Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. 67 Afmæli Haukur Ingason Haukur Ingason, aðalbókari Keflavíkurverktaka, Keflavíkur- flugvelli, til h'eimilis að Hlíðarvegi 5, Njarðvík, er sextugur í dag. Starfsferill Haukur fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hann lauk miðskólaprófi 1948 og var auk þess í kvöldskóla iðnaðarmanna í tvo vetur á ísafirði. Haukur hóf verslunarstörf 1944 og stundaði þau lengst af síðan. Hann var verslunarstjóri í Verslun Jóns Ö. Bárðarsonar á ísafirði 1954-61 en flutti þá til Keflavíkur þar sem hann varð verslunarstjóri í Versluninni Kyndli hf. Haukur rak síðan eigin verslun á árunum 1965-69 er hann varð framkvæmdastjóri Plastgerðar Suðumesja. Veturinn 1975-76 sótti hann Stjómunarskóla iðnaðarráðuneyts- ins og réðst síðan til Keflavíkur- verktaka en þar hefur hann verið aðalbókarifrál978. Haukur hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum. Hann var einn af stofnendum Verslunarmannafélags ísaflarðar og formaður þess um nokkurt skeið. Þá starfaði hann mikið með Leikfélagi Isaflarðar og fyrstu árin í Keflavík vann hann með Leikfélagi Keflavíkur og var formaður þess um skeið. Haukur hefur mikinn áhuga á ferðalögum en hann er einn af for- sprökkum hundrað manna ferða- klúbbs sem ferðast hefur vítt og breitt um heiminn síðan 1978. Þá hefur hann starfað í Lions-hreyfing- unni í rúm þijátíu ár og er félagi í frímúrarastúkunni Sindra í Kefla- vík. Fjölskylda Haukur kvæntist 27.12.1952 Sig- ríði Maríu Aðalsteinsdóttur, f. 27.5. 1934, verslunarmanni. Sigríður er dóttir hjónanna Aðalsteins Sigurðs- sonar, skipasmiðs frá Bæjum á Snæfiallaströnd, og Mörtu B. Mark- úsdóttur. Böm Hauks og Sigríðar eru Martha, f. 27.9.1950, skrifstofumað- ur og á hún þrjú börn, Þórð Helga, f. 1.6.1969, Bennie May Wright, f. 24.7.1975 og Theódóra Hebu, f. 18.10. 1984; Aðalsteinn, f. 20.6.1952, kvænt- ur Fjólu Einarsdóttur bankaritara og eiga þau tvö börn, Einar Val, f. 11.4.1978 og Sigríði Maríu, f. 7.8. 1982; Haukur Ingi, f. 22.10.1955, ljós- myndasmiður, kvæntur Herdísi Gunnarsdóttur bankafulltrúa og eiga þau flögur böm, Evu Láru, f. 7.6.1976, Hauk, f. 3.1.1983, Inga, f. 3.1.1983 og Andra Gunnar, f. 22.11. 1988; Sigurður Hrafn, f. 24.2.1959, tölvunartæknir og á hann þijú börn, Örn Inga, f. 10.4.1976, Birgi, f. 2.6. 1982 og Ástþór Erni, f. 5.8.1989; Hild- ur, f. 17.1.1966, flugumferðarstjóri, gift Guðjóni Inga Olafssyni og eiga þau einn son, Daða, f. 14.9.1987. Auk þess ólst Þórður Helgi, sonur Mörthu, upp á heimili þeirra hjóna. Haukur er næstelstur níu systk- ina. Systkini hans: Erla, f. 19.2.1928, hjúkrunarfræðingur, gift Húnboga Þorsteinssyni, fulltrúa í félagsmála- ráðuneytinu og á hún tvö börn; Þor- björg, f. 18.2.1935, ekkja eftir Guð- mund Ingibjartsson bifreiðastjóra og era börn þeirra tvö; Guðbjöm, f. 17.8.1937, bakarameistari, kvænt- ur Elínborgu Sigurðardóttur banka- fulltrúa og eiga þau þrjú börn; Stein- gerður, f. 10.8.1939, gift Halldóri K. Helgasyni og eiga þau fimm börn; Elvar, f. 21.1.1941, málarameistari, kvæntur Rögnu Halldórsdóttur og eiga þau þijú böm; Reynir, f. 16.11. 1943, skrifstofustjóri, kvæntur Ölmu K. Rósmundsdóttur og eiga 'þau þrjú börn; Ester, f. 19.8.1945, gift Halldóri Ásgeirssyni og eiga þau tvö börn, og Emir, f. 14.6.1947, bankafulltrúi, kvæntur Rannveigu Pálsdóttur íþróttakennara og eiga þauþijúbörn. Foreldrar Hauks voru Ingi Guðjón Eyjólfsson, f. að Kaldrananesi í Strandasýslu, f. 7.8.1904, d. á ísafirði 8.1.1962, og kona hans, María Svein- fríður Sveinbjörnsdóttir, f. 16.10. 1905, d. á ísafirði 23.2.1986. /Ett Ingi Guðjón var sonur Eyjólfs, b. á Kaldrananesi, Stefánssonar, b. í Húsavík, Guðmundssonar, frá Skeggjastöðum í Miðfirði, Magnús- sonar. Móðir Stefáns var Ólöf Guð- mundsdóttir frá Syðri-Reykjum í Miðfirði. Móðir Eyjólfs var Guðrún Magnúsdóttir frá Arnkötludal. Móðir Inga var Þorbjörg Jónsdóttir, b. og meðhjálpara á Kaldrananesi, Guðmundssonar, b. og meðhjálpara á Kaldrananesi, Guðmundssonar, Haukur Ingason. frá Kaidrananesi, Jónssonar, frá Kaldrananesi, Jónssonar, frá Mel- rakkaey á Breiðafirði, Gunnarsson- ar. Móðir Þorbjargar var Ingibjörg Einarsdóttir, frá Víðivöllum, Jónat- anssonar. María Sveinfríður var dóttir Sveinbjörns á Kvíarnesi Pálssonar, áKvíarnesi, Guðmundssonar. Móð- ir Sveinfríðar var Guðmundína Jónsdóttir, b. og hreppstjóra á Kirkjubóli í Skútulsfirði, Halldórs- sonar á Sléttu, Ólafssonar Svarts- sonar. Haukur og Sigríöur munu taka á móti gestum á afmælisdaginn í Golf- skálanum í Leiru frá klukkan 19.00. Einar Þór Sigurþórsson Einar Þór Sigurþórsson, rafverk- taki og bóndi að Háamúla í Fljóts- hlíð, er fimmtugur í dag. Starfsferill Einar Þór fæddist að Hámúla og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í rafvélavirkjun árið 1962 og fékk meistarabréf í sömu iðngrein árið 1967. Auk þess útskrifaðist hann frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1965. Einar Þór vann hjá Véladeild SIS með hléum frá 1958-67, ýmist við rafvirkjun eða skrifstofustörf. Hann starfaði hjá Louis Hólm í Kaup- mannahöfn árið 1964 og var rafvirki við hafnargerðina í Straumsvík 1967-69 en hefur síðan veriö bóndi og rafverktaki í Háamúla. Fjölskylda Kona Einars Þórs er Bryndís Aida Jóhannesdóttir, f. 7.7.1945, bóndi, en hún er dóttir Jóhannesar Hall- dórssonar, f. 29.10.1913, trésmíða- meistara í Reykjavík, og konu hans, Margrétar Guðmundsdóttur, f. 6.3. 1905, d. 2.10.1956. Böm Einars era Jóhannes Atli Einarsson, f. 8.7.1968, nemi í læknis- fræði við HÍ, og Katrín Einarsdóttir, f. 15.9.1969, nemi í sálarfræði við HÍ. Bróðir Einars var óskírður dreng- ur, f. 19.6.1939, d. sama dag. Foreldrar Einars: Sigurþór Ulfars- son, f. 3.2.1907, d. 10.12.1981, bóndi í Háamúla í Fljótshlíð, og kona hans, Katrín Einarsdóttir, f. 20.6.1912, fyrrv. húsfreyja í Háamúla en dvel- ur nú á Kirkjuhvoh, dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli. Ætt Sigurþór var sonur Úlfars, b. í Fljótsdal í Fljótshlíð, Jónssonar, b. í Fljótsdal, Jónssonar, b. í Kaldrana- nesi í Mýrdal, Jónssonar, b. á Skíða- bakka í Landeyjum, Jónssonar. Móðir Jóns í Fljótsdal var Vigdís Þorleifsdóttir, lögrm. á Hofi í Öræf- um, Sigurðssonar, og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Móðir Úlfars var Guðbjörg Eyjólfsdóttir, b. á Torfastöðum í Fljótshlíð, Oddsson- ar. Móðir Sigurþórs var Guðlaug Brynjólfsdóttir, b. í Vesturkoti á Skeiðum, Guðmundssonar, hrepp- stjóra í Skarfanesi, Þorsteinssonar, hreppstjóra og fræðimanns í Skarfanesi, Halldórssonar, b. á Tjörfastöðum, Bjamasonar, hrepp- stjóra á Víkingslæk og ættföður Víkingslækjarættarinnar, Halldórs- sonar. Katrín, móðir afmælisbamsins, er dóttir Einars, húsasmíðameistara í Reykjavík, Runólfssonar, b. í Ein- túnahálsi og síðar í Fagurhlíð í Landbroti, Jónssonar, b. í Mörk á Síðu, Bjamasonar, b. á Heiði, Ein- arssonar, b. á Fossi á Síðu, Nikulás- sonar, b. í Hlíð undir Eyjaflöllum, Jónssonar, b. á Núpsstað, Bjarna- sonar, b. á Geirlandi á Síðu, Eiríks- sonar, b. á Holti á Síðu, Jónssonar, b. í Holti, Sighvatssonar Jónssonar, sýslumanns í Skál á Síðu, Þorvalds- sonar. Móðir Einars húsasmíðameistara var Anna Lárusdóttir, b. í Mört- ungu, Stefánssonar, stúdents í Sel- koti undir Eyjafiöllum, Ólafssonar, gullsmiðs í Selkoti, Jónssonar, lögrm. í Selkoti, ísleifssonar, ætt- Einar Þór Sigurþórsson. fóður Selkotsættarinnar. Móðir Stefáns stúdents var Guðlaug Stef- ánsdóttir, vígslubiskups í Laufási, Einarssonar, og konu hans, Jórunn- ar Steinsdóttur, biskups á Hólum, Jónssonar. Móðir Lárasar var Halla Ambjamardóttir, b. á Kvoslæk í Fljótshlíð, Eyjólfssonar, ættföður Kvoslækj arættarinnar. Móðir Katrínar var Guðlaug Ein- arsdóttir, b. í Svínadal, Jónssonar Runólfssonar. Móðir Jóns í Svínadal var Þórann Oddsdóttir, systir Guð- ríðar, ömmu Jóhannesar Kjarvals ogEldeyjar-Hjaita. Móöir Guðlaug- ar í Svínadal var Valgerður Ólafs- dóttir, b. á Syðri-Steinsmýri í Með- allandi, Ólafssonar, og konu hans, Margrétar Gissurardóttur, b. í Rofabæ, Jónssonar. Guðríður Guðmundsdóttir, Langholtsvegi 144, Reykjavík. Bjarni Runólfsson, Bakkakoti 1, Skaftárhreppi. Jórunn Sigurvaldadóttir, Kjartansgötu3, Reykjavik. Guðrún Bjarnadóttir, Kríuhólum 2, Reykjavík. Aifred Teufel, Víðilundi 12G, Akureyri. Fanney Helgadóttir, Ysta-Hvammi, Aðaldælalu-eppi. Hafsteinn Erlendsson, Höfðabraut 3, Akranesi. Hans Stefán Gústafsson, Heiðmörk 72, Hveragerði. Sæunn Hafdís Oddsdóttir, Nökkvavogi 21, Reykjavík. Rósa Dóra Helgadóttir, HeiðarlundieB, Akureyri. Helgi Guðborgsson, Grundai-stig 10, Reykjavik. María Guðmundsdóttir, _ Faxabraut39C,Keflavík. Kristján Elíasson, Dvergabakka26, Reykjavík. Friðrik Ingvarsson, Búhamri 76, Vestmannaeyjum. Reynir Þór Ragnarsson, Bjarmalandi 10, Miðneshreppi. Ólafur G. Thorarensen, Hraunsholtsvegi4, Garðabæ. Pétur Fell Guðlaugsson, Laugarnesvegi 77, Reykjavík. Sigurjón Sigurðsson, Gerðavöllum 15, Grindavík. - Ragnheiður Víglundsdóttir, Lindai'holti 7, Ólafsvik. Ólafur Sigurjónsson, Túngötu 4, Miðneshreppi. Kristín Jónsdóttir, Dalseli 40, Reykjavík. Örn Trausti Hjaltason, Aðalbraut32, Raufarhaiharhreppi. Einar Sigutjónsson, Vallholti 6, Vopnafii'ði. - Þorbjörg Aðalsteinsdóttir, Heliulandi, Aðaldælahreppi. Guðmundur Karl Sigurðsson, Laufási, Iflaltastaðarhreppi. Laufey Tryggvadóttir Laufey Tryggvadóttir. Laufey Tryggvadóttir húsfrú, Bugðulæk 18, Reykjavík, verður ní- ræðámorgun. Starfsferill Laufey fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp. Hún stundaöi nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Laufey var húsfreyja á Stað í Steingríms- firði og síðar í Vatnsfirði við ísa- flarðardjúp. Fjölskylda Laufey giftist 23.6.1923 Þorsteini Jóhannessyni, f. 24.3.1898, sóknar- presti. Foreldrar Þorsteins voru Jó- hannes Jóhannesson, b. á Ytra-Lóni á Langanesi, og Þuríður Þorsteins- dóttir, en Þorsteinn er af Laxamýr- arætt, Reykjahlíðarætt, Skútustaða- ætt og Sflalækjarætt. Böm Laufeyjar og Þorsteins: Tryggvi, f. 30.12.1923, læknir; Þuríð- ur, f. 22.6.1925, húsmóðir í Reykja- vík; Jóhannes, f. 25.9.1926; Jónína Þórdís, f. f. 5.9.1930; Haukur, f. 26.2. 1938, tannlæknir í Reykjavík. Alsystkini Laufeyjar eru öll látin en þau vora Valdís Tryggvadóttir, húsfrú í Reykjavík; Jóhanna Tryggvadóttir, húsfrú í Reykjavík; Þórir Tryggvason, skrifstofumaður í Reykjavík, og Þorsteinn Tryggva- son, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Hálfsystkini Laufeyjar samfeðra: Ólafur Tryggvason, úrsmiður í Reykjavík; Viggó Tryggvason, lög- maður í Reykjavík, og Nína Tryggvadóttir listakona sem er lát- in. Foreldrar Laufeyjar voru Tryggvi Guðmundsson, f. 8.9.1871, d. 18.9. 1942, gjaldkeri í Reykjavík, og Jón- ína Jónsdóttir, f. 14.10.1873, d. 20.1. 1905, húsfrú. Studioblóm Þönglabakka 6 Mjódd, sími 670760 Blóm og skreytingar. Sendingarþjónusta. Munið bláa kortið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.