Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Erlendbóksjá Frá fyrra heimsstríði í þessu safnriti birtast sýnis- horn ritverka eftir meira en átta- tíu höfunda. Hér ægir saman brotum úr skáldsögum, bréfum, ritgerðum og dagbókum. Hið eina, sem sameinar höfundana, er hrikaleg reynsla af stríðinu sem átti að enda öll stríð, fyrri heimsstyrjöldinni. Inn á milli eru kaflar úr verkum heimsfrægra listamanna. Nægir að nefna Colette, D. H. Lawrence, Jules Romains, Rosu Luxemburg, Erich Maria Remarque, Jaroslav Hasek, Robert Graves, Siegfried Sassoon, Joseph Conrad, Ernest Hemingway, Céline, Paul Klee, William Faulkner. Það er vissulega forvitnilegt að kynnast því með- hve ólíkum hætti höfundar meðhöndluðu í verkum sínum þá hrikalegii tíma þegar blómi evrópskrar æsku lét lífið í skotgröfum fyrra heims- stríðsins. Á hinn bóginn gefa sýnishornin oftar en ekki afar takmarkaða mynd af þeim verkum sem þau eru hluti af. í því felast reyndar almennt gallar sýnisbóka af þessu tagi. THE PENGUIN BOOK OF FIRST WORLD WAR PROSE. Ritstjórar: Jon Glover og Jon Sllkin. Penguin Books, 1990. Sígild bamabók Rúm öld er liðin frá því Louisa May Alcott sendi frá sér skáld- söguna Little Women. Hún birtist í tvennu lagi árin 1868 og 1869 og hlaut þegar geipimiklar vinsæld- ir. í sögunni, sem Louisa byggði á persónum og atburðum úr eigin lífi, segir frá æskuárum fjögurra að ýmsu leyti ólíkra systra sem alast upp á fátæku heimili. Ein systranna, Jo, er eins konar sjálfsmynd höfundarins. Alcott-fjölskyldan bjó í Concord í Massachusetts í Bandaríkjun- um og voru systurnar fjórar eins og í sögunni. Louisa var önnur í röðinni og hlaut menntun hjá fóð- ur sínum sem hélt að henni ritum bandarískra höfunda á borö við Enjerson, Hawthorne, og Thore- au. Hún þurfti að vinna margvísleg störf til að hjálpa fjölskyldunni fjárhagslega, gerðist hjúkrunar- kona í borgarastyrjöldinni og sagði frá þeirri reýnslu í fyrstu bók sinni. Síðan skrifaði hún nokkur skáldverk, en það var fyrst með Little Women sem hún sló í gegn. Þetta er vönduð útgáfa sögunn- ar. Henni fylgir ítarlegur formáli og skýringar í bókarlok. LITTLE WOMEN. Hölundur: Louisa May Alcott. Penguln Books, 1990. Helstu kiljumar hjáBretum!990 Árið er að renna sitt skeið á enda og hefðbundin upprifjun góðs og ills á árinu er víða í garigi. Gagnrýnendur breskra blaða hafa undanfarið litið yfir bókauppskeruna 1990 en hún er sem kunnugt er nokk- uð jöfn yfir árið þar á bæ. Virt breskt bókablað hefur þannig birt lista um ríflega 50 pappírskiljur sem taldar eru þær helstu á árinu. Margar þeirra hafa verið og eru til sölu í bókaversl- unum hér. Allnokkrar kiljanna hafa auk heldur komið.fil umljöllunar í Erlendri bóksjá DV á árinu. Kíkjum því aðeins nánar á þessa góðbókaskrá. Skáldsögur Ríflega tuttugu skáldsögur eru á listanum. í þeim félagsskap eru: Fire Down Below, lokabindið í þrí- leik William Golding um sögulega siglingu ungs Englendings frá Bret- landi til Ástralíu. Any Old Iron þar sem Anthony Burgess fylgir sverði Artúrs kon- ungs, Excalibur, gegnum aldirnar. Focault’s Pendulum sem hefur að -geyma spennandi för söguhetju Um- berto Eco hins margfróða gegnum þoku hindurvitna og samsæriskenn- inga að fornu og nýju. A History of the World in 10 '4 Chapters þar sem Julian Barnes ýtir úr vör á örkinni hans Nóa og siglir svo gegnum tíðina. Billy Bathgate, snjöll frásögn E. L. Doctorow af ungum dreng sem elst upp uridir verndarvæng alræmds mafíuforingja í New York. Split Images, nýjasta spennusaga Elmore Loenard, eins besta spennu- sagnahöfundar Bandaríkjanna um þessar mundir. My Secret History, sem gagnrýn- endur telja bestu skáldsögu Paul Theroux. Á listanum eru tvær sögur sem þýddar hafa verið á íslensku: The Russia House, nýjasti njósnareyfari John le Carré, og endurminningar yfirþjóns Kazuo Ishiguro í The Remains of the Day. Góðar ævisögur Margar frábærar ævisögur komu út í paþpírskiljum á árinu á Bret- landi. Á áðurnefndum lista eru m.a. ævi- sögur nokkurra skálda: Fyrsta bindi ævisögu rithöfundar- ins Graham Greene eftir Norman Sherry. Við bókarlok er Greene orð- inn 35 ára. The Search for Love, fyrsta bindi ævisögu írska skáldsins Bernharu Shaw eftir Michael Holroyd. Kunn bók Ian Gibsons um ævi Fed- erico Garcia Lorca. Ævisaga Simone de Beauvoir eftir Claude Francis og Fernande Contier. Og tvær sjálfsævisögur núlifandi bandarískra rithöfunda: Self-Con- ciousness eftir John Updike og The Facts eftir Philip Roth. Þá kom fyrsta bindi ævisögu Mac- millans, fyrrum forsætisráðherra Breta, eftir Alistair Horne, út í kilju á árinu. Það nær til ársins 1956. Fræði- og ferðabækur Loks er ástæða til að nefna nokkrar fræði- og ferðabækur sem áðurnefnt blað taldi með þeim bestu á árinu. Citizens eftir Simon Schama er þar' efst á blaði, en þar er fjallað um frönsku stjórnarbyltinguna á gagn- rýninn hátt. Tvær bækur um síðari heimsstyrj- öldina. Annars vegar The Second World War eftir John Keegan, en hún er sögð besta úttekt á hernaöarátök- unum sem gerð hafi verið til þessa. Hins vegar Wartime: Understanding and Behaviour in the Second World War eftir Paul Fussel sem sýnir fram á langvarandi neikvæð áhrif styrj- aldarinnar á hugsunarhátt og hegð- an manna. All the Wrong Places eftir ljóð- skáldið og blaðamanninn James Fen- ton er merkilegt safn ritsmíða hans um sögulega viðburði sem hann var sjálfur vitni að, svo sem falli Saigon- borgar og flótta Markosarhjónanna frá Filippseyjum. William Ðalrymple segir frá merkri ferð sinni í fótspor Marko Polo frá Jersúsalem til Peking í In Xanadu, og Carló Gébler lýsir öku- ferð um Kúbu Kastrós í Driving Through Cuba. Þetta eru sem sagt nokkrar þeirra pappírskilja sem komið hafa út á Bretlandi á því herrans ári 1990 og merkilegar teljast. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Umberto Eco: FOUCAULTS PENDULUM. 2. Terry Pratchett: GUARDSt GUARÐS! 3. Catherlne Cookson: THE BLACK CANDLE. 4. Michael Dobbs: HOUSE OF CARDS. 5. Barbara Taylor Bradford: THE WOMEN IN HIS LIFÉ. 6. Rosamunde Pllcher: THE BLUE BEDROOM. 7. Jenniler Lynch: THE SECRET DIARV OF LAURA PALMER. 8. Sue Townsend: TRUE CONFESSIONS OF ADRIAN ALBERT MOLE. 9. Stephen Klng: THE DARK HALF. 10. J. Barnes: A HISTORV OF THE WORLD IN 107, CHAPTERS. SUNDAY BOOK. 9. C. Peattle & R. Taylor: ALEX III: SON OF ALEX. 10 Tom Jalne: THE GOOD FOOD GUIDE 1991. (Byggt á The Sunday Tlmes) Bandaríkin Skáldsögur: 1. V.C. Andrews: DAWN. 2. Dean R. Koontz: THE BAD PLACE. 3. Danielle Steel: DADDY. 4. Johanna Lindsey: GENTLE ROGUE. 5. Phlllp Frledman: reasonAble doubt. 6. Slephen King; THE DARK HALF. 7. Joe Weber: DEFCON ONE. 8. Tom WoHe: THE BONFIRE OF THE VANITIES. 9. Stephen King: IT. ' Rít almenns eðlis: 1. Giles: GILES CARTOONS. 2. Hannah Hauxwcll: SEASONS OF MY LIFE. 3. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 4. Oenis Healey: THE TIME OF MY LIFE. 5. Robln Day: THE GRAND INQUISITOR. 6. S. Fry & H. Laurle: Á BIT OF FRY AND LAURIE. 7. Chrls Oonald: THE VIZ BILLY THE FISH FOOT- BALL YEARBOOK. 8. 8111 Watterson: THE CALVIN & HOBBES LAZY 10. Aríhur C. Clarke & Gentry Lee. RAMA II. 11. Davld Eddlngs: SORCERESS OF DARSHIVA. 12. Cllve Barker: THE GREAT AND SECRET SHOW. 13. Victoria Holt: THE CAPTIVE. 14. Jennlter Lynch: THE SECRET DIARY OF LAURA PALMER. 15. Altan Gurganus: OLDEST LIVING CONFEOERATE WIDOW TELLS ALL. Rit almenns eðlis: 1. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 2. Jill Ker Conyvay: THE ROAD FROM COOHAIN. 3. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 4. Patty Duke & Kenneth Turan: CALL ME ANNA. 5. Thomas L. Friedman: FROM BEIRUT TO JERUSALEM. 6. Michael Lewis: LIAR’S POKER. 7. Cllft Stoll: THE CUCKOO’S EGG. 8. R. J. Groden & H.E. Livlngstone: HIGH. TREASON. 9 Anals Nln. HENRY AND JUNE. 10. Stephen Hawking: A BRIEF HISTORY OF TIME. 11. Tracy Kldder: AMONG SCHOOLCHILDREN. (Byggl á Nsw York Times Book Reviow) Danmörk Skáldsögur: 1. Jorn Rlel: SKR0NER FRA ET REJSELIV. 2. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 3. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 4. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERNE. 5. Isabel Allende: EVA LUNA. 6. Ib Michael: KILROY KILROY: ’ 7. Benazir Bhufto: 0STENS DATTER. 8. Slmon Wiesenthal: RETFÆRDIGHED - IKKE HÆVN. 9. Peler Hoeg: FORESTILLING OM DET TYVENDE ARHUNDREDE. 10. Ib Michaol: KEJSERFORTÆLLINGER. (Byggt á Politlken Sendag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson .........I Svik og njósnir Jack Higgins, sem frægastur er fyrir stríðssöguna The Eagle Has Landed, fjallar í þessari nýju spennusögu um njósnir, svik og ástir í síðari heimsstyrjöld- inni. Þegar sagan gerist eru banda- menn í óða önn aö undirbúa innr- ás á meginland Evrópu, D-daginn svonefnda. Þeim er mikiö í mun að blekkja andstæöinginn og láta hann búa sig undir innrás á öðr- um staö en þar sem fyrirætlað er að leggja að landi. Um sama leyti er Rommel hers- höfðingi, sem Hitler hefur falið að undirbúa varnir Þjóðverja gegn innrásarliðinu, með mikil- vægan undirbúningsfund sem bandamenn vilja fá fréttir af. Njósnarar eru sendir yfir Erm- arsundið. En fljótlega kemur í ljós aö ekki er allt sem sýnist og maðkur í mysunni hjá njósnafor- ingjum bandamanna sem víla ekki fyrir sér að senda fólk í klærnar á Gestapo ef þaö þjónar „æðri“ markmiöum. Þetta er spennandi saga, eins og við mátti búast, en jafnframt trúverðug. COLD HARBOUR. Höfundur: Jack Higgins. Pann Dulspeki íslams Þótt hátt í áttatíu ár séu liðin frá því að þessi bók kom fyrst út er hún enn í dag talin með ein- fóldustu og skýrustu úthstunum vestrænna manna á dulspeki ísl- ams. Höfundurinn, Nicholson, var á sinni tíö fremstur sérfræö- inga á vesturlöndum í sufisma, en svo nefnist dulspeki íslams, og ritaði þar um margar bækur. Sufisminn, sem reyndar hefur einnig náð hugum ýmissa sem ekki játast undir íslam, á rætur sínar að rekja aftur til Múhameös spámanns. En þar gætir einnig áhrifa frá öðrum trúarbrögðum, þar á meðal frá kristni. Dulspekin náði fljótt verulegri útbreiðslu, ekki síst á tímum ver- aldlegrar eymdar, stríðs og hung- urs, og á sér enn marga iðkendur. Nicholson rekur hér megin- þætti sufismans, með ítarlegum tilvitnunum í Kóraninn og önnur rit íslams, og vísar lesendum inn á það einstigi sem. þræða verður til aö ná leiðarenda - en þá hefur sálin aðskilið sig frá öllu því sem ekki er guö og þar með sameinast honum með einum eða öðrum hætti. THE MYSTICS OF ISLAM. Höfundur: Reynold A. Nicholson. Penguln Books, 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.