Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 38
46 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Reykjavík fyrr og nú Gasstöðin við Hlemmtorg Gamla myndin mun vera ein af| þeim síöustu sem teknar voru afj Gasstöðinni áður en hún var rifin j áriö 1959. Síðan þá hefur vaxiö úr grasi heil kynslóð Reykvíkinga sem i hklega gera sér enga grein fyrir því að þar sem nú er Lögreglustöðin í' Reykjavík stóð áður fyrsta eigin- lega stóriðjan hér á landi, Gasstöð- in sem sá Reykvíkingum fyrir ljósi, húshitun og hita til eldamennsku í áratugi. Vanþekking unga fólksins í þess- um efnum breytir þó ekki þeirri staðreynd að hér í bcrginni eru enn í fullu íjöri einstakhngar sem eru iðnlærðir gaslagningarmenn þó þeir af skiljanlegum ástæðum starfi ekki enn við þá iðngrein. Gasstöðin var byggð í landi Klæðaverksmiðjunnar Iðunnar og tók til starfa sumarið 1910. Hún starfaði til ársins 1955 en mikilvæg- DV-mynd Gunnar V. Andrésson Gömul mynd frá embætti gatnamálastjóra - Ljósmyndasafn Reykjavíkur- borgar ast var hlutverk hennar fyrsta ára- tuginn áður en Elhðaámar voru virkjaðar. Deilt um Gasstöðina Ákvörðun um uppsetningu og rekstur gasstöðvar í Reykjavík gekk þó ekki hávaðalaust fyrir sig en um hana var hart deilt í bæjar- sjórn og annars staöar manna á meðal í a.m.k. þrjú ár áður en stöö- in komst í gagniö. í fyrsta lagi greindi menn á um það hvor kosturinn sýndi meiri fyrirhyggju, að koma upp gasstöð eða virkja Elliðaámar, en á þeim árum gerðu menn sér ekki grein fyrir því að hægt yrði að nota raf- magn til annars en lýsingar. Þá deildu menn um samning bæj- arstjómarinnar við þýska fyrirtæk- ið Carl Francke sem á endanum sá um uppsetningu stöðvarinnar og rekstur hennar fyrstu sex árin. Meginrökin fyrir gasstöðinni vom þau að gasnotkun yröi mun ódýrari en rafmagn og yrði því til KÆLISKÁPAR FRYSTISKÁPAR 0G MARGT FLEIRA ELDAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLAR ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR 0G OFNAR *Engin útborgun ef þú kaupir fyrir meira en 200 þús. kr. Þá getur þú skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði og fyrsta greiðsla yrði eftir einn mánuð. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ. MIBM &SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARD Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson hagsbóta fyrir efnaminxú fiölskyld- ur en eindregnustu málsvarar stöðvarinnar voru Páh Einarsson borgarstjóri, Knud Zimsen verk- fræðingur og síðar borgarsjóri og Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenrétt- indakona. Móbrennsla og brauðgerð Einn helsti galli Gasstöðvarinnar sem orkugjafa kom hins vegar ber- lega í ljós á ámm fyrri heimsstyrj- aldarinnar en hann fólst í þeirri staðreynd að stöðin var háð að- flutningi á kolum sem þá vom af mjög skornum skammti. Þá var gripið til þess ráðs að brenna mó sem tekinn var úr Kringlumýrinni og reyndist hann mun betur til gasframleiðslu en menn höfðu buist við. Á þessum árum var svo starfrækt brauðgerð í Gasstöðinni í því skyni að nýta hitann til hins ýtrasta og gafst það vel. Fyrstu tveir gasstöðvarstjórarnir voru þýskir en árið 1919 varð Brynjólfur Sigurðsson gasstöðvar- sfióri. Brynjólfur hafði stundað verklegt nám í þremur gasstöðvum í Noregi en hann var sonur land- vamarmannsins Sigurðar Jens- sonar, prófasts og alþingismanns í Flatey á Breiðafirði. Gasstöðvar- sfiórinn átti heima í stöðvarsfióra- húsinu sem enn stendur á horni Rauðarárstígs og Hverfisgötu. Koparbólur og umferðarskilti Lengst til vinstri á gömlu mynd- inni sér á leigubíla á Hlemmtorgi en þar hafði Hreyfih þá aðra sína aðalbækistöð. Frá sjónarhóh umferðarmála er tvennt athyglisvert við gömlu myndina. Annars vegar koparból- umar í malbikinu, sem þá að- greindu gangbrautir, en hins vegar gömlu umferðarskiltin með áletr- unum eins og sjá má á horni Rauð- arárstígs og Hverfisgötu. Lögreglustöðin er óneitanlega mun stærri bygging en gamla Gas- stöðin en skyldi hún vera svip- meiri? Dæmi nú hver fyrir sig. r (m .IFWSl] 1 Honum fannst í lagi að keyra heim... Eftireinn-ei aki neinn! iJUMRERÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.