Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 40
48 LAÍÍGARDAGÍR Íðí bfii&MSfiá 1990. Eftir Robert Fisker Teikning eftir Erik Hjort Nielsen Trille dvergálfa- drengur fer í loftbelg Kyrrðin og róin, sem ríktu venju- lega við litla vatnið, voru skyndilega rofin af hrópum og hlátrasköllum frá hópi drengja og stúlkna sem voru að leika sér á ísnum. Enginn af vinunum þremur í trénu höfðu séð neitt þessu líkt fyrr. Trille hafði að vísu oft rennt sér á ísnum sér til skemmtunar og Hopsa hafði líka reynt þennan leik en þetta var samt sem áður alveg nýtt fyrir þeim. Hvemig fara þau að því? sagði Hopsa skyndilega og neri á sér trýnið. Þau eru með eitthvað undir fótun- um! sagði Trille, eitthvað mjög hált. Æ, hvað þetta hlýtur að vera gam- an! Hopsa fylltist svo miklum áhuga að hann stökk upp á greininni svo snjór féll á höfuðið á Trille sem sat á greininni fyrir neðan hann. Svona, svona, vertu rólegur, mað- ur! hrópaði Trille. Hopsa fór að hlæja Þegar maður er jafn for- vitinn og Trille dvergálfa- drengur er auðvelt að lenda í vandræðum. Og þá er gott að eiga góða vini sem geta bjargað manni úrklípunni. Trille dvergálfadrengur sat með íkornanum Hopsa og rauðbrystingn- um Pippi í litlu grenitré við vatnið ískóginum. svo maginn á honum gekk upp og niður og þá féll aftur snjór á höfuðið á Trille. Þetta varð of mikið fyrir Trille. Hann stökk niður úr greininni. Ég nenni ekki að sitja og glápa á þetta lengur. Það er ekki Hann gat ekki sagt meira því nú kom einn drengjanna í áttina að staðnum þar sem hann og vinir hans höfðu falið sig. Komið, við skulum flýta okkur héð- an! sagði Pippi. En áður en þeir gátu komið sér burt staönæmdist drengurinn. Hann var mjög ijóður í framan. Hann kall- aði eitthvað til hinna barnanna, fór úr úlpunni og kastaði henni alveg upp að grenitrénu svo greinarnar hristust og snjór féll af þeim. Þá lenti aftur snjór á höfðinu á Trille. Bæði Pippi og Hopsa fóru að hlæja en Trille hafði nóg að gera við að bursta af sér snjóinn. Nú var nóg komið, hugsaði hann. Nú ætlaði hann ekki að sitja og glápa á þau lengur. En um leið kom hann auga á úlp- una sem drengurinn hafði kastað í snjóinn á jörðinni. Annar úlpuvas- anna var opinn og það sá í eitthvað hvítt í honum. Hvað skyldi það vera sem var þarna í vasanum? Trille horfði á eftir drengnum. Jólasaga nr. 3 Hann hafði farið aftur út á ísinn til hinna barnanna. Það gat því ekki veriö neitt varhugavert viö að kíkja betur á þaö sem var í vasanum. Ertu genginn af vitinu, Trille! hróp- aði Hopsa, farðu varlega, maður! Það var hvítur pappír. Poki eða eitthvað þvíumlíkt. Hann rak nefið að honum og þefaði. Já, ilmurinn var sætur. Það hlaut að vera súkkulaði eða eitthvert annað sælgæti. Hann fór að rífa pappírinn í sundur. Hann reyndi að flýta sér eins og hann gat. Það var súkkulaði. Fallegt súkkul- aði með hnetum. Ó, en hvað það var gott á bragðið. Hann beit hvað eftir annað í stykkiö sem drengurinn hafði vafið inn í pappírinn. Trille, Trille! Nú kemur drengur- inn aftur! hrópaði Hopsa. Við verð- um að koma okkur héðan. Flýttu þér, flýttu þér! En Trille gat ekki fengið sig til að fara frá þessu bragðgóða súkkulaöi- stykki. Hann varð að fá sér einn bita enn. Það var líka svo girnileg hneta í síðasta bitanum. En nú var ekki meira eftir! Hann sleikti út um og ætlaði að fara að klifra upp úr vasan- um en á sama augnabliki greip drengurinn úlpuna sína og fór í hana svo Trille datt niður á botninn á þess- um djúpa vasa og rak höfuðið í eitt- hvað hart. Æ, æ, hvað þetta var vont! Hann hafði rekist í lykihnn að skautum drengsins og hnipraði sig saman þegar hönd kom niður í hann og tók lykilinn. Áður en Trille gat áttað sig hafði drengurinn losað af sér skautana og stungið lyklinum í vasann á ný og auðvitað datt hann beint á höfuðið á Trille. Æ! hrópaði Trille. Það dettur allt á höfuðið á mér í dag. Ég verð að kom- ast héðan! Hann rak langar neglurnar í vas-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.