Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Side 22
Tískujólagjafir: Fótanuddtæki, ljós- álfar og fleira gott Hugtakið tískujólagjöf er eflaust til- tölulega nýtt í. málinu. Fyrir eitt- hundraö árum hafa kerti og spil eflaust verið sú jólagjöf sem flestir fengu eins og segir í þekktu kvæði. Eftir því sem leið á öldina fetaði þjóð- félagið sig hægt og rólega eftir ein- stiginu frá örbirgð til allsnægta og að sama skapi jókst framboð hvers kyns neysluvara sem flokkuðust áö- ur undir óþarfa eða munað. Fróðir menn fullyrða að fyrir um 20-25 árum hafi jólagjafir veriö frem- ur fábreyttar. Heimilisfaðirinn fékk sinn reyfara eftir McLean heitinn ásamt bindi og sokkum. Húsmóðirin fékk nýjan greiðsluslopp, ástarsögu og ilmvatnsglas. Börnin fengu barnabækur, föt og ef til vill kassa með Legokubbum og piparkökuhús. Frá þessum tíma má einnig minna á borvélamar sem um tíma þótti sjálfsögð og eðlileg jólagjöf fyrir handlaginn heimilisfoöur. Carmen hárrúllusett sem var rafknúið og rúllumar settar sjóðandi heitar í hárið á þolandanum var einnig sjálf- sagður hlutur á hverju heimili og pottþétt jólagjöf fyrir heimasætur og húsmæður. Hagnýtargjafir ekki í tísku En neysluþjóðfélagið tekur líka breytingum og með hverju ári verður erfiðara að gefa hagnýtar jólagjafir því allir virðast eiga allt til alls. Auk- inheldur finnst hinu afsleppa al- menningsáhti um þessar mundir hallærislegt að gefa hagnýtar jóla- gjafir. Enginn ærlegur heimihsfaðir og eiginmaður þorir aö gefa konunni hrærivél eða ryksugu í jólapakkann og borvél í pakka pabbans er á mörk- um þess þolanlega. Jólagjafir nútím- ans eiga aðvera „persónulegar", eitt- hvaö sem auðgar sál eða hkama við- takandans. Allir í fótanudd Það voru eitthvað einkennilegar aðstæður í þjóðfélaginu haustið 1982. Þegar leið aö jólum virtist enginn finna jólagjöf sem hentaöi. Stefnu- laust ráp milli búða og auglýsinga- lestur bar engan árangur og fólk sem hafði nægan pening handa í milh var aö missa vonina. En þá birtist ljós- glæta við sjóndeildarhring. Raf- tækjainnflytjandi nokkur auglýsti til sölu fótanuddtæki. Þessari nýlundu var fylgt eftir með afar einkennilegri sjónvarpsauglýsingu þar sem kona og hundur sátu saman í sófa og nutu lífsins. Hundurinn hundalífsins en konan þess að láta áhaldið góða nudda á sér fætumar. Vonglaðir íslenskir neytendur hröðuðu sér tindilfættir th næstu raftæKjaverslunar og fengu að líta á r—rss Draumaneytandinn með nokkrar tískujólagjafir. gripinn. Þetta reyndist vera blá- grænn stampur með upphleyptum þófum fyrir fæturna. A sérstöku stjórnborði milli fótanna var gang- setningarhnappur og hraðastillir í einum rofa. Setja átti volgt vatn í tækið og ræsa það síöan. Litill raf- mótor sá um að valda hröðum titr- ingi á tækinu og vatninu sem var í því. Nokkrar minútur á dag áttu að gera kraftaverk, hna þjáningar og auka velhöan. Yfirvinnuþreyttir íslendingar gripu apparatið eins og drukknandi maður björgunarhring. Þetta var nákvæmlega það sem allar frænkur. mömmur, afar og pabba í landinu hafði allan tímann vantað án þess að gera sér grein fyrir því. Upphófst nú mikiö kaupæði. Innflytjandi fótanuddtækjanna vissi ekkert hvaðan á hann stóð veðr- iö þegar tækin fóru að seljast eins og hjólið væri að koma á markað í fyrsta sinn. Aukasendingar voru fengnar frá útlöndum og framleið- andinn veitti íslandi sérstaka viður- kenningu vegna gifurlegrar út- breiðslu. Fögnuðurinn var ekki eins mikih á aðfangadagskvöld þegar í Ijós kom að margir höíðu fengið sömu hugmyndina. Fótlúnar frysti- húsakonur áttu aht í einu þrjú eða fjögur fótanuddtæki og gátu nuddaö fætur sína á vöktum allan sólar- hringinn. Nýjabrumið varð síðan fljótlega að kvöð. Fótanuddtækin reyndust þeg- ar th koma ekki vera þær undra- maskínur sem haldið var og voru bilanagjörn í þokkabót. Þess utan kom í ljós að eldra fólk sem var með of háan blóðþrýsting og æöahnúta þoldi vistina í tækinu ekki nema í meðallagi vel. Skammast sín fyrir Enginn maður minnist á fótanudd- tæki í dag en haft er fyrir satt að eitt eða fleiri leynist í geymslunni á hveiju einasta heimhi á íslandi. Hrekkjalómar hafa stundum gert einhverjum kunningja sínum grikk með því að auglýsa eftir notuðu fóta- nuddtæki th kaups í hans nafni. Sá sem verður fyrir slíku verður að ílytja að heiman um tíma til þess að fá frið. Stöku sinnum sést notað fóta- nuddtæki auglýst til sölu ásamt öðru dóti. Kannski á sú tíö eftir að renna upp að þessum þarfa hlut verði kom- iö fyrir á heiðursstalli á tæknisafni framtíðarinnar. Aörir og hagsýnni eigendur hafa fundið önnur not fyrir áhaldið. Það er ágætur blómapottur og mjög hent- ugur sandkassi fyrir heimhisköttinn. Þannig hefur hugvitssemi landans að nokkru leyti nýtt þessa fjárfest- ingu upp á tugi mihjóna. Höggvið í sama knérunn Næstu ár eftir að fótanuddtækin komu, sáu og sigruðu, reyndu marg- ir að leika sama leikinn og koma á markaöinn hinni endanlegu jólagjöf. Margir muna eftir litla ljósálfinum, nettum lampa sem var festur á bók- ina sem lesin var í rúminu. Sá varð vissulega vinsæll en ekkert í líkingu við blágrænu stampana. Árið sem sparðatíningsspilið Tri- vial Pursuit kom á íslenskan jóla- markað var gott ár. Allir gátu spreytt sig í jólaboðum á fáránlegum spurn- ingum um litinn á bhnum sem ók á Bobby Éwing og fyrir hvað H.G. í nafni H.G. Wells standi. (Herbert George). Þetta sniöuga sph höfðaði sterkt til menningarsnobbsins í land- anum sem vhl endhega geta staðið undir ímyndinni um fjölfróöa lestr- arhesta viö ysta haf. Þannig sjá ís- lendingar sjálfa sig og Trivial spilið leiddi í ljós að þeir vissu öll svörin en vantaði bara réttu spumingarnar. Viltu bumbúbana? Nú þegar jóhn eru á næsta leiti er ef til vill rétt að leiða hugann að tískujólagjöf ársins. Hún er ekki fundin enn og valt að spá um hvort nokkur getur gert tilkall til nafn- bótarinnar. Þó er rétt að benda á bumbubanann. Sérfræðingar eru sammála um aö dularfullt áhald sem getur án fyrir- hafnar eða áreynslu stuðlað að því að fólk líti betur út, grennist, verði fegurra eða líði betur á einhvern hátt sé ákjósanlegasta jólagjöf sem völ er á. Bumbubaninn fellur undir þessa skilgreiningu. Eftir þvi sem næst verður komist er það áhald sem framsettir skrifstofumenn geta setið með í fimm mínútur á dag og gert einhverjar æfingar og bingó, bumb- an hverfur. Engin fyrirhöfn, líkams- rækt og erfiði. Bumbubaninn vinnur fyrir þig. Þar sem ekki kunna allir viö að gera athugasemdir við holdafar sinna nánustu en láta verkin tala er viðbúið að margir karlmenn á við- kvæmum aldri sitji uppi með fleiri en eitt og íleiri en tvö eintök á að- fangadagskvöld. Ekkert óttast ég meira en einmitt það. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.