Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. 15 Syndgað upp á náðina Sú var tíðin að menn þurftu að borga sína reikninga og engar reíj- ar. Það var í þá daga, þegar pening- ar voru enn í umferð og menn reiddu fram greiðslur sínar yfir búðarborðið kontant og hver hélt sínu. Viðskiptavinurinn vörunni og kaupmaðurinn peningunum. Þá datt engum í hug að fara auralaus í innkaup og matseðillinn á heimil- inu fór eftir því hvað mikið var til í buddunni. Húsgögn eða eldhús- áhöld voru ekki keypt nema búið væri að safna fyrir þeim. Jafnvel húseignir voru keyptar út i hönd. Græddur er geymdur eyrir sagði máltækið og fólk nurlaði saman krónunum og faldi undir koddan- um ellegar lagði þær inn á banka- bók til sparnaðar. Þökk sé stjórnmálamönnum og hagfræöingum sem stjórnuðu þess- ari þjóð, tókst verðbólgunni að éta upp þetta sparifé og brátt koma að því aö enginn átt neitt til neins, nema þeir sem höfðu haft efni á því að koma peningunum sínum fyrir í fasteignum. Menn íjárfestu í steypu og þannig varð hin rómaða sjálfseignarstefna til af illri nauð- syn og peningar hurfu af búðar- borðununum. Hurfu úr buddunum og gott ef buddurnar eru ekki orðn- ar úrelt handargögn sem enginn þarf á að halda. Það var glapræði að eiga peninga og engir nema grasasnar borguðu út í hönd. Krónan varð að athlægi og spakmælin urðu öfugmæli. Kaupmaðurinn á horninu var vondi karlinn þegar hann rukkaði fyrir vörurnar og lengi vel var hann helsti óvinur alþýðu manna í augunum á þeim sem ætluðu að frelsa heiminn. Með sama hætti var kaupmaðurinn í hlutverki misk- unnsama samverjans þegar hann aumkaði sig yfir kúnnana og gaf þeim krít. Heimsmet Þegar peningarnir voru orðnir einskis virði og einskis manns eign, voru ávísanirnar fundnar upp og nýtt tímabil hófst í viðskiptalífmu. Nú þurfti fólk ekki að bera pening- ana á sér, ef þeir voru þá til, en í staðinn opnaði maður bankareikn- ing og skrifaði ávísanir villt og gal- ið. Þetta gekk svo langt að á endan- um var annar hver maður farinn að leika sér með tékkheftin og það var daglegt brauð að snjallir svika- hrappar voru staðnir að því að efn- ast á því að gefa út ávísanir fram og til baka milli bankanna, án þess að eiga nokkurn tíma krónu fyrir neinni þeirra. Eftir það lágu menn með tékk- hefti jafnan undir grun og þurftu að gera grein fyrir sjálfum sér þeg- ar ávísanaheftið var dregið fram til greiðslu. Það var enginn tekinn al- varlega í viðskiptum, sem ekki hafði ábekinga og ábyrgðarmenn í bak og fyrir. Enda ekki að ástæðu- la'usu. íslendingar settu strax heimsmet i innistæðulausum tékk- um og þegar ég var ungur laganemi á kúrsus hafði ég það fyrir aðalat- vinnu í heilt sumar að rukka inn og stefna gúmmíkörlunum i við- skiptalífinu sem fóru ýmist yfir á heftinu ellegar skrifuðu upp á ann- arra manna ávísanir. Það var grátbroslega skondið að sjá hvað fólk gat sett upp mikinn sakleysisvip, þegar það var staðið að tékkafalsinu og gúmmíinu og alltaf var það jafn hissa á því að menn skildu settir í það að rukka þetta smáræði inn. Eiginlega hafði maður meira samviskubit yfir því að ganga á eftir þessum greiðslum, heldur en fólkið sem hafði stofnað til þeirra. Lögfræðingar voru ill- menni og níðingar, sem neyttu afls- munar laganna til að reyta aleig- una af fátækum barnafjölskyldum sem höfðu gefið gúmmíið út fyrir misskilning. Krítarkortin Víxlarnir urður líka vinsælir um tíma enda sömu gerðar og tékkarn- ir að þar voru verðlausir pappírar á ferðinni sem bankar og lánastofn- anir voru nógu vitlausir til að sam- þykkja. Víxlaviðskipti færðust í vöxt meðan verðbólgan lék lausum hala og enginn kunni að reikna hana út og þannig tókst lands- mönnum að ná fram hefndum á bankakerfinu með því að hafa aftur af því innistæðumar, sem áður höfðu brunnið upp á sparireikning- unum. Seinna komu afborganirnar og það um það leyti sem íslenskir hag- fræðingar og bankamenn lærðu að reikna út verðbólgu og verðtrygg- ingu og það var þá sem þjóðin kikn- aði undan skuidaböggunum og hef- ur ekki borið sitt barr síðan. Menn kunnu ekki fótum sínum forráð né heldur innkaupum sínum takmörk og urðu ríkir með afborgunarkjör- um, allt þangað til þeir fóm á haus- inn. Af hveiju skrifar ekki einhver jólabók um þessi fjármálaævintýri öll og siðferðið á bak við þau? Þegar landsmenn vom búnir að kollkeyra sig á gúmmítékkum, af- borgunarskilmálum og víxlavið- skiptum var auðvitað ekki aftur snúið, enda er sú kynslóð gengin sem kunni með peninga að fara. Það var þá sem menn uppgötv- uðu krítarkortin. Þegar allt var komið í þrot og endar náðu ekki saman og heimilin áttu ekki fyrir matarreikningunum, héldu krítar- kortin innreið sína. Og nú héldu Laugardags- pistiU Ellert B. Schram engin bönd og hvorki löggiltir rakkarar, tortryggnir bankamenn né vansælir kaupsýslumenn gátu stöðvað framrás þeirra viðskipta sem blómguðust í skjóli þessarar undursamlegu uppfinningar. Nú var allt einu komin sú langþráða staða hins íslenska óreiðumanns, að þurfa ekki að hafa áhyggjur af líðandi stund. Nú var hægt að kaupa og borga og borga og kaupa án minnstu fyrirhyggju. Kaupæði jólanna Um daginn var haft viðtal í sjón- varpinu við starfsmann verðlags- eftirlits verkalýðsfélaganna. Hann hafði greinilega miklar áhyggjur. Kaupmenn höfðu náð samkomu- lagi um breyttan gjalddaga greiðslukortanna. Þeir voru að bjarga kaupæðinu. Nú var allt gír- að inn á jólainnkaupin. Skuldadag- arnir voru framlengdir og starfs- maðurinn bar kvíðboga fyrir fram- haldinu. Launafólkið mundi ekki gá að sér og halda út á galeiðuna og versla frá sér allt vit með fram- reiddu krítarkorti. Það hvarflaði ekki að umboðs- manni verkalýðsins, sem von var, að hver og einn gætti sinnar eigin pyngju. Honum datt ekki í hug sá möguleiki að íslenskur almenning- ur kynni fótum sínum forráð, þeg- ar kaupmenn höfðu lokkað við- skiptavinina til sín í skjóli fram- lengdra skuldadaga. Nei, þessi grandvari starfsmaður verkalýðsins vissi sem var, að nú yrði ekki böndum komið á alþýö- una, þegar hún geystist inn í jóla- vertíöina með kortin á lofti og albú- in til jólaveislunnar án þess að eiga fyrir henni. í örvæntingu sinni vildi hann hafa vit fyrir þjóðinni áður en í óefni væri komið og flutti nokkur aðvörunarorð fyrir hönd ábyrgðarinnar og skilvísinnar. En hann talar fyrir daufum eyr- um. Hann hrópar upp í vindinn. Krítarkortin eru áhrifaríkari í kjarabaráttunni heldur en slagorð- in og kortin taka völdin, þegar for- eldrar láta undan og fullorðnir gef- ast upp fyrir kröfunum um veislu- höld og pakkaflóð. Kíarabarátta nútímans beinist ekki lengur að því að fá meira í buddu alþýðunnar, heldur að gæta fengins fjár. Það verður að hafa vit fyrir fólkinu segja verkalýðsrek- endur en ráða ekki lengur ferð- inni. Launþegarnir ana áfram og slengja krítarkortunum á búðar- borðið án þess að depla auga yfir þeirri staðreynd að eyðslan er langt umfram getu. - Den tid, den sorg segja menn og kaupa í matinn og kaupa í pakkana og halda sín jól í allsnægtum láns- traustsins. Þetta er eins og fyllerí drykkjumannsins. Hann hugsar ekki um timburmennina. Breyttir skuldadagar krítarkortanna ger- breyta jólahaldinu og viöhalda kaupsýslunni. Þannig er nú fariö fyrir þjóðinni, sem einu sinni var svo fátæk að jólin voru lítið meira en kerti og spil. Það fer enginn í jólaköttinn í ár. Fátæktinni slegið á frest Þetta krítarkortaræði hefur haft meiri áhrif á lífskjörin og lifnaðar- hættina en margan grunar. Menn slá fátæktinni á frest. Menn ýta vandanum á undan sér. Menn sætta sig jafnvel við þjóðarsátt um kjaraskerðingu meðan þeir hafa kortin í friði. Þjóðarsáttin margfræga er sam- komulag forsprakkanna á vinnu- markaðnum um að halda launun- um niðri og verðbólgunni í skefjum og fólkinu til friös og víst hafa krít- arkortin hjálpað þar til. Hvaða launamaður hefði rétt hendina upp með þjóðarsátt, ef hann þyrfti aö telja peningana upp úr launaum- slaginu eins og áður og reiða þá fram á búðarborðið eins og áður? Hvernig væri ástandið á heimilun- um eða viöskiptin í búðunum ef hver og einn þyrfti að borga kont- ant? Ef almúgamaðurinn þyrfti að eiga fyrir matnum áður en hann er étinn? Stjórnmálamennirnir og raunar verkalýðurinn líka, rífast um þjóð- arsáttina og deilan að undanförnu hefur staðið um það, hvort há- skólamenn eigi aö fá meira en aðr- ir. Hinu er gleymt í hita leiksins, að hvorki háskólamenn né aðrir launþegar eru sælir af launum sín- um og stærsta og mesta rifrildið ætti náttúrlega að snúast um lífs- kjörin í landinu; þá staðreynd að þorri landsmanna heldur ekki jól nema vegna þess að hann blekkir sjálfan sig með krítarkorti! Syndg- ar upp á náðina. Peninganna virði Ég hef skilið þjóðarsáttina á þann veg, að með henni sé lagður grund- völlur að sókn til bættra lífskjara, eitt skref aftur til að komast tvö skref fram. Inntak þeirrar sáttar er að allir skulu ganga samstíga að því marki, að launamaðurinn í landinu hafl efni á jólunum og geti lifað sínu lífi án þess að slá sjálfan sig um lán; til að peningarnir verði aftur peninganna virði. En það skal undirstrikað hér og nú að þjóðarsáttin er engin sátt til frambúðar. Það getur aldrei orðið nein þjóðarsátt um sultarkjör. Það segir auövitað sína sögu að þorri fólks í landinu á ekki fyrir jólunum. Nú má kannski halda því fram að kaupæðið og veislugleðin sé úr hófi fram og þjóðin geti hæg- lega haldið upp á fæðingu frelsar- ans með minni tilkostnaði. En hitt er ekki minna um vert, að jólin eru stærsta hátíð fjölskyldunnar, hátið hátíðanna og það má mikið vera ef velmegun og velferð er á svo aumu stigi hér á landi að fólk geti ekki gert sér dagamun af því laun- in leyfa það ekki. Krítarkortin eru ekki skírteini um bættan efnahag. Krítarkortin eru nýtt form á lána- viðskiptum og greiðslufrestum og munurinn er sá einn að nú eru menn að fá lán hjá sjálfum sér. Ellert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.