Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Ferdir Kaupmannahöfn: Evrópa: Snjónum kyngir niður Samkvæmt tíðindum frá síöustu viku snjóar enn í Evrópu og snjónum kyngir niður á helstu skíðasvæðun- um í Ölpunum. Þetta þykja góð tíð- indi fyrir skíðaunnendur sem sjá fram á góða vertíð í Evrópu eftir þrjá snjólausa vetur í röð. Gestgjafar á skíðastöðum Evrópu núa saman höndunum og setja sig í stellingar til þess að taka móti stærri hópi gesta en þeir hafa séð í mörg ár. -Pá Ferðaskrifstofa Vestfjarða: Kvartmilljón fyrir upplýsingar Hlynur Þór Magnússon, DV, ísaf.: Upplýsingamiðstöð ferðamála hef- ur ákveðið að veita Ferðaskrifstofu Vestijarða 250 þúsund króna styrk fyrir veitta þjónustu við gesti og gangandi' síðastliðið sumar. Er þetta viðurkenning á því að ferða- skrifstofan sé upplýsingamiðstöð en aðstandendur hennar hafa löng- um bent á þann mikla tima sem fer í að sinna almennri upplýsinga- miölun án þess að greiðsla komi fyrir. Iitlahafmeyjan verður kyrr Þeir sem standa fyrir þátttöku Dana í heimssýningunni í Sevilla á Spáni 1992 töldu sig hafa fengið frá- bæra hugmynd til þess að tryggja aðsókn að danska básnum. Það átti að taka litlu hafmeyjuna af stalli sínum við Löngulínu og koma henni fyrir á sýningarsvæðinu. Þetta hefði þýtt fjögurra til sex mánaða fjarveru fyrir þetta fræg- asta tákn Kaupmannahafnar. Nú hefur verið falliö frá þessum áformum og þeir sem heimsækja Kaupmannahöfn á komandi árum geta andað léttar. Sú litla verður á sínum stað. Yfirvöld, sem ráða skipulagsmálum í Kaupmanna- höfn, þvertóku fyrir að þetta yrði látið eftir skipuleggjendum sýning- arinnar. Áætlanir gera ráð fyrir að á næstu tveimur árum fjölgi ferða- mönnum, sem heimsækja Kaup- mannahöfn, um 118.000. Tæplega 8.000 heföu hins vegar hætt við að koma ef hafmeyjan hefði skroppið til Spánar. „Mjög margir ferðamenn koma til Kaupmannahafnar bara til þess að fara í Tívolí og sjá litlu haf- meyjuna," sagði Lars Engberg, yfirmaður skipulagsmála í Kaup- mannahöfn. „Okkur var boðiö að fá eftirlíkingu af hinni raunveru- legu hafmeyju til þess að setja á steininn við Löngulínu á meöan en mér finnst að miklu betra sé að senda eftirlíkinguna til Spánar." -Pá FYLLINGÁREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu verði. Gott efni, lítil rýmun, frostþolið og þjappast vel- Ennfremur höfum við fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöfða 13 - sími 681833 Fleiri ferðamenn sóttu Vestfirði heim í sumar en nokkru sinni áður. Vestfirðir: Westem Horizon Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafírði: Ferðamálasamtök Vestfjaröa hafa á síðustu árum beitt sér fyrir ýmsum nýjungum í feröaþjónustu á Vest- fjörðum. Þar má nefna skipulagða ferð undir nafninu Western Horizon sem komið var á síðasliðið sumar. Að.sögn formanns samtakanna, Ás- laugar Alfreðsdóttur, hótelstjóra á ísafirði, beittu Ferðamálasamtök Vestfjarða og Vesturlands sér fyrir þessum ferðum til þess að sýna öðr- um ferðaskrifstofum fram á aö hægt væri að efna til ferða um Vestfirði en á því virtist sumum leika nokkur vafi. Samtökin tóku þarna fjárhags- lega áhættu en uppskáru erfiði sitt því ferð þessari var vel tekið þegar hún var kynnt fyrir ferðaskrifstofum í haust og verður hún með í dæminu næsta sumar líka. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjaröa fyrir skömmu. „Ég held að ferðaskrifstofur séu farnar að skammast sín fyrir að hafa ráðið ferðalöngum frá að sækja Vest- firöi heim af því að þar væri alltaf kuldi og þoka,“ segir Pétur Bjarna- son sem sæti á í stjórn Ferðamála- samtakanna. „Það eru allir samm- mála um aö það hafi verið meiri umferð ferðamanna um Vestfirði síð- asta sumar en nokkru sinni fyrr. Við verðum einnig vör við meiri áhuga sveitarstjórnarmanna á aö leggja ferðamálum lið og þaö kom meðal annars fram í máli Haraldar L. Har- aldssonar bæjarstjóra á ísafirði á aðalfundinum,“ sagði Pétur. En Ferðamálasamtökin hafa enn næg verkefni og eitt af þeim er að fá ferðamálafulltrúa í starf á Vestfjörö- um. Ekki er langt síðan annað bar- áttumál þeirra komst í höfn: tjald- stæði viö Menntaskólann á ísafirði. Þau hafa þegar sannað gildi sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.