin- oröar yfirlýsingar um þetta efni nú í vikunni. Jafnframt því að gera opinberar stofnanir út af örkinni til að fást við markaðsóreiðuna, undirrót vöraskorts í opinberum verslunum sem selja á föstu verði, hefur Gor- batsjov fyrirskipað kjör starfs- mannanefnda á vinnustööum um landið allt til að gegna eftirlits- og aðhaldshlutverki á sama sviði. Þær skulu hafa aðgang að öllum fram- leiðslufyrirtækjum í matvæla- og neysluvöruiðnaði, verslunum og flutningakerfum ásamt hvers kon- ar bókhaldi og fá vald til að reka starfsfólk eða loka fyrirtækjum þar sem misferli verður uppvíst. Til dæmis um ríkjandi ástand má nefna að langt er síðan borgar- yfirvöld í Moskvu bönnuðu sölu á margs konar varningi til utan- borgarfólks. í Leníngrad var í síð- asta mánuði tekin upp skömmtun á öllum helstu matvælum. Hrun miðstýringarkerfisins hefur bitnað sérstaklega hart á aðdráttum til þessara stórborga, svp og hemað- ariðnaðarborganna í Úral, sem áð- ur fengu að sitja fyrir vörubirgingu í hvívetna. Mönnum ber samán um að ekki ríkir beinn skortur á helstu nauð- synjum í Sovétríkjunum, en dreif- ingarkerfið er í lamasessi og verð- stýring á opinberum markaði sam- fara því sem við verðhækkunum er búist ýtir undir hamstur hvers konar og skorturinn, sem af hlýst á opinberum sölustöðum, magnar svartamarkaðsbrask. Neytendur kaupa langt umfram þarfir á niður- greiddu verði meðan varan fæst. Framleiðendur safna birgöum eftir getu af því þeir búast við hærra verði síöar. Dreifingarkerfið er svo himin- hrópandi. Milljón tonn af innflutt- um varningi liggja óafgreidd á hafnarbökkum, sumt mánaða gam- alt, og á meðan ganga þjófar óspart í birgðirnar. Sama sagan er á geymslusvæðum járnbrautanna. Fréttamaður Pravda taldi 20.000 gáma og 300 jámbrautarvagna á geymslusvæöi í Moskvu. í 100 vögnum var innflutt kjöt sem beðið hafði í hálfan mánuð af því við- takandi þóttist ekki hafa geymslu- rými fyrir vöruna. Á meðan stóðu hillur tómar í kjötverslunum höf- uðborgarinnar. í ljós komu jám- brautarvagnar, hlaðnir búslóðum hermanna kominna heim frá Aust- ur-Evrópu, sem láðst hafði að af- frema síöan 1986. En þegar neyöin er stærst er hjálpin næst. Úm allar jarðir er skorin upp herör til að afstýra því að sultur og seyra.geri þegna Mik- hails Gorbatsjovs svo fráhverfa honum að þeir sem verst una breyt- ingum sem hann hefur gert á stjómarfari í Sovétríkjunum reyni að steypa honum af stóh eða Sovét- ríkin leysist upp í allsherjar öng- þveiti. Varningur streymir frá Þýskalandi til Sovétríkjanna, bæði eftir almenna söfnun fyrir for- göngu stjórnarinnar í Bonn og af feikna matarbirgöum sem næra áttu íbúa Vestur-Berlínar í ár, kæmi til þess að Sovétmenn settu á nýtt aðflutningsbann til borgar- hlutans. Evrópubandalagsráöherr- ar tóku nýverið ákvarðanir um matarframlög af umframbirgðum bandalagsins og viðskiptalán. Bush Bandaríkjaforseti setur til hhðar ákvæði Jackson-Vanik laganna til að heimila matvælasölu með láns- kjörum til Sovétríkjanna og boöar bestu kjara viðskipti innan skamms. Loks er forseti Suður- Kóreu að koma til Moskvu í þess- um skrifuðum orðum færandi hendi. Magnús Torfi Ólafsson Á fréttamannafundi i Kreml á miðvikudag skýrði Anatoli Lúkjanof, for- seti Æðsta ráösins, frá dagskrá fundar alþýðufulltrúaþingsins í næstu viku. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.