Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. 41 hún fór á eftir honum til Ameríku. Lagði af stað út í óvissuna en ferðin bar ekki árangur að öðru leyti en því að Guðlaug kom heim með barn hans undir belti. „Konan hans var sjúkl- ingur og hann gat ekki skilið við hana,“ segir hún. „Það var áfall sem ekki verður lýst með orðum. En ég er búin aö fyrirgefa honum fyrir löngu.“ Guðlaug var ekki mjög sleip í ensku en hann, sem var lærður lög- fræðingur, fór í háskólann til að læra íslensku. í bókinni segir hann að þau hafi skipst á orðunum: Ég mikið, ég meira. Hún sagðist elska hann mikið, hann meira. Hún sagðist ætla að ís- lenska nafnið hans og kallaði hann Lúðvík og þar sem faðir hans hét einnig Louis sagði hún hann Lúð- víksson. Guðlaug fór tvisvar til Bandaríkj- anna og í síðara skiptið dvaldi hún í heilt ár hjá vinafólki sínu, íslenskri vinkonu sem giftist bandarískum hermanni. Þau Louis hittust nokkr- um sinnum á þeim tíma. Eftir ferðir Guðlaugar til Ameríku var klippt á samband þeirra. Guðlaug ól son sinn upp, festi kaup á eigin íbúð og vann áfram í Landsbankanum. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík. Bjó lengst af með móður sinni og syni og giftist aldrei. Móðir hennar dvaldi síðustu árin einnig á Elliheimilinu Grund en hún varð 102ja ára. Guð- laug sá aldrei neinn annan mann. Syninum var sagt að faðirinn væri dáinn. Leitaði föður síns Þegar Sveinn Áki fór að eldast og spyrjast fyrir um föður sinn var fátt um svör. „Ég vissi að það var eitthvað bogið við þetta og grunaði að hann væri ekki látinn. Mig grun- aði að hann hefði verið bandarískur hermaður og fékk það staðfest hjá móður minni. Ég fór að spyrjast fyr- ir um hann á flestum þeim stöðum sem mér datt í hug. Ég skrifaði lög- reglustjóranum í San Antonio. Fékk fyrst ekkert svar, skrifaði því aftur og sagðist hafa farið í sendiráðið og vissi um hann. Þá fékk ég strax svar frá skrifstofu sem 'hefur með að gera týnt fólk. Þeir höfðu sett sig í sam- band við föður minn en þar sem hann kannaðist ekki við mig vildu þeir ekki gefa mér upp heimilisfangið. Þeir höfðu hins vegar gefið honum mitt heimilisfang. Það leið nokkur tími þar til ég dreif í að gera eitthvað í málinu. Það versta var að ég vissi ekki hvernig ég ætti að kynna mig fyrir föður mínum,“ segir Sveinn Áki, sem er 43ja ára, þar sem hann situr við hlið móður sinnar. Eigin- kona mín sendi bréf til Póst- og síma- málastofnunar í San Antonio, en við vissum að hann byggi þar, og sagðist vera mikill símaskrársafnari og að hana vantaði einungis skrána frá þessari borg. Nokkrum mánuðum síðar fékk hún símaskrána senda í sjópósti og jú, við fundum nafnið hans og heimilisfang," segir Sveinn ennfremur. „Stuttu síðar sendi hann mér skeyti og nú á ég nákvæmar veður- farslýsingar frá San Antonio sl. tutt- ugu og þrjú ár. Hann er mjög harður í skriffmnskunni.“ Þannig lýsir Louis þessu í bók sinni: „Það hðu 23 ár. Þá fæ ég bréf. Stórt gult umslag með hörðum spjöldum. Upp úr því dreg ég stóra brúðar- mynd. Tvö glæsileg ungmenni, geisl- andi af lífsgleði, trúnaðartrausti og hamingju. Hún ljóshærð og björt yfirlitum í hvíta kjólnum sínum, krýnd slæðu sakleysisins.. Hann dökkur á brún og brá. Um leið og ég sé svipinn verður mér hverft við. Það kemur eins og högg í hjartað. Á baki myndarinnar stendur skrif- að: Til föður míns - mig langaði bara að þú fengir að sjá hvað þú átt fall- ega tengdadóttur. Þinn sonur Sveinn Áki Lúðvíksson. Ég gat ekki neitað því sem ég vissi um leiö og höggið kom. Hann var lif- andi eftirmynd Raymonds bróöur míns. Áþekkur sjálfum mér en alveg eins og Ray... ... Við þekkjumst núna. Það er honum að þakka, ekki mér, að ég fékk að kynnast honum eftir öll þessi löngu tómu ár.“ Sveinn Áki er einkasonur Louis Guðlaug Sigurðardóttir i dag. Marshall. Hann varð ekkjumaður og talar um einmanalega ævi. Engirerfiðleikar Guðlaug vill ekki meina að það hafi verið erfitt að vera einstæð með lítið barn. „Ég hafði góða aðstööu og átti góða móður sem gerði allt fyrir mig. Ég var aldrei litin hornauga þrátt fyrir að ég væri með hermanns- barn. Þegar ég kom heim eftir að ég átti haim beið uppbúið barnarúm heima hjá mér. Vinkona mín, eigin- kona Björns Ólafssonar í Kóka kóla, haföi.komið með það.“ Guðlaug og Louis skrifuðust á um tíma en hún lét Svein Áka brenna öll bréf og myndir þegar hún flutti á elliheimilið fyrir nokkrum árum. Hann leit ekki á bréfin og hún vill ekki tala um hvað í þeim stóð. „Mað- ur verður að eiga eitthvað fyrir sjálf- an sig,“ segir hún. Guðlaug segist ekki vera bitur út í lífið. Hún á sínar góðu minningar. Hún segist alltaf hafa verið heilbrigð og vann úti allt til sjötugs - í Lands- bankanum. Louis vann sem lögfræð- ingar en á áttræðisaldri dreif hann sig í að læra hagfræði og lauk dokt- orsprófi í þeirri grein auk lögfræð- innar. „Hann haföi ekkert að gera eftir að hann hætti að vinna og klár- aði þá doktorsnám, sem hann var byijaður á, í lögfræði og hagfræði," segir Sveinn Áki. „Þegar þvi var lok- ið settist hann niður til að skrifa bókina. Hann skrifaði hana í sam- starfi við Áslaugu Ragnars en hann keypti sér faxtæki og sendi allt efni í gegnum það,“ heldur Sveinn áfram. Gott samband Sveinn hefur alloft hitt föður sinn frá því þeir kynntust. „Hann bauð mér og fjölskyldu minni til sín 1 fyrsta sinn en svo hef ég þrívegis hitt hann í San Antonio eftir það. Einnig hefur hann komið hjngað til lands, síðast sl. sumar en þá hélt hann fyrirlestur í Árbæjarsafni í til- efni af að fimmtíu ár voru liðin frá hernáminu." Sonur Sveins Áka var skiptinemi í eitt ár í Bandaríkjunum og þá haföi hann samband viö afa sinn. „Hann átti eitt sinn að skrifa ritgerð um kreppuárin í Bandaríkjunum. Þá leitaði hann til afa síns sem skrifaði átta vélritaðar síður um kreppuárin fyrir barnabamið en kennarinn sagðist aldrei fyrr hafa séð svo ítar- lega skrifað um þann tíma,“ segir Sveinn Áki ennfremur. Þegar Guðlaug er spurð hvort hún heföi ekki viljað fá Louis til sín svo þau gætu eytt saman elhárunum svarar hún: „Æth við séum ekki orð- in of gömul til þess. Ég haföi gaman af að hitta hann aftur en það var óneitanlega svolítið skrýtiö." Guðlaug, sem uppliföi tvisvar sinn- um ástarsorg vegna erlendra her- manna, segist vera glöð yfir að eiga soninn. „Hann var það eina sem ég gat huggað mig við,“ segir hún. „Og sé ekki eftir að hafa átt þennan dreng nema síður sé. Stundum þegar ég hugsa til baka fmnst mér eins og þetta hafi aldrei gerst. Þetta er fjar- lægt enda langt síðan. En maður gleymir aldrei ástinni." -Ætlar Guðlaug að lesa bókina? „Ef hún er á íslensku þá les ég hana að minnsta kosti tvisvar.“ -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.