Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Veiðivon r>v „Fulltrúar fjármagnsins eru með bestu veiðiámar" - segir Jón G. Baldvinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur Ungir og efnilegir dorgveiðimenn reyna fyrir sér á tjörninni í Hvammsvik í Kjós. Þessa dagana er ís farinn að myndast á vöfnum en betra er að fara varlega. Efst uppí horninu sést merki Dorgveiðifélags íslands. DV-myndir G. Bender „Leigan á Norðurá í Borgarflrði núna var síðasta vígi okkar til að halda okkur innan þeirra stóru sem hafa leigt margar góðar veiðiár. Þó svo að við höfum þurft að borga 29,5 milljónir fyrir ána,“ sagði Jón G. Baldvinsson, formaður Stangaveiöi- félags Reykjavíkur í samtali við DV. „Við vorum að keppa við mikla peningamenn þegar við buðum í Norðurá, þá Sigurð Helgason, Gunn- ar Helgason, Jón Ingvarsson og Jón Ólafsson. Þeir buðu 26,3 milljónir fyrir ána. En fulltrúar fjármagnsins eru með margar bestu veiðiárnar á íslandi," sagði Jón G. Baldvinsson meðal annars. „Undir lok aðalfundar okkar var samþykkt að stjóm félagsins reyndi að fá netin keypt upp á Hvitár- og Ölfusársvæðinu," sagði Jón G„ ný- kjörinn formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur Það kom fram á aðalfundinum að tap félagsins á síðasta starfsári var 7,6 milljónir og er þetta eitthvert mesta tap Stangaveiðifélags Reykja- vikur í mörg ár. Eitthvað verður að slaka á kröfunum Þær eru nokkrar veiðiárnar sem hafa verið boðnar út á þessum vetri, þetta eru Norðurá, Svartá, Hvolsá og Staðarhólsá og Setbergsá. Þessum þrem litlu, Svartá, Hvolsá og Staðar- hólsá og Setbergsá, helst illa á leigj- endum. Bændur við þessar veiðiár vilja alltaf meira og meira, þó veiðin sé alls ekki góð sumar eftir sumar. Svartá er þarna fremst í flokki en Stangaveiðifélag Reykjavíkur tapaði mikið á henni í sumar sem leið. Það er ekki hægt að selja endalaust í veiðiá sem lítið veiðist í og eitthvað verður aö slaka á kröfunum. Eða finnst alltaf „einhver sem býður nógu hátt?“ Nóg að gera hjá Dorg- veiðifélagi íslands Þessa dagana er Dorgveiðifélagiö að undirbúa vetrarstarfið og ætlar að halda íslandsmót á sjö stöðum á landinu. Allir geta því tekið þátt í þessu mótum. Dorgveiðifélag íslands hefur látið hanna fyrir sig merki en formaður félagsins er Björn G. Sig- urðsson Akureyri. -G. Bender Þjóðar- spaug DV Himnaríki Núútskrifaöur læknir, sem starfaði á sínum tíma á Land- spítalanum, fór eitt sinn að hitta sjúkling sem var að vakna eftir svæfingu. Um leið og hann opn- aði stofudyrnar heyrðist í klukk- um Hallgrímskirkju. „Ég er þá komin til himna,“ tautaði sjúklingurinn, sem var að koma til sjálfs sín, eftir fyrsta klukknahljóm. Því næst leit sjúklingurinn framan í lækninn og bætti við. „Nei, annars, það getur ekki veriö. Þarna er Ólafur læknir.“ Alltafþær Tveir menn voru eitt sinn að ræða saman um tíða hjónaskiln- aði annars þeirra. „Nú ert þú að skilja í fjórða sinn. Er þetta alltaf þér aö kenna,“ spurði hinn. „Nei, það eru alltaf þær sem heímta skilnað.“ Algebra Kona ein var geysilega stolt af syni sínum sem kominn var i menntaskóla. Einhverju sinni, er hún var að segja vinkonu sinni frá gáfum sonarins, birtist hann skyndilega í dyragættinni. Móð- irin vildi þá endilega sýna, hversu vel hann væri að sér og sagði við hann: „Eyvi minn. Segðu nú góðan daginn á algebru fyrir hana Gunnu.“ Ástarleikurinn Maður einn fór hálfnauðugur með konu sinni á ballettsýningu í Þjóðleikhúsinu. Er hann liaiði kva- list í stutta stund ámeöan ein dans- mærin var að teygja úr sér að svið- inu sagði hann við konu sína: „Mér þætti gaman að vita hvað þessi ballerína myndi gera ef ég stykki upp á sviðið og ætti með herini smá ástarleik." Konan hló að manni sinum, en sagði því næst: „Mér þætti gaman að vita hvað þú myndir gera ef áhorfendur klöppuðu og vildu fá endurtekn- ingu.“ Magnús Jónasson og fleiri fluttu tillögu á aðalfundi Stangaveiðifélags Reykjavíkur um upptöku neta í Ölfusá og Hvítá í Árnessýslu. Hér sést Magnús á bökkum Norðurár með Bob Hamilton. Finnur þú fimm breytingai? 84 Heimilisfang: - Þetta er siðasta tréð, frú, en þú getur sparað þér heilmikla peninga þvi það komast svo fáar Ijósaperur á. © PIB copenhagen Nafn: © PIB copenhagen Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum viö nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 84 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir áttu- gustu og aðra getraun reyndust vera: 1. Sigurlína Sigurjónsd. Gránufélagsgötu 41, 600 Akureyri 2. Páll H. Sigvaldason, Hjarðarholti 18, 300 Akranesi Vinningarnir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.