Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Var kallaður Guðmundur í loftinu „Ég tók bílpróf strax þegar ég hafði aldur tn. 1929 var ég byrjaður að vinna sem bílstjóri hjá Agli Thorar- ensen á Selfossi og var síðar mjólkur- bílstjóri í Flóanum. Þar fékk ég við- urnefnið Guðmundur í loftinu því ég þótti aka greitt á köflum. Viðumefn- ið fylgdi mér síðan þegar ég fór seinna að keyra hjá Steindóri hér í Reykjavík,“ segir Guðmundur Sveinsson bílstjóri í samtali við DV. Guðmundur verður 84 ára gamaU 6. janúar nk. Hann er enn í fullu starfi hjá Skýrsluvélum rikisins og Reykjavíkurborgar. Hann ekur um bæinn með ýmis skjöl og pappíra og fer í sendiferðir. Hans vinnudagur er frá klukkan 8 á morgnana til 3-4 á daginn. Guðmundur hleypur upp stiga án þess á blása úr nös og er léttur á fæti eins og unglamb og varla að hann hafi tíma til þess að setjast niður með blaðamanni DV tO þess að upplýsa hann um leyndardóma þess að halda heilsu og kröftum svo lengi. „Eg hef alltaf viljað vera á hreyf- ingu. Það á vel við mig og hefur eflaust bjargaö mér. Ef ég hefði end- að í einhverri skrifborðsvinnu eins og til stóð um tíma væri ég sjálfsagt orðinn að aumingja,“ segir Guð- mundur og hlær. Hann stundaði skíði á sínum yngri árum og byijar yfirleitt daginn á þvi aö fá sér sund- sprett. Man sauðamjólk í trogum Guðmundur man tímana tvenna. Hann fæddist austur í Mýrdal og ólst upp á bænum Feðgum í Meðallandi. Þar tíðkuðust fornir búskaparhættir og Guðmundur minnist fráfæma og þeirra vinnubragða sem þeim fylgdu. Sauðamjólkin var síðan unnin í smjör en engin skilvinda var á bæn- um svo fleytt var ofan af trogum að fomum sið. Bærinn Feðgar dregur nafn sitt af tveimur stökum kletta- dröngum rétt hjá en þar átti að vera mikil álfabyggð. „Við urðum nú reyndar aldrei vör við neina álfasegir Guðmundur. Brennivín gott í hófi En hefur hann alltaf lifað heil- brigðu og reglusömu lífi. Er hann t.d bindindismaður? „Þegar Hekla byrjaði að gjósa 1947 þá hætti ég að reykja og sagðist ætla að láta gömlu konuna um að spúa úr sér reykskýjum hér eftir,“ segir Guðmundur. „Þá var ég búinn að reykja •' um 20 ár, byrjaði á þessum ósið í einhverju bríaríi og reykti aldr- ei mikið." - En þótti hönum gott í staupinu? „Já, ég get ekki neitað því,“ segir Guðmundur og 'brosir. „Ég þótti - tæplega 84 ára gamall bílstjóri enn í fullu starfi Hann var kallaður Guðmundur í loftinu á sínum yngri árum og ekur enn á japanskri „pútu,“ eins og hann kallar þær. DV-mynd GVA tugur þar sem þeim var bent á að í þeirra röðum væri maður sem strangt tekið ætti að hætta að vinna. Þáverandi yfirmaður minn henti því bréfi nú í ruslið og sagðist ekki ansa svona kjaftæði. Ég var svo sprækur þá að þeir vildu endilega hafa mig áfram. Síðan er liðin tæp 15 ár og það hefur ekkert verið orðað við mig að hætta,“ segir Guðmundur og hlær. Hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri? Guðmundur var, eins og Bjössi starfsbróðir hans í kvæðinu um mólkurbílstjórann sem ekur eins og Ijón með aðra hönd á stýri, þekktur í Flóanum fyrir greiðan akstur. Eitt sinn tók hann konu upp í á leið til Selfoss. Hún spurði þegar þau voru komin á stað hvort hann væri þessi Guðmundur í loftinu. Karl játti því en konan jeáúsaði sig og sagðist hafa verið ákveðin í að fara aldrei upp í bO hjáiþeim voðamanni. Viðurnefnið fékk hann frá Agli Thorarensen á Selfossi sem kom eitt sinn til hans og bað um að farið yrði með timburhlass niður að Lamba- stöðum í Flóa. Guðmundur játti því en þegar Egill kom út í port skömmu síðar sat Guðmundur þar. Egill spurði hvort hann ætlaði ekki að fara að drífa sig með timbrið eh Guð- múndur sagðist vera búinn að því og kominn aftur. „Hvað, ókstu í loft- inu, mannskratti?" sagði Egili þá. Síðar fór Guðmundur að aka hjá Steindóri sem lengi rak bifreiðastöð í Reykjavík. Stærsta törnin á ferli Guðmundar hjá Steindóri var þegar fólki var ekið á alþingishátíöina.á Þingvöllum 1930. „Við sáum nú ekki mikið af hátíð- inni. Þetta var samfelld törn, við ókum gamla veginn austur og nýja veginn heim. Ég kom ekki inn á há- tíðasvæðið fyrr en síðasta daginn." En hvað finnst Guðmundi um um- ferðarmenningu nútímans sem hann er partur af á hverjum degi? „Blessaður kallaðu þetta ekki um- ferðarmenningu. Þetta er engin menning. Það er fullt af góðum bO- stjórum en það er hraðaksturinn sem veldur flestum slysunum." Sjálfur hefur Guðmundur aldrei lent í umferðaróhappi á 60 ára ferh sínum utan einu sinni þegar hann missti bifreið sína út af á Hafnar- íjarðarveginum í fljúgandi hálku en sem bétur fór meiddist enginn. meira að segja þola það býsna vel á mínum yngri árum að fá mér aðeins neðan í því. Ég stríddi oft félögum mínum þegar þeir voru orðnir raO- hálfir eftir að drekka jafnmikið og ég sem fann varla á mér. Mér finnst ennþá gott að smakka gott koníak en ég hef alltaf farið vel með þetta. Mín speki er sú að brennivín er gott en því betra eftir því sem menn drekka minna af því.“ Sögðustekki ansa því að hann hætti sjötugur Guðmundur hefur verið starfs- maður ríkisins og Reykjavíkurborg- ar allar götur síðan 1936. Fyrst vann hann hjá Rafmagnsveitum Reykja- í sex mánuði og lærði á IBM tölvur sem þá tíðkuðust með gataspjöldum Og voru hátindur tækninnar í þá daga. Guðmundur kom síðan heim og hafði yfirumsjón með keyrslu vél- anna fyrst um sinn. Síðar varð hann verkstjóri í innsláttardeild en líkaði það ekki, vildi vera á meiri hreyf- ingu. „Ég hef alltaf vOjað hafa mikið að gera. Mér fannst mest gaman þegar ég var með þrjár vélar í fullri vinnslu hér áður og þurfti að mata þær á gataspjöldum og flytja frá þeim. Þá fór ekki mínúta tii spOlis. Það má segja að IBM hafi kennt mér að vinna,“ segir Guðmundur. En hvem- ig er það, Guðmundur, eiga ekki op- inberir starfsmenn að hætta þegar þeir eru sjötugir? „Það kom nú reyndar bréf til minna yfirmanna þegar ég var sjö- víkur en þegar Skýrsluvélar ríkisins voru settar á stofn 1951 var hann fenginn tO þess að undirbúa þá véla- vinnslu sem þar fór fram. í því skyni fór hann á námskeið til Danmerkur „Það er betra að fara hægt og kom- ast á leiðarenda,“ segir þessi aldraði unglingur að lokum um leið og hann skokkar út úr húsinu og hverfur út í umferðina og myrkrið. -Pá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.