Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. 49 ann og reyndi aö klifra upp úr hon- um. En drengurinn, sem var hrædd- ur um aö týna lyklinum aö skautun- um sínum, hafði hneppt vasanum svo að Trille varð aö dúsa þar sem hana var. Ertu að fara heim strax, Peter? hrópaöi ein af stúlkunum úti á ísn- um. Já, ég er búinn að lofa mömmu að gera innkaup fyrir hana í nýju stór- versluninni! svaraði Peter og batt skautana á hjólið sitt. Já, í nýju stórversluninni! sagði stúlkan og hljóp til hans, þá ætla ég með þér. Það er jólabasar þar í dag. Maður getur fengið ókeypis súkkul- aði og blöðrur! Já, en þá verðurðu að flýta þér. Klukkan er að verða fjögur. Það tók Lenu ekki langan tíma að losa af sér skautana og stuttu síðar voru þau á leið inni í bæ á hjólunum sínum. Á meðan sat Trille lokaður niðri í vasanum á úlpu Peters. Hann hafði margsinnis reynt að troða sér undir vasalokuna en tókst aðeins að koma hausnum undir hana. Þannig gat hann séð hvað var að gerast. Þau fjarlægðust vatnið óðfluga og þar með skóginn og Dvergálfahæð! Hon- um fannst að hann sæi Pippi bregða fyrir rétt sem snöggvast þar sem hann flygi rétt hjá og hrópaði eitt- hvað en svo lenti Peter með hjólið ofan í holu og þá datt hann aftur nið- ur á vasabotninn. Þar lá hann svo á pappírnum sem verið haföi utan um súkkulaðið. Hann ilmaði enn af því. Hann fór að róta í honum til að athuga hvort ekki væri smáflís eftir. Auðvitað var myrkur í vasanum en Trille var með augu á við kött svo hann sá allvel. Nei, því miður var ekki svo mikið eftir sem einn smámoh. En það gat verið að eitthvað af súkkulaði lægi laust í vasanum! Hann fór því að skríða um hann en fann bara lykilinn að skautum Peters og vasaló. En hvað var annars þetta? Var ekki dá- htið gat á vasanum? Jú, og það var einmitt nógu stórt th að hann gæti komið fingri út um það. Þegar Lena og Peter stigu af hjólunum fyrir framan stórverslunina hafði Trihe tekist að stækka gatið svo mikið að hann gat troðið sér út um það og þegar börnin tvö gengu inn í ljósum prýdda og skreytta stórverslunina hékk Trille með báðum höndum í brúninni á gatinu og reyndi að ná betri festu með tánöglunum. Loksins tókst honum að þrýsta tá- nöglunum inn í úlpuklæðið. Þá losaði hann aðra höndina og náði taki með henni nokkru neðar. Þá gat hann losað hina höndina og hægt og rólega byijaði hann nú að klifra niður úlp- una. Lena og Peter höfðu stillt sér upp viö afgreiðsluborð þar sem börnum var boðið ókeypis súkkulaði. Heyrðu, annars! sagði Peter. Ég er með súkkulaði í vasanum. Við skul- um borða það meðan við bíðum! Hann hneppti frá vasalokunni og stakk hendinni niður til að sækja súkkulaðið. Hvað er þetta? Peter tók saman- vafinn pappír upp úr vasanum og horfði á hann stórum augum og með opinn munn. Ég man svo vel að ég stakk því í vasann áður en við fórum á skauta! Liggur það þá ekki bara í vasanum? spurði Lena. Peter stakk hendinni aftur í vasann og rak þá fingur í gatið. Æ, það er gat á vasanum. Súkkul- aðiö hefur dottið í gegnum það. Það vona ég að skautalykilhnn hafi ekki týnst líka. Nei, hann er héma! Það er víst best að ég setji hann í hinn vasann! Komdu nú, sagði Lena, það er kom- ið að okkur. Þegar Peter og Lena höfðu hvort um sig fengið lítinn poka með súkk- ulaði stökk Trille niöur á gólfið alveg við afgreiðsluborðið. Mörgum sinn- um lá við að það yrði stigið á hann. Þetta var stórhættulegt! Aldrei hafði hann séð svona marga fætur. Og nú var hann næstum orðinn undir stóru stígvéh! Hann stökk upp á það og greip í reimina. Þannig þurfti hann ekki að vera eins hræddur um sig. Það var best að vera þarna þangað til síöar! Það reyndist vera annað stígvél Peters sem hann hafði stokkið upp á og á því hélt hann sér meðan Peter og Lena gengu um stórverslunina þar sem allir voru í jólaskapi. Hvar eru blöðrumar sem þú varst að tala um? spurði Peter þegar hann var búinn að kaupa þaö sem hann hafði lofað að kaupa fyrir mömmu sína. Sástu þær ekki? sagði Lena og fór að hlæja. Það stendur jólasveinn fyr- ir utan með fullt af blöðram. Komdu, við skulum flýta okkur til hans áður en hann er búinn að gefa þær allar! Fyrir utan stórverslunina stóð jóla- sveinn með hvítt skegg. Hann var í síðum, rauðum frakka. í annarri hendinni var hann með margar blöðrur sem hann gaf svo með hinni. Við grind við hliðina á honum voru bundnar margár blöðrur sem bærð- ust til í golunni og minntu á stórt, marghtt ský. Gleðileg jól! sagði jólasveinninn í hvert skipti sem hann gaf barni blöðru. Það stóð GLEÐILEG JÓL á öhum blöðrunum. Bömin hlógu og hrópuðu og sum þeirra minnstu grétu því þau lentu inn á milli þeirra stærri. Trille stökk af stígvéh Peters yfir á annan tréklossa jólasveinsins. En börnin þrengdu sér svo að jólasvein- inum að hann varð að klifra dálítið upp eftir langa rauða frakkanum hans tíl að vera hólpinn. Líth stúlka, sem var nýbúin að fá blöðru, kom auga á hann. Nei, sjáið þið hann? hrópaði hún. Sjáið hvað jólasveinninn er með á frakkanum sínum! Hún rétti fram höndina og ætlaði að grípa Trihe. í sömu hendi hélt hún á blööranni. Trihe var alveg að detta og í skyndi leitaöi hann eftir ein- hverju sem hann gæti gripið í. Hend- ur hans gripu um bandið á blöðrunni. Hann er lifandi! skríkti stúlkan og sleppti blöðrunni og allt í einu var rauða blaðran á leiðinni upp í loftið en Trhle herti takið á bandinu. Fólk hrópaði og benti og htla stúlk- an fór að gráta þangað th jólasveinn- inn gaf henni aðra blöðru í staðinn. Allt hafði þetta gengið svo .hratt fyrir sig að enginn hafði tekið eftir því sem gerst hafði. Nú verðurðu að halda fast í nýju blöðruna þína, sagði móðir litlu stúlkunnar. Já, en mamma, það var af því að litli dvergálfurinn tók hina! Dvergálfurinn! sagði móðir henn- ar. Það er víst best að við komum okkur heim því ég held að þú sért orðin þreytt, Lísa! En hátt fyrir ofan þau öll barst rauða blaðran með golunni og í band- inu hékk Trhle. Trhle leit niður til jarðar. Þarna langt, langt fyrir neðan lágu mörg hús og götur sem bhar og strætis- vagnar óku um. Allt sýndist þetta mjög lítið og smám saman varð það enn minna eftir því sem blaðran barst lengra fá bænum. Hann leit th ahra hhða. Það var enn þá bjart þótt fariö væri að kvikna á götuljósum og fólk væri byrjað að kveikja ljós í húsunum. Nú flaug hann ekki lengur yfir bæinn heldur út í sveit og þarna fram undan var skógurinn! Blaðran barst í áttina til hans. Það hði ekki á löngu þar th hún væri komin yfir hann. En hvað gagnaði það? Hann var hátt, hátt á lofti. Miklu hærra en þegar hann flaug á bakinu á Kláusi kráku. Hvemig átti hann að fara að því að fá blöðrana th að síga til jarðar? Hann reyndi að toga í bandið en þá fór hann bara að sveiflast fram og aftur og fékk óþægindatilfmningu í magann. Það var víst best að hanga hreyfmgarlaus.' Lækkaðu flugiö! kallaði hann th blöðrunnar. Fljúgðu niður að skógin- um og slepptu mér við Dvergálfahæö! En blaðran lækkaði ekki flugið. Hún hélt bara áfram yfir engin og síðan yfir skóginn. Þú ert svo heimsk! kallaði Trhle th rauðu blöðrunnar. Þú ert heimsk, heimsk, heimsk, heimsk, heimsk! Leyfðu mér að komast niður! Leyfðu mér að komast niður! Leyfðu mér! En hvað var nú þetta? Það kom fugl fljúgandi þama fyrir neðan. Hann virtist koma í áttina til hans og blöðrunnar. Gat það verið? Já, það var Kláus kráka. Það lék enginn vafi á því! Hann sleppti takinu á bandinu með annarri hendi og fór að veifa th hans... Kláus, Kláus, hýttu þér hingað. Flýttu þér! Hann gat ekki haldið sér lengi með annarri hendinni. Hann varð að hætta að veifa og taka með báðum höndum um bandið. Skyldi Kláus geta séð hann þótt hann veif- aði ekki? Hann þyrfti í rauninni að geta veif- að með báðum höndum en hvernig var það hægt? Jú, hann yrði að binda bandið um sig miðjan. Þá gæti hann veifað með báðum höndum og sprikl- að með fótunum. Hann færði sig dálítið upp eftir bandinu og vafði svo bandinu mörg- um sinnum um annan handlegginn. Svo tók hann með hinni hendinni í lausa endann sem hékk fyrir neðan hann og vafði honum margsinnis um mittið á sér og batt svo marga hnúta. Jæja, nú var þetta í lagi! Hann sleppti takinu á bandinu með annarri hendinni. Um leið fór dálítijl hrollur um hann. Hvað ef hnútamir hans væru nú ekki nógu vel hnýttir? Jú, þeir héldu! Hann hékk í bandinu og gat nú veifað með báðum höndum og spriklað með fótunum,- Nú var hann alveg viss um að þetta væri Kláus kráka og það var ekki annað að sjá en Kláus hefði komið auga á hann. Það var heppilegt að þú skyldir sjá mig, Kláus! hrópaði hann þegar Kláus var kominn alveg áð honum og fór að fljúga í kringum hann. Það getur nú ekki talist heppni, kallaði Kláus. Pippi sagði mér frá því. Hún sá hvað gerðist og flaug strax til mín. Nú sestu á bakið á mér, losar þig við blöðruna og svo . flj úgum við heim til Dvergálfahæðar! Skömmu síðar flaug Kláus beint upp undir Trille svo Trille gat sest á bakið á honum rétt fyrir aftan háls- inn. En þegar Trille ætlaði að losa bandið af mittinu gat hann ekki losað alla hnútana. Reyndu nú að flýta þér! Trille! hrópaði Kláus. Vertu nú dálítið snöggur. Ég flýti mér eins og ég get! hrópaði Trille. En ég get ekki losað mig við blöðruna. Það var nú verra, sagði Kláus. Þá verðurðu að halda-þér fast í mig og svo reyni ég að draga blöðruna niöur með okkur. Trille varð að taka á eins og hann gat til að geta haldið sér fóstum með- an gamla krákan flaug niður að skóg- inum með rauðu blöðruna í eftir- dragi. Hann var orðinn þreyttur í báðum höndum þegar Kláus settist loks fyrir framan Dvergálfahæð. Þakka þér fyrir! Án þess aö hugsa frekar um það stökk hann af bakinu á Kláusi og ætlaði að ganga burt í snjónum en um leið steig blaðran aftur upp og tók hann með sér. Æ, maginn á mér! hrópaði Trille. Hjálp, hjálp, nú flýgur þessi heimska blaðra aftur með mig. Bíttu bandið í sundur, Trille! Bíttu bandið í sundur! Það var Pippi sem flaug í kringum hann. Bíttu það í sundur! Á ég að bíta það í sundur? sagði Trille. Já, þú segir nokkuð! Nei, nei, ertu alveg genginn af vitinu? Þá dett ég niður! Á næsta augnabliki var Kláus kráka búinn að ná í hann. Kláus greip í bandið með stóra gogginum sínum og dró blöðrana niður þar til Trille sat á einni af grönnu greinun- um á gamla eikartrénu við Dvegálfa- hæð. Trille hélt sér fast í greinina meðan hann nagaði í sundur bandið með hvössu tönnunum sínum. Rauða blaðran steig hægt upp milh greina gamla eikartrésins en svo festist bandið um eina þeirra. Hún hékk því kyrr þar til eitt dvergálfabarnanna sótti hana um nóttina og fór með hana inn í Dvergálfahæð þar sem hún var bundin efst á stóra jólatréð og þar var hún þegar jólahaldið hófst í Dvergálfahæð á aðfangadagskvöld. Þýð.: ÁSG L LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í smíði stálhluta í undirstöður, stagfestur o.fl. vegna bygg- ingar 220 kW Búrfellslínu 3 (Sandskeið - Hamra- nes) í samræmi við útboðsgögn BFL-12. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík frá og með fimmtu- deginum 13. desember 1990 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2000. Smíða skal úr ca 50 tonnum af stáli sem Landsvirkj- un leggur til. Hluta stálsins skal heitgalvanhúða eftir smíði. Verklok eru 15. febrúar, 1. mars og 1. apríl 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en föstudag- inn .28. desember 1990 fyrir kl. 12.00 en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 13.30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík 10. desember 1990 Fást fyrir 6-12-24 eða 32 volta straum. Sendum í póstkröfu W LJOS & ORKA Skeifunni 19 Sími 91-84488 Kr. 8.500,- Kr. 8.500,- Handunnar rauðviðarklukkur frá Kaliforníu. Margar gerðir. _____ Verð frá kr. 5.500,-_ ^s&iaífs©3}@si o/ff ARMÚLA 8 - SlMI 82275 - 108 REYKJAVfK Tilvalin jolagjof
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.