Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Sérstæð sakamál í íbúð í Ishöj í Kaupmannahöfn býr fjölskylda, faðir, móðir og tvær dætur. Hún gerir það sama og allar aðrar íjölskyldur, sinnir störfum sínum, matbýr og fer á fund vina sinna. En hún gerir líka annað. Hún bíður. Kalt vetrarkvöld í fyrra var ein dóttir hjónanna og systir hinna tveggja dætranna myrt. Nú bíður fjölskyldan þess að morðing- inn verði handtekinn. Morðalda í Kaupmannahöfn Morðið á menntaskólastúlkunni sautján ára, Marcelu Antonietu Guerrero Mieres er eitt fimm kvennamorða sem framin hafa ver- ið í Kaupmannahöíh á einu ári. Hinar fjórar voru Hanne With vændiskona, Stine Geisler mennta- skólastúlka, Anette Just Olsen fréttakona og Lene Buchardt Ras- mussen. Ekki hefur tekist að upp- lýsa neitt þeirra. „Mér finnst ekki að þetta sé spurning um hvort maður trúir á getu lögreglunnar eða ekki. Ég vona að hún finni morðingjann." Þannig kemst systir Marcelu, Carolina, að orði en hún er nú tutt- ugu og eins árs. Systir hennar heit- ir Paula og er sautján ára en for- eldrarnir heita Rosa og Luis Guerr- ero Mieres. Stúlkurnar tala dönsku reiprenn- andi en foreldrarnir vilja helst halda sig við spænskuna. Fjöl- skyldan fluttist frá Chile til Dan- merkur árið 1976 en vildi nú gjarn- an flytjast aftur til Chile því lýð- ræði hefur verið komiö þar á á nýjan leik. Reyndar var Luis Gu- errero þar í fyrra til að undirbúa heimkomu fjölskyldunnar og þá las Carolina félagsfræði við háskólann í Santiago og kom aðeins í jólaleyfi til Danmerkur. En allar áætlanir um að snúa heim til Chile voru lagðar á hilluna þegar Marcela dó. Hvað varð um vermútflöskuna? Carolina og móðir Marcelu sáu hana síðast laugardaginn 9. des- ember í fyrra en þann dag hafði hún verið í heimsókn hjá vinum í Farum. Síðdegis fór Marcela að heiman því hún ætlaði að fara í afmælisveislu hjá vinkonu sinni um kvöldið. Talið er að hún hafi tekið hraðlestina frá Farumstöð- inni kl. 14.28 og um þrjúleytiö hringdi hún frá Svanemöllenstöð- inni til unnusta síns til að spyrja hvort hann vildi koma með í af- mælisveisluna. Hann vildi það e'feki. Víst þykir aö hún hafi aftur verið á Svanemöllenstöðinni um klukk- an fjögur því á Marcelu fannst lest- arkort sem stimplað var um þaö leyti. En var hún að gera eitthvað annað þar en að bíða eftir lestinni? Marcela hélt heim til Ishöj, fór í bað, skipti um fót, reykti vindling og las í blaði. „Maöur getur alltaf séð hvort fólk hefur verið heima í fáein augnablik eða lengur,“ segir Carolina, „og þegar við komum heim sáum við að hún hafði verið heima í nokkurn tíma.“ Óljóst er hins vegar hvað gerðist fram til klukkan hálfátta. Þá kom Marcela til skemmtistaðar við Strandlöbervej í Hvidovre þar sem veislan var haldin og þá var hún dálítið undir áhrifum áfengis. Hvað gerði Marcela milli klukkan fjögur og hálfátta? Horfin var af heimilinu í Ishöj flaska af Martinivermút og hana hefur lögreglan aldrei fundið. Sat Marcela ein heima og fékk sér vermút áður en hún fór í veisluna eða sat hún og drakk hana með Paula og Carolina. einhverjum? Og hafi svo verið, hver var það þá? Og hvar gerðist það? Og hvað varð um Martini- flöskuna? Hitti hún einhvern? Afmælisveislan var nokkurs konar „opið hús“ og hafði að auki verið auglýst í blaði. Um fimmtíu ungmenni komu og fóru og Jörgen Bach rannsóknarlögregluforingi, sem hefur haft rannsókn málsins með höndum, segir: „Það má vel vera að fyrir utan hafi einhveijir beðið af því þeir hafi af einhverjum ástæðum ekki viljað fara inn fyrir.“ Hitti Marcela einhvem þarna um kvöldið? Félagar hennar segja að hún hafi skemmt sér ágætlega en af því að um „opið hús“ var að ræöa og gestir voru stöðugt að koma og fara áttu flestir erfitt með að fylgjast með ferðum annarra. Það voru því fáir sem veittu því athygli þegar Marcela fór en klukk- an ellefu var hún ekki lengur í veislunni. Ljóst er að hún drakk áfengi þar og hefur hún því ekki verið með öllu allsgáð. Maður nokkur sem var að viðra hundinn sinn stundarfjórðungi eftir ellefu á Hvidovre Engehavevej segist hafa séð unga stúlku með útlendings- legu yfirbragði á gangi og hafi hún verið óstööug á fótunum. Maöur- inn sá að maður með hvítan örygg- ishjálm kom á skellinöðru, gaf sig á tal við Marcelu og settist hún á hjólið hjá honum. Og kona, sem var sömuleiðis að viðra hundinn sinn, tók eftir skelli- nöðrunni. Var Marcela þá á henni? Konan gat lýst fatnaði hennar, svörtum leðurjakka, stuttu piisi og síðum buxum. Eftir þetta sást Marcela ekki á lífi. Fyrir hádegi daginn eftir, sunnu- dag, var maður nokkur að viðra hundinn sinn í Maageparken, óbyggðu svæði Avedöre Holme í Hvidovre. Þar fann hann líkið af Marcelu og hafði henni verið nauðgað en síöan hafði hún verið kyrkt. Skömmu síðar hófst einhver umfangsmesta rannsókn í sögu lögreglunnar í Hvidovre. „Við þörfnumst aðstoðar" Rúmlega fimm þúsund manns hafa verið yfirheyrðir, að sögn Jörgens Bach rannsóknarlögreglu- foringja. Framburður fólksins fyll- ir marga kassa á lögreglustöðinni. En þrátt fyrir það, margendurtekn- ar lýsingar á atburðinum í sjón- varpi og eindregin tilmæli til al- mennings um að skýra frá öllu sem orðiö gæti til að varpa ljósi á hver morðinginn er hefur lögreglunni ekki tekist að hafa hendur í hári hans. „Þegar ung stúlka hefur verið myrt fáum við venjulega margs kyns upplýsingar frá fólki og við þörfnumst aðstoðar því annars get- um við ekki leyst stóru málin,“ segir Jörgen Bach. Rætt hefur verið við leigubíl- stjóra, strætisvagnastjóra og aöra ökumenn, auk þess sem fylgst hef- ur verið með því sem gerist í hverf- inu á kvöldin. En morðingi Marc- elu hefur haft heppnina með sér. „Þetta gerðist á laugardagskvöldi og það voru ekki margir á ferð. Hefði þetta bara verið hlýtt sumar- kvöld. Marcela hefur einnig verið auðvelt fórnardýr. Hún var ekki allsgáð, það var kalt og hún var ekki vel klædd,“ segir Jörgen Bach. 0g einmitt vegna þess hve kalt var um kvöldið veltir lögreglan því fyrir sér hvort morðinginn hafl nauðgað henni úti við eða hvort hann fór eitthvað með hana fyrst. Málningarblettir Á blússu Marcelu, buxnaskálm- um og skónum ofanverðum fund- ust gráir blettir sem síðar reyndist vera venjuleg vatnsmálning. Félag- ar hennar segja að hún hafi ekki verið með þá þegar hún var í af- mælisveislunni. Hvernig gat hún þá hafa fengið þá? Hafði hún verið í kjallara eða skúr þar sem málning var geymd? Eða var hún sett í far- angursgeymsluna á bíl? Þegar Jörgen Bach var að því spurður hvað lögreglan myndi gera kæmist hún ekki til botns í málinu svaraði hann: „Við viljum ekki viðurkenna að við getum ekki upplýst mál. Það tengist starfsheiðri okkar. Við vinnum dag og nótt og það verður að vera fokið í öll skjól ef við eigum að lýsa því yfir að við náum ekki lengra! Hræddar Mieresfjölskyldan varð fyrir miklu áfalli þegar Marcela var myrt og hefur leitað ráða hjá sál- fræðingi því systurnar Paula og Carolina eru hræddar aðb'era ein- ar á ferli og móðir þeirra er stöðugt hrædd um þær. „Stundum flnn ég til haturs til alls fólks. Ég veit að það er ekki rétt en fæ ekki við það ráðið. Það væri gott ef morðinginn fyndist því þá gæti maður beint öllu hatrinu og reiðinni að honum í stað þess að byrgja þetta allt inni með sér,“ segir móðirin, Rosa. „Líf okkar hefur í raun verið eyðilagt. Við þurfum að finna okk- ur sjálf á ný og tengjast hvert öðru á' nýjan leik. Þá fmnst mér það skipta okkur miklu að við ræðumi hvert viö annað um það sem gerð- ist og opinberum þannig tilfmning- ar okkar. Þegar maður kemst úr jafnvægi þarf nokkuð til að maður náiþví aftur,“ segir Luis Guerrero. „Ég þarf ekki annað en ganga ein um stund. Þá finn ég til hræðslu," segir Paula. „Mér liði betur ef hann fyndist. Þá þyrfti ég ekki að-hafa eins mikl- ar áhyggjur af því að það sama komi fyrir hinar dætur mínar tvær,“ bætir Luis viö. Það líður því ekki svo dagur að ijölskyldan ræði ekki um Marcelu. En ár er liðið frá ódæðinu og enn gengur sá laus sem ber á því ábyrgðina. Mikill vandi Eins og fyrr segir var morðið á Marcelu það fimmta í Kaupmanna- höfn á einu ári og enn hefur ekki tekist að upplýsa neitt þeirra. Eng- inn veit meö vissu hvort einn og sami maðurinn, eða konan, ber ábyrgð á þeim öllum. Það þykir aftur mörgum með nokkrum ólík- indum ef sami aðilinn kemst upp með að verða svo mörgum að bana án þess að eithvað verði til þess að beina athyglinni að honum. En það er heldur ekki loku fyrir það skotið að lögreglan hafi þegar beint sjón- um sínum að morðingja Marcelu án þess að geta greint nokkuð sem tengir hann ódæðisverkinu. En hvort sem um einn og sama aðilann er að ræða eða ekki sem myrt hefur konurnar fimm er Ijóst að í Kaup- mannahöfn gengur laus morðingi eða morðingjar og því hefur sett óhug að mörgum þar í borg, ekki síst ungum konum sem þurfa að vera á ferli einar eftir að dimma tekur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.