Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 35
saman hófum við linnulausar æfing- ar með marklendingar, sprengjukast og annað tilheyrandi. Við fórum brátt að fylgja skipaíestiun áleiðis frá landinu. Bæði var um að ræða skipa- lestir sem sigldu áleiðis tii Rússlands eða Englands sem og vestur um haf. Einnig flugum viö til móts við skipa- lestir sem voru að koma til landsinsf Okkar hlutverk var að leita uppi þýska kafbáta og það skipti megin- máh á þessum tíma að fljúga nógu vítt og breitt yfir, því að kafbátamir þurftu að koma úr kafi með ákveðnu millibili til að endurnýja súrefnis- birgðir. Að_ minnsta kosti einn þýskur kaf- báður náðist fyrir tilstilll Northrop- vélar. Komið var að honum á sigl- ingu imdan landinu og eftir nokkurt sprengjukast gafst áhöfn hans upp og Bretar náðu honum. Ég fór nokkr- ar flugferðir án þess að til stórtíðinda drægi í þeim ferðum. Hér hafði 330. flugsveitin bækistöð í tvö ár eða þar til í apríl 1943 . að hún var flutt til Skotlands. Þá hafði fækkað nokkuð í flugflotanum vegna skorts á vara- hlutum. Af mér er það að segja, að síðari hluta árs 1941 fóru að berast skýrslur um fullnáin samskipti ís- lenskra stúlkna og norskra her- manna. Þótti nauðsynlegt af þessu tilefni og öðru að Norðmenn héldu uppi löggæslu með sínum mönnum og ég var gerður að lögreglustjóra norsku flugsveitarinnar. Þetta starf krafðist hins vegar sér- þjálfunar og var ákveðið að senda mig vestur um haf til að fullnema mig í fræðunum. Á aðfangadag jólá 1942 lagði ég upp frá Reykjavík á risa- stóru amensku. skipi sem sigldi í skipalest. í þeirri lest voru meðai annarra skipa Lagarfoss og Goðafoss á leið til Boston. Við lentum brátt í miklu ofviðri, og þegar því slotaði voru ekki önnur skip úr lestinni sjá- anleg en Fossarnir tveir. En við dól- uðum áfram áleiðis til New York. Byssunni beitt Þegar við áttum eftir sólarhrings- siglingu til hafnar og sigldum í björtu veðri varð skyndilega vart við sjón- pípu kafbáts hafmegin við skipið. Við höfðum eina stóra byssu um borð okkur tfl vamar, en kafbáturinn var svo nálægur að ekki var unnt að beina byssunni svo neðarlega. Menn stóðu þama vanmáttugir við borð- stokkinn og horfðu á tum kafbátsins sem sigldi samsíða skipinu. Enginn hreyfði hönd né fót enda fátt til ráða. Frekar en ekki neitt kippti ég skammbyssu minni úr slíðri og skaut fimm skotum að turni kafbátsins. Ekki veit ég hvort þessi árás hafði nokkur áhrif, en skömmu seinna hvarf þó óvinurinn. Þar sem við vissum af kafbátnum nálægt okkur höfðu menn vara á sér um nóttina. Sjórinn var fullur af maurildum og skyndilega sáum við rák tundm'skeytis koma æðandi í átt að skipinu'. Við gátum ekkert aðhafst annað en horft á tundurskeytið nálg- ast og bíða eftir sprengingu. En það hvarf undir bóginn án þess að nokk- uð gerðist. Við vorum að geta þess til, að kafbátuinn hefði skotið því af það löngu færi að það hefði verið farið að missa ferð og síga í sjó, þeg- ar það kom að skipinu, og þess vegna farið undir það. Enduðu þar með þessar gagnkvæmu árásir okkar og kafbátsins og við náðum í höfn án þess að til frekari vopnaviðskipta kæmi. Innanhersátök Næstu mánuði var ég í þjálfun hjá kanadísku riddaralögreglunni í Tor- onto. Þama voru við þjálfun tjöl- menn hð úr flugher og sjóher og var grunnt á því góða milli sveitanna þar sem hvor sveitin þóttist yfir hina hafin. Eitt sinn var ég að koma út af veitingahúsi ásamt öðrum herlög- reglumanni. Ég var í einkennisbún- ingi sjóhers. Á götunni fyrir framan matstaðinn gat þá að líta tvær fjöl- mennar fylkingar, önnur frá sjóher og hin frá flugher, og stóðu þær and- spænis hvor annarri og voru í þann mund að rjúka saman í heiftúðug átök. Ég sá að hér var þörf skjótra viðbragða, gekk að foringja annars liðsins og spurði hvort ætlunin væri að menn reyndu hér með sér í fúl- ustu alvöru. Ég gæti sagt honum það að Hitler yrði ánægðm- þegar hann frétti að þeir væru farnir að drepa hver annan. Fyrir nú utan þá sem eftir lifðu og fengju dóm fyrir tiltæk- ið. Er ekki að orðlengja það, að hðs- safnaðurinn leystist upp og menn gengu hljóðir og hógværir á braut. Þegar náminu var lokið var flug- sveitin komin th Skotlands og ég var sendur þangað. Ég fór með gömlu norsku hvalveiðiskipi frá Halifax til Glasgow og hafði með mér 18 fanga. Þetta voru sjómenn sem höfðu farið af norskum skipum í Bandaríkjun- um og orðið innlyksa þar. Ferðin til Glasgow gekk vel, sléttur sjór alla leið og fangamir hinir stihtustu. Trúðu á sigur Eftir að hafa skilað af mér föngun- um hélt ég til Uban í Skotlandi þar sem flugsveitin var farin að þjálfa sig á Sunderland flugbáta. Þegar því lauk vorum við sendir til Hjaltlands- eyja og höfðum aðsetur í Sullonvoe þar sem var flugvöllur en er nú olíu- stöð. Verkefni flugsveitarinnar var þaö sama og á íslandi, fylgja skipa- lestum og leita uppi kafbáta. ég var þarna sem yfirmaður herlögreglu en engin stórmál komu upp og sam- skipti við íbúana vandræðalaus. Á Hjaltlandséyjum var ég síðan aht til stríðsloka en hélt til Noregs og hitti konu mína og son í fyrsta sinn í öll þessi ár. Ég hafði staðið við ákvörðun mína um að ganga tíl hðs við Norð- menn í stríðinu, en atvikin höguðu því þannig að ég lenti aldrei á ví gvell- inum sjálfum, ef svo má segja. Hins vegar sá ég margar hörmulegar af- leiðingar stríðsins og þegar ég gekk í herinn vissi enginn hvernig því myndi lykta. Norðmenn börðust hins vegar hetjulegri baráttu heima og heiman öll stríðsárin og trúðu ahtaf á sigur. (Ath: millifyrirsagnir eru blaðsins) Torfærumyndbönd Stöðvar 2 XXX sumarsins 1990 XXX Jólamarkaður miðbæjarins, Austurstræti. S. 78378 - 43776 Visa - Euro - Póstkrafa Æ JEPPAKLÚBBUR REYKJAVÍKURtfMSf * r» -^Bílabú6 Benna Aukahlutir Varahlutir Sérpantanir Vagnhöfóa 23, sími 685825 ÞAR SEM ALLT FÆST í JEPPANN YFIR ISLANDI Ekki bara bók heldur kjörgrinur Verð kr. 4.460 Fæst í tlestum bóka- og minjagripaverslunum um aTlt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.