Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. „Ryö það besta Bessi Bjarnason, Sigurður Sigurjónsson og Stefán Jónsson i átakasenu í kvikmyndinni Ryð. Egill Ólafsson og Christine Carr í viðkvæmu atriði. „í mínum huga er enginn efi um að þessi mynd er sú besta sem ég hef gert fram til þessa. Ég er mjög ánægður með val á leikurum og frammistöðu þeirra og tel að frá faglegu sjónarmiði hatl tekist mjög vel til,“ segir Lárus Ýmir Óskars- son leikstjóri í viðtali við DV. Lárus er nýkominn frá Þýskalandi með glænýtt og fullbúið eintak af kvik- mynd eftir sig undir hendinni en þar ytra var klippingu, hljóðsetn- ingu og hljóðblöndun lokið Valinn maóur í hverju rúmi Fyrsta íslenska kvikmyndin sem Lárus leikstýrir verður frumsýnd í kvikmyndahúsinu Regnboganum á annan dag jóla. Kvikmyndin heit- ir Ryð og er byggð á leikriti Ólafs Hauks Símnonarsonar, Bílaverk- stæði Badda. Ólafur Haukur skrif- aði sjálfur handritið, Lárus leik- stýrði og þekktur sænskur kvik- myndatökumaður, Göran Nilsson, sat bak við myndávélina. Nilsson þessi er þekktur fyrir handverk sitt og fékk tilnefningu á dögunum til Evrópuverðlauna á sínu sviði. Leikrit Ólafs ' Hauks var fyrir nokkrum árum sýnt við metaðsókn í Þjóðleikhúsinu. Þar fóru Bessi Bjarnason og Sigurður Sigurjóns- son með aðalhlutverkin eins og þeir gera einnig í myndinni. Með önnur stór hlutverk fara Egill Ól- afsson, Stefán Jónsson og Christine Carr. Þórhallur Sigurðsson, leikari og leikstjóri, fer einnig með stórt hlutverk í myndinni en hann leik- stýrði leikritinu á sviði Þjóðleik- hússins. Gjörólíkverk En hvers vegna var nafninu breytt? Var Bílaverkstæði Badda ekki nógu gott? „Því er nú fyrst til að svara að þó kvikmyndin sé byggö á umræddu leikriti þá er hér um gjörólík verk að ræða,“ segir Lárus og strýkur skegg sitt. „í kvikmyndinni er not- aður kannski einn tíundi af textan- um sem fyrir kemur í leikritinu og margt nýtt kemur inn. Þess utan er bílaverkstæði út af fyrir sig frek- ar óvenjulegur hlutur í leikhúsi en afar hversdagslegur í bíó. Það sem er gott nafn á leikriti þarf ekki að vera gott nafn á bíómynd." Fyrirtækið sem framleiðir mynd- ina heitir Verkstæðið h/f og er það í eigu Sigurjóns Sighvatssonar, Lárusar Ýmis og Ólafs Hauks en Sigurjón er framleiðandi myndar- innar. Myndin gerist á bílaverk- stæði og fjallar um endurfundi og uppgjör milli tengdra persóna hverra leiðir hafa skilið fyrir mörg- um árum. Hvernig myndi Lárus lýsa myndinni. Hvernig mynd er þetca? Martraðarspurning „Æ, þetta er martraðarspurn- ing,“ segir Lárus og grettir sig. „Þegar maöur er beðinn að lýsa svona mynd í stuttu máh þá er maður um leið að hengja einhvers konar merkimiða á hana en finnst samt venjulega margt ósagt. Ég vil meina að þetta sé mynd um fólk fyrir fólk. Spennumynd má kalla þetta en ég býst samt ekki við að sett verði aldurstakmark á hana en hún er samt ekki fjölskyldu- mynd í hefðbundnum skilningi þess orðs.“ Potturinn og pannan í fjármögn- un Ryðs' Var Siguijón Sighvatsson sem stundar kvikmyndafram- leiðslu vestanhafs og hefur fyrir- tæki hans Propaganda Films vaxið mjög fiskur um hrygg að undan- fórnu. Heildarkostnaður er enn óljós en Lárus segist búast við að hann verði í kringum 50 milljónir. Þýskir aðilar lögðu fram 20 milljón- ir sem ijármögnuðu eftirvinnsluna. í staðinn fá þeir sýningarrétt í allri Evrópu. Það má þess vegna búast við aö kvikmyndin Ryð eigi eftir að fara um heiminn á hvíta tjaldinu og koma fyrir augu fleiri en íslend- inga. „Ég býst við því,“ segir Lárus. „Þetta þykir ekki dýr mynd sem kemur til af því að tökustaðir voru fáir og ytri umgjörð ekki sérlega íburðarmikil eða fjárfrek. Við völd- um okkur viljandi sögu sem'væri ekki dýr í framleiðslu. Það er sýnt að hér heima fær maður ekki færi á að gera kvikmynd í fullri lengd nema á margra ára fresti. Þess vegna vill maður gjarnan vanda til verksins." Sumar- dagurinn fyrsti Það hefur oft verið talað um upp- haf íslenskrar kvikmyndagerðar sem „íslenska kvikmyndavorið“ og þá gjarnan miðað við síðustu tíu ár. Á fyrstu vordögunum komu áhorfendur í bíó til þess að sjá ís- lenskar kvikmyndir af því þær voru íslenskar og dáðust hátt og í hljóði að landslaginu heima, fólk- inu sem allir þekktu og fleiru í þeim dúr. Á Lárus von á að fólk flykkist í bíó á sömu forsendum nú? „Ég get engan veginn gert mér grein fyrir því hvemig myndin fell- ur áhorfendum í geð. Spár um áhorfendafjölda hafa verið á bilinu frá 20-70 þúsund,“ segir hann. „Ef við hins vegar höldum okkur við líkinguna um kvikmyndavorið þá vona ég að fólki finnist þegar þaö sér þessa mynd að sumardagurinn fyrsti sé kominn.“ Lárus hefur gert sjónvarpsleikrit fyrir íslenskan markað áður og má nefna Dag vonar eftir Birgi Sig- urðsson og Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúðvíksson. Lárus hefur ennfremur leikstýrt tveimur kvik- myndum í Svíþjóö, Andra dansen hét sú fyrri en sú síðari Frusna leoparden. Ennfremur gerði hann myndaflokk fyrir sjónvarp úti í Svíþjóð sem nefndist í auga hests- ins. Verður starfsvettvangur hans í framtíðinni hér heima á íslandi? „Ég býst við að vinna eitthvað í útlöndum eftir því sem til fellur en ég á heima hér og vil hvergi annars staðar vera,“ segir Lárus að lokum. -Pá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.