Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. 45 DV Regnboginn: Fimm nýjar franskar kvikmyndir Það eru margir sem réttilega fár- ast yfir því hversu lítið af evrópsk- um kvikmyndum er sýnt í kvik- myndahúsum í höfuðborginni. Vonir standa til að á næsta ári verði aðeins breyting á. Háskólabíó hefur ákveðið að sýna evrópskar kvikmyndir reglulega og Regn- boginn er búinn að kaupa sýning- arréttinn á fimm nýjum frönskum kvikmyndum sem fjallað verður um aðeins hér. Þegar er hyrjað að sýna eina þeirra og hinar verða sýndar með jöfnu millibili á næsta ári. Skúrkar (Les Ripoux) heitir myndin sem nú er sýnd. Fjallar hún um tvær vafasamar löggur sem leiknar eru af Philippe Noiret og Thierry Lhermitte. Þessir heið- irsmenn fá samviskubit yflr gerð- um sínum og ákveða að gerast heiðarlegir, en þeir eru fljótir að sjá að það er lítið að græða á þvi að vera heiðarlegur, sérstaklega þegar allir aðrir eru óheiðarlegir. Aðrir þekktir, franskir leikarar sem leika í Skúrkum eru Guy Marchant, Michel Aumont og Je- an-Claude Brialy sem þeir ættu aö kannast við sem fóru í kvikmynda- hús fyrir tveimur áratugum eða þegar franskar kvikmyndir voru algengar í bíóhúsum. Leikstjóri er Claude Zidi. La Gloire de mon Pére og Le Cha- tau de ma Mére eru í raun ein kvik- mynd sem skipt er í tvo hluta. Fjall- ar myndin um Marcel allt frá barn- æsku.til fullorðinsára. Strax í skóla kemur í ljós að Marcel er óvenju gáfaður. Veldur það föður hans mikilli ánægju en móður hans áhyggjum. Fyrri myndin íjallar nær eingöngu um barnæsku hans og viðkvæmt sam- band hans við sína nánustu. í seinni myndinni hefur Marcel þroskast. Hann er samt enn sama gáfnaljósið en nú koma fleiri manneskjur við sögu í lífi hans og hann kynnist ástinni í fyrsta skipt- ið. La Gloire de mon Pére og Le Chateu de ma Mére hafa fengið af- bragðs viðtökur bæði hjá gagnrýn- endur og almenningi og er sú síðar- nefnda vinsælasta kvikmyndin í Frakklandi það sem af er vetri. Leikstjóri beggja myndanna er Yves Robert. La petite voleuse er byggð á hand- riti sem hinn látni meistari Fran- cois Truffaut lét eftir sig. Gerist myndin á sjötta áratugnum. Aðal- persónan er Janine, ung bráð- þroska stúlka sem er falleg og sjarmerandi og er mitt á milli þess að vera barn og kona. Janine var ekki viðurkennd af móður sinni. Hún er alin upp af frænda sínum og frænku og er þeim byrði. Til að fyfla upp í tilbreytingarlaust líf sitt stelur Janine úr búðum og í skólan- um sem hún gengur í. Kvikmyndavélin sýnir okkur í gengum linsuna sjónarhorn stúlk- unnar, hvernig það er að lifa lág- stéttarlífi og hvernig millistéttin lítur niður á fólk af hennar tagi. Janine þráir ást en henni virðist það meinað líka. Sér til verndar ákveður hún að gerast fullorðin... Janine er leikin af ungri leik- konu, Charlotte Gainsbourg, sem hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni. Leikstjóri er Claude Miller. Fimmta myndin er verðlauna- myndin Trop belle pour toi sem leikstýrt er af einum þekktasta leikstjóra Frakka í dag, Bertrant Blier. Segir þar frá hinum klass- íska þríhyrningi á nokkuð óvenju- legan máta. Oftast er það þannig að annar aðilinn í hjónabandi verður ást- fanginn og heldur fram hjá. Hér er aftur á móti fjallað um mann sem býr með „hjákonunni" og á með henni tvö börn, hittir fyrir aðra sem hann telur verðuga eiginkonu sína og giftist henni. Aðalhlutverk- ið leikur vinsælasti leikari Frakka í dag, Gerard Depardieu, ásamt Josiane Balasko og Carole Bouqu- et. -HK Kvikmyndir Hilmar Karlsson Lögregluskúrkana tvo leika hinir þekktu frönsku leikarar Philippe Noiret og Thiery Lhermitte. Kvikmyndir Rocky Balboa (Sylvester Stallone) er fyrir utan hringinn í Rocky V. Frægt er orðið hvernig Sylvester Stallone barðist fyrir því að láta hnefaleikakappann Rocky deyja í lok flmmtu kvikmyndarinnar. Hann tapaði þeirri orrustu. Fram- leiðendur töldu það dauðadóm í aðsókn fyrir myndina. Stallone hefur þó greinilega fengið ýmsu að ráða við gerð myndarinnar þegar litið er yfir söguþráðinn. Hann er á allt öðrum nótum en fyrri Rocky myndirnar. Söguþráðurinn er tekinn upp þar sem Rocky IV end- aði. Rocky Balboa kemur heim frá Rússlandi þar sem hann varði heimsmeistaratitil sinn gegn Drago. Hann veit ekki betur en að allt sé í lagi hjá honum og hann geti hætt að keppa vitandi það að framtíð hans sé borg- ið íjárhagslega. Fljótlega eftir heimkomuna uppgötvast aö öll þessi slagsmál hafa farið illa með hann og hætt er við að heil- inn í honum skemmist. Eins' og þetta sé ekki nóg þá kemst hann að því að bókhaldari hans og mágur hafa verið að leika sér með peninga hans og tapað öllu. Þeg- ar svo skatturinn rukkar hann um ógreidda skatta verð- ur hann að selja villuna sína til að geta borgað. Rocky flytur því ásamt fjölskyldu sinni í hverfið í Fíladelfiu þar sem hann ólst upp. Honum er sama þótt lúxusinn sé horfinn en fjölskylda hans er orðin vön hinu ljúfa lífi og vill halda því áfram. Þrátt fyrir freistandi tilboð um að koma aftur í hringinn neitar hann, enda mundi það aðeins flýta fyrir dauða hans. Á sama tíma hefur ungur boxari nauðað í honum að gerast þjálfari sinn. Rocky lætur loks tilleiðast, þó hann sé í váfa um getu sínma sem þjálfari. Nú fer ævintýrið, sem byrjaði í fyrstu myndinni, að endurtaka sig þótt Rocky sé ekki sá sem klæðist boxhönskum. Eins og sjá má er hetjuljóminn farinn af Rocky og kominn á annan einstakhng. Má eiginlega segja að Stall- one, sem skrifar handritið, hafi orðið að ósk sinni að , jarða" boxarann Rocky, en uppistandandi er manneskj- an Rocky Blaboa. Leikstjóri Rocky V er John G. Avilds- en en það var einmitt hann sem leikstýrði fyrstu Rocky myndinni og hlaut hann óskarsverðlaun fyrir. Rocky V verður fljótlega á næsta ári sýnd í BíóhöJlinrú. -HK Metsölubókin eítir Myrah Lawrance loksins komin út í þýðingu Ásgeirs Ingólfssonar. ^Allt sem þú vilt fá að vita um framtíðina og sjálfan þig, lestu úr lófa þínum Fæst í öllum helstu bókaverslunum. Póstkröfusími: 91-72374. útgáfunónusun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.