Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Page 34
42 LÁUGAÍRDAGÚR 15. DESEMBER 1990. Gekktil liðs við norska herinn: Lenti aldrei á vígvellinum - Njörður Snæhólm, fyrrum rannsóknarlögreglumaður, segir frá í bókinni íslenskir hermenn sprengjukastarar í skólanum. Kana- dlski herinn tók síðar við stjórn skól- ans. Fyrst var ég í sex vikna alhliða herþjálfun, sem allir nýliðar gegnust undir, og var kennt þar að nota vopn og ýmislegt fleira. Uppistaða kenn- araliðsins voru gamhr flugmenn úr norska flughernum. Þar eð ég hafði komið svo seint í skólann missti ég af hópnum sem þá var í flugnámi. Æft með geislabyssu Eftir að grunnþjálfun lauk var ég fljótlega sendur til Winnipeg þar sem mér var kennt sprengjukast og að skjóta úr flugvél. í skólanum voru þeir komnir með flughermi, þar sem við byrjuðum að æfa okkur á geisla- byssu, en þegar við vorum orðnir góðir á hana fengum við vélbyssur til æfinga. Við æfðum líka sprengju- kast í flughermi sem var komið fyrir í stórum turni. Sprengjukastarinn ræður ferðinni þegar verið er að varpa sprengjum á skotmörk hjá óvininum. Hann leið- beinir flugmanninum, og þegar skot- markið er í krossinum á sigtinu sleppir hann sprengjunum. Ég var mánuð í þessum æfingum og æfði hka að skjóta af vélbysuu á flugi. Var þá poki festur aftan í flugvélina og skotið á hann. Einnig var ég sendur á skíðanámskeið í vikutíma. Áður en stríðið braust út höfðu Norðmenn samið um smíði á 24 Nort- hropsjóflugvélum í Bandaríkjunum og ætluðu að nota þær við strand- gæslu. Þær voru með 50 cal. vélbyss- ur í vængjunum, en Englendingar voru með 303 cal. vélbyssur í sínum vélum. Northropvélarnar gátu líka borið eitt tundurskeyti, tvær djúp- sprengjur eða tvær til fjórar venju- legar sprengjur eftir stærð. Þetta voru þriggja sæta vélar. Áhöfnin var flugmaður, siglingafræðingur og loftskeytamaður. Bækistöð við Þingvelli Um áramótin 1940-1941 var ég kall- aður fyrir norska foringja og spurður um aðstæður fyrir sjóflugvélar við Reykjavík. Komst ég að því að þeir höfðu áður veriö með Þingvallavatn í huga sem bækistöð fyrir vélarnar. Ég skýrði samvdskusamlega út að- stæður við Reykjavík og virtust þeir ánægðir með þær upplýsingar. Upp- úr því var svo 330. flugsveitin mynd- uð með 21 af þessum Northropvélum og Englendingar ákváðu að senda hana til íslands, en allar flugsveitirn- ar voru á þessum tfma undir stjórn breska flughersins þó sumar væru mannaðar mönnum af öðru þjóðerni. Flugvélarnar voru fluttar í kössum með skipi til íslands en við fórum með öðru skipi og komum til íslands í maímánuði árið 1941. Ýmis annar búnaður var sendur með þriðja skip- inu en það var skotið niður á leið- inni. Englendingar voru með búðir í Nauthólsvík en losuöu þær og við fluttum þar inn. Leituðu að þýskum kafbátum Þegar búið var að setja vélarnar Njörður Snæhólm var um skeið í norska hernum í heimsstyijöidinni síðari og tilheyrði 330. flugsveitinni sem hafði aðsetur hér á landi. Ákveðnar ástæður lágu til þess að bóndasonur frá Sneis í Laxárdai í Húnavatnssýslu skrýddist einkenn- isbúningi nórska hersins. Eftir að hafa stundað sjómennsku og ýmsa aðra vinnu sem unglingur auk skóla- vistar að Laugarvatni hélt Njörður til Noregs og má segja að rekja megi inngönguna í herinn til Noregsferð- arinnar. Fyrrum hermaður og yflr- lögreglumaður hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins situr nú á friðarstóli eftir að hafa náð hinum lögbundna eftirlaunaaldri. En honum er dvölin í norska hemum í fersku minni. Hann er líklega eini íslendingurinn sem hefur skotið á þýskan kafbát - með skammbyssu. Og haft aðsetur á Hjaltiandseyjum síðustu tvö ár styrj- aldarinnar. Njörður spilar nokkuð annan tón en aðrir á þessum blöðum. En frásögn hans er angi af þeirri stríðssögu sem teygði klær sínar um alla heimsbyggðina með einum eða öðrum hætti - lika til íslands. Það var árið 1937 að ég fór til Nor- egs og var ætlunin að læra þar refa- rækt. Satt best að segja haföi ég eng- an áhuga á refnum, en réð mig til starfa á búgarði i Nittedal. Sá staður er skammt frá Osló. Bóndinn bjó stórt, var með á þriðja hundrað svín að staðaldri, auk þess um tólf þúsund hænsni, kýr og hesta. Vorið 1938 var mér falið að sjá um svínin og þurfti aö aka út afurðunum líka sem varð til þess að ég tók þarna bílpróf. Ég kunni vel við land og þjóð og vildi nýta dvölina sem best. Áður en ég fór út var ég byrjaður í svifflugi heima og búinn að ljúka A-prófi. Flugið tog- aði í mig og vorið 1939 fór ég í flug- skóla hjá Videröe-flugféláginu sem var með skóla við Oslófjörð. Ég tók þar A-próf á eins hreyfils þriggja sæta sjóflugvél. Ekki er hægt að segja að flugnámið hafi verið orðið ýkja útbreitt í Noregi á þessum tíma því ég er með skírteini númer 120 í vél- flugi þar í landi. í sumarfríinu þetta ár fór ég á svifflugsnámskeið og lauk B-prófinu. Að öðru leyti hélt ég áfram mínum störfum hjá bóndanum í Nittedal. Lítið rætt um Hitler Heimsstyijöldin síðari hefst svo um haustið 1939 en í fyrstu snerti hún ekki mikið daglegt líf fólks í Noregi. Miklu meira var talað um Finnagaldurinn, það er að segja árás Sovétmanna á Finnland. Margir Norðmenn gerðust sjálfboðaliðar í her Finna og í Noregi fór fram söfnun á fatnaði og öðru til sjálfboðaliðanna. En það var lítið rætt um Hitler og yfrgang hans á þeim tíma. Ég var auk þess farinn að hugsa til heimferðar, var kominn með konu og bam og við vorum sammála um að flytja til ís- lands. Agnar Kofoed-Hansen var tekinn við starfi lögreglusfjóra í Reykjavík og ég skrifaði honum í ársbyrjun 1940 og spurði hvort ég gæti fengið starf í lögreglunni. Meðan ég beið eftir svari kom stúlka frá Finnmörk, Lappi, á búgarðinn í Nittedal. Hún spáði í bolla fyrir mig og segist sjá Njörður Snæhólm, fyrrum rannsóknarlögreglumaður, situr nú á friðarstóli en hann fékk að kynnast hörmungum stríðsins sem hermaður fyrir Norðmenn. mig í jakka með gylltum hnöppum. Hún vissi ekki um fyrirætlan mína að komast f lögregluna, en mér þótti þetta vita á gott. En ekki löngu síðar fæ ég bréf frá Agnari þar sem hann segir mér að koma hið snarasta til Reykjavíkur. Konan og sonurinn Harald fóru tii foreldra hennar í Þráhdheimi og ætluðu að bíða þar þangað til ég væri búinn að koma hlutunum fyrir í Reykjavík. Stutt í lögreglunni Ég fór heim með Lagarfossi í apríl 1940 og fékk mér herbergi á Ránar- götunni. Þjóðverjar hemema Dan- mörk og Noreg um þessar mundir og síðan hemema Bretar ísland. Ég var búinn að segja konunni að ef Noregur drægist inn í stríðið þá færi ég í norska herinn. En ég byrjaði æfingar í lögreglunni í Reykjavík sem fóm meðal annars fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Stjórnaði Agnar lögreglustjóri þeim af röggsemi, enda var maðurinn út- skrifaður foringi úr danska hemum. Meðfram þessu vann ég í röraverk- smiðju við að steypa hellur og fleira. Um mánaðamótin júni - júlí var ég eitt sinn að sækja sement. Var búinn að taka á bílinn og er að aka á stað þegar ég sé mér til furðu flugkennara minn frá Videröe skammt frá bíln- um. Það verða fagnaðarfundir og ég spyr hvaö hann sé að gera hér. Það kemur upp úr dúrnum að hann hafði ráðið sig til Grænlands sem loft- skeytamann, en nokkur hópur Norð- manna var þá að störfum þar. Nú hafði norskt herskip verið sent,eftir hópnum því að Norðmenn höfðu þá stofnað flugskóla í Toronto í Kanada með það fyrir augum að útskrifa flugmenn til þátttöku í styijöidinni. Þessi hópur ætlaði þangað vestur. Ég hafði ekki fyrr heyrt þetta en ég spurði umsvifalaust hvort ég gæti ekki komist með. Flugkennarinn taidi það líklegt. Einungis þyrfti að skrifa herstjórninni í London og fá leyfi. Bréfið var sent án tafar og já- kvætt svar barst í ágúst. Þá voru Norðmennimir, sem komu frá Grænlandi, ferðbúnir, en í höfninni var skip sem átti aö fara til Kanada eftir þijá daga. Með herkjum tókst mér að komast með þessu skipi. Agn- ari þótti viðdvöl mín í lögreglunni stutt og var fyrsta kastiö heldur ósáttur við þessa ákvörðun mína. En við skildum sáttir og ég dreif mig um borð. í norska hernum Þar með var ég kominn í norska herinn. Ég leiddi hugann ekki sér- staklega að því hvað framtíðin bæri í skauti sér. Mér var efst í huga að geta orðið að einhveiju liði í baráttu Norðmanna gegn innrásarliði Þjóö- veija og var aldrei í vafa um að ákvörðun mín um að ganga í herinn væri rétt. Á ýmsu gekk á ferðinni vestur. Skipið var gamalt og hægfara. Við lentum í villum við Grænland í slæmu veðri, misstum lífbátana og fleira sem tók útbyrðis í veðrinu. En áfram var haldiö og var stefnt á Syd- ney á Nýfundnalandi. Þegar þangað kom var logn og biíða, en skyndilega rýkur hann upp með aftaka aflands- roki áður en við vorum komnir að bryggju. Var þá ekki um annað að gera en snúa undan, en morguninn eftir hafði lægt. Þá höfðu þijú skip strandaö en við sluppum með skrekkinn. Flugskóhnn í Toronto var á vegum norska ríkisins og norski kaupskipa- flotinn borgaði. Þarna voru bæði Norðmenn, sem höfðu komist úr landi eftir hernám Þjóðveija, og menn sem höfðu þá verið við nám í Englandi eða Bandaríkjunum. Á skólanum fór fram þjáífun flugá- hafna, þaö er flugmanna, sighnga- fræðinga og flugvirkja. Einnig voru loftskeytamenn, skyttur og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.