Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. ' ' / n u /. t i i Vísnaþáttur Ekki er rímtíðin öll Ekki munu margar bækur hafa komið út á þessu hausti þar sem leita mætti fanga í rímvísnaþátt með gamla laginu. Eina hef ég þó fundið eftir Valdimar Lárusson, sem lengi hefur verið búsettur í Kópavogi, fæddur 1920 að Efra- Vaðh á Barðaströnd, en misti snemma foreldra sína og ólst upp í Reykjavík. Lögregluþjónn er hann að atvinnu og kunnur sem leikari. Rjálað við rím og stuðla heitir bókin. Kynni hana án sam- ráðs við höfundinn. Vetrarþrautir þverra brátt, þögn og myrkravéldi. Klakaþökin smátt og smátt smækka í sólareldi. Vorið tekur völdin þá, vermir kalda moldu, sendir geisla sóhn á svellum þakta foldu. Valdimar mun vera einn þeirra sem trúa á framhaldslíf dýra sem manna. Hér minnist hann góð- hests: Þín í ljóði langar mig htið eitt að minnast. Eftir genginn ævistig oft er gott að finnast. Þegar lipur lékstu á grund, létti geði mínu. Oft ég marga unaðsstund átti á baki þínu. Bjart er um þig, Blesi minn, brestur ljóða kraftur. Fagri, prúði fákurinn, finnumst bráðum aftur. Stiklað á stuðlum Vísnaþáttur son, gaf og út ljóðakver fyrir jólin í fyrra. Hann er fæddur að Eiríks- bakka í Árnessýslu 1916. Frá hon- um hnupla ég eftirfarandi stökum: Er við höldum heilög jól hýrna bros á hvarmi. Þá mun lífsins ljúfa sól leiftra í hverjum barmi. Láttu anda af lífi og yl lífsins þrótt og gleði. Ef á vanda verða skil vakna ég hress á beði. Sjáðu fegurð fjallahrings fannir tinda skrýða. Yngir sálu Ámesings æskusveitin fríða. Stiklað á stuölum heitir bókin. Ég hef áöur ritað um andúð Ólafs Friðrikssonar ritstjóra á hugtakinu alþýðuskáld, annaðhvort eru menn skáld eða ekki^ lærdómur og skóla- ganga kemur þar ekki við mál, sagði hann. Ég er sama sinnis. Það er og fjarstæða að flokka menn eft- ir þvi hvort þeir yrkja um alþýðu- fólk eða ekki. Skáldin ólærðu Núna í jólakauptíðinni kom út tæplega fjögra hundraða síðna bók sem Steinun Eyjólfsdóttir hefur safnað til og heitir íslensk alþýðu- skáld, ljóð eftir 100 höfunda, og merkt sem fyrsta bindi, útgefandi er Hildur. Upplýsingar eru stutt- orðar, en glöggar það sem þær ná, örlagaártölin, fæðingarár, og dán- arár, ef það á við. Hér eru bæði lausavísur og rímuö kvæði. Ég hef flett bókinni, tilviljun ræður mestu um hvar ég nem staðar. Amheiður Guðjónsdóttir, f. 1915, húsfreyja á Jökuldal, yrkir: Fagrar vonir féllu í val. Frusu í augum tárin. Kæruleysiskufli skal kasta yfir sárin. Björg Bjamadóttir, f. 1901, Borg- firöingur, nú í Reykjavík: Það má ekkert skuggaský skyggja á farna vegi. Brúðarvöndinn bætist í blóm á hverjum degi. Þó átt hafi ég afbragðsmann og annað sem mig lysti, samt er ég enn að syrgja hann sem ég aldrei kyssti. Björn Guðmundsson, f. 1917, verkamaður á Akranesi: Fögnuð vekur fuglakvakið, frjáls og mild er nóttin bjarta. Ennþá getur vorið vakiö von og þrá í mínu hjarta. Margrét Guðjónsdóttir í Dals- mynni á Snæfellsnesi, f. 1923, var spurð hvemig eiginmaður ætti að vera. Hún svaraði: Hann á að sjá um heimarann- inn, hugsa vel um búskapinn. Eiga vh ég eiginmanninn eins og Guðmund bónda minn. Valborg Bentsdóttir, f. 1911, kennari í Reykjavík, las þetta úr ásjónu ungs barns: Þá opnuðust bláu augun þín og mig spurðu: Er sorgin blind? Horfðu nú á mig, móðir mín, og mér svo tjáðu, hvort er ég synd? Hér er ein vísa eftir Valbjörgu Kristmundsdóttur, f. 1910, búsett lengi á Akranesi. Hún er alsystir Steins Steinarrs skálds: Sighr knár þótt svigni rár, sýpur tár og hvessir brár. Hleypir klár um klakagljár, kveikir þrár þótt gráni hár. Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi Annar kunnur Kópavogsbúi og iðjuhöldur, Sveinn A. Sæmunds- TILISLENSKU BOKMENNTAVERÐLAUNANNA SEM FORSETIISLANDS VEITIR. PERLUR ÍNÍTTÚKU ÍSLANDS Fegurð landsins er meginstef þessarar bókar og aldrei hefur íslenskt landslag birst mönnum á prenti á jafn áhrifamikinn hátt. Þetta verk dýpkar skilning okkar á landinu svo við fáum enn betur notið samvistanna við það. HVERSDAGSHÖLLIN er saga um íslenska fjölskyldu, drauma og þrár, vonbrigði og gleði. Þetta er í senn grátbrosleg og grípandi bók, skrifuð á þann hátt sem Pétri Gunnarssyni einum erlagið. Bók sem ber þess vitni að Kristján Árnason hefur óvenjulegt vald á hefð Ijóðlistarinnar sem og nýjungum hennar. Tónninn er stundum hátíðlegur og stundum galsafenginn, en alltaf sannur. Fjölbreytt og hrífandi Ijóðabók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.