Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Myndbönd Tvær nýjar kvikmyndir koma á mikilli hraðferö inn á listann. Önn- ur þeirra, Look Who’s Talking, er sjálfsagt búin að vera einhver allra vinsælasta kvikmyndin sem sýnd var í bíóhúsum á höfuðborgar- svæðinu á þessu' ári, enda er hér um smellna íjölskyldumynd að ræða. Hin er Nuns on the Run, bráöskemmtileg bresk gaman- mynd sem nánar er fjallað um hér á síðunni. Að öðru leyti er lítið að gerast, en nokkrar góðar myndir eru væntanlega í síöustu viku fyrir jól. 1 (1) Hunt for Red October 2 (2) An Innocent Man 3 (-) Look Who’s Talking 4 (3) Born on the Fourth of July 5 (4) See No Evil, Hear No Evil 6 (-) Nuns on the Run 7 (8) Harlem Nights 8 (6) Steel Magnolias 9 (10) Downtown 10 (7) Sea of Love ★★!4 Fyndnir hrakfallabálkar WILT Útgefandi: Haskolabió. Leikstjóri Michael Tuckner. Aðalhlutverk: Griff Rhys Jones, Mel Smith, Alison Steadman og Diana Qu- ick. Bresk, 1989 - sýningartími 92 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Þegar breskum tekst vel upp í gerð grínmynda er ekki til betri kvikmyndahúmor. Sum atriðin í Wilt eru gædd þessum óborganlega húmor og í heild er myndin stór- sniðug þótt eins og oftast í farsa- kenndum kvikmyndum komi fyrir atriði þar sem húmorinn dettur niður en þau er fá hér. Henry Wilt er kennari sem býr með ráðríkri eiginkonu og í byrjun er það engin hugsun sem sækir jafnfast á hann eins og hvernig hann eigi að losna viö eiginkonuna. Einn daginn, eftir að hjónunum hafði lent saman hjá vinafólki, hverfur eiginkonan. Aöur en aum- ingja Wilt getur snúið sér við er hann handtekinn og ásakaður um morö, enda hafði sést til hans s'ting- andi hníf hvað eftir annað í kven- mannslíkama. Það sem vitnin sáu ekki var að þetta var brúða í kven- líki sem vægast sagt hafði gert Wilt lífið leitt. Lögregluþjónninn, sem fær málið til meðferðar, hefur aldrei heyrt aðra eins 'sögu og er ákveöinn í að knýja fram játningu hjá Wilt (en þá fengi hann stöðu- hækkun). Það er ekki síst skemmtilegum töktum aðalleikaranna Griff Rhys Jones og Mel Smith að þakka hversu fyndinn Wilt er. Þeir ná góðum tökum á skemmtilegum hrakfallabálkum. Sérstaklega er það Mel Smith sem nær þessum fína farsaleik sem ábyggilega á eft- ir að fleyta horium langt. Þá hefur hann einnig sérstakt útht sem hjálpar mikið í gamanleik. -HK 'jg* dfl|i Æ Nútímasjórán ACT OF PIRACY Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: John Bud Cardos. Aóalhlutverk: Gary Busey, Belinda Bau- er, Ray Sharkey og Nancy Mulford. Bandarísk, 1988 - sýningartimi 100 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. í Act of Piracy leikur Gary Bus- ey, fyrrverandi Vietnam-hermann- inn Ted sem er hálfgerður vand- ræðaseggur. Eiginkonan hefur far- ið frá honum með tvö börn þeirra og nú er svo komið fyrir honum að hann varður að selja einu al- mennilegu eignina sína, snekkju sem hefur verið hans stolt og yndi. Hann á að sigla henni til Ástralíu þar sem kaupandinn bíður hennar. Ted fær að hafa börnin sín með og haldið er af stað í ferð sem á að veröa skemmtiferð. Strax fyrstu nóttina ræðst hópur nútímasjó- ræningja á skipið og drepur alla nema börnin tvö og Ted, sem allir halda að hafi verið drepinn. Hon- um er bjargað og þegar lögreglan getur lítiö aðhafst í málinu grípur hann til eigin ráða ásamt sinni fyrrverandi og leitar uppi sjóræn- ingjana. Miðað við fyrirfram hugmyndir kom Act of Piracy nokkuð á óvart. Myndin hélt spennu allan sýning- artímann og sum atriðin geta vel sómt sér í kvikmynd sem meira er lagt í. Nokkrir lausir endar eru þó í handriti en í þessu tilfelli kemur það ekki að sök. Leikarar standa sig yfirleitt með prýði. Sérstaklega er minnisstæður leikur Ray Sharkey í hlutverki „skæruliðaforingjans“. Verri manngerð hefur maður varla séð í kvikmynd. Hvernig hann fór með unnustu sína þegar honum sinnað- ist við hana líður mönnum seint úr minni. Gary Busey er kannski heldur þunglamalegur í hlutverki hetjunnar en skilar textanum vel. í heild er Act of Piracy hin besta afþreying. -HK Kjarnakonur STEEL MAGNOLIAS Útgefandi: Bíómyndir Leiksljóri:. Herbert Ross eftir handriti Robert Harling Aöalhlutverk: Sally Field, Dolly Parton, Shirley McLaine, Daryl Hannah, Olymp- ia Dukakis og Julia Roberts. Leyfö öllum aldurshópum Bandarísk - 1989 Sýningartimi 114 mínútur Mynd þessi er gerð eftir leikriti sem fékk mjög góðar viðtökur vestra. Hér er fjallað um sex vinkonur sem búa í htlum bæ í Louisiana í Banda- ríkjunum. Þær eiga eins og aðrir við sín vandamál að stríða en vin- áttan gerir þeim kleift að deila gleði og sorgum og styðja hver aðra. Hér er horft á lífið frá sjónarhóli kvenna og karlmenn koma lítið eða ekkert við sögu nema sem skraut- legar aukapersónur sem litlu máli skipta. Mikið stjörnulið prýðir myndina og hvergi slegið af. Sally Field og Julia Roberts eru í einna stærstum hlutverkum og standa sig báðar mjög vel. Field hefur sýnt og sann- að að hún er frábær leikkona. Shir- ley McLaine leikur einn mesta pil- svarg og fýlupoka sem sést hefur á tjaldinu í áratugi og er hreint dá- samleg. Olympia Dukakis og Darryl Hannah eru mjög góðar. Einna síst er að mínu mati Dolly Parton en það er kannski sérviska. Mér hefur aldrei þótt hún góð leik- kona. Hlutverkin eru frá hendi höfundar öh mjög vel skrifuð og heilsteyptar persónur skapaðar. Þrátt fyrir að allar höfuðpersón- urnar tilheyri hinu mjúka kyni verður tæplega sagt að tekin sé mjög feminísk afstaða. Það er fyrst og fremst verið að fjalla um fólk og það mæðraveldi sem þarna gef- ur að líta er miklu eldra en allar jafnréttiskenningar. Leikstjórinn gefur sér góðan tíma til þess að segja söguna og er óhræddur við að láta leikarana gefa tilfinningum sínum lausan tauminn. Á köflum jaðrar frásögnin við væmni en það er í rauninni allt í lagi. Mér fannst myndin heldur betri þegar ég sá hana í annað skipti og hika ekki við að mæla með henni við hvern sem er. -Pá. Nimnur á flótta NUNS ON THE RUN Útgefandi: Skifan Leikstjórn og handrit: Jonathan Lynn Aðalhlutverk: Eric Idle og Robbie Coltr- ane Leyfð ölium aldurshópum Bresk - 1990 Sýningartimi 90 mínútur Brian og Charhe eru orðnir leiðir á vinnunni, stressinu og húsbónd- anum og langar mest til að stinga af frá öllu saman. Eirin galli er á gjöf Njarðar. Þeir njóta engra eftir- launaréttinda því Brian og Charlie eru atvinnubankaræningjar. Því er eina von þeirra að stela stórri pen- ingaupphæð og stinga af til Ríó. Þeir velja sér afar óheppilegt fórn- arlamb því þeir stela stórri fúlgu frá kínversku mafíunni. Þetta er afar óheppilegt því þessum sömu peningum ætlaði Case, húsbóndi Charlie og Brians, að stela. Þeir félagar eru því á flótta undan fjölda manns og svo fer að þeir leíta skjóls í nærliggjandi nunnuk- laustri. Þar ákveða þeir að bíða af sér mestu lætin dulbúnir sem nunnur. Vinkona Brians, hálfblind þjónustustúlka sem stöðugt er að týna gleraugunum sínum, flækist í málið auk þess sem félagarnir verða fórnarlömb fjáröflunar nunnanna. Eric Idle lék í fjölda Monty Pyt- hon mynda og skyldleikinn er aug- ljós. Mörg atriðanna minna bein- línis á þær frægu gamanmyndir og húmorinn er á köflum af sama toga. Idle og Coltrane fara á kostum í nunnubúningunum og hafa kirkj- una óspart aö skotspæni. Sögu- þráðurinn er léttgeggjaður og far- sakenndur en fyrst og fremst er myndin óborganlega fyndin. Hér er gamanmynd sem óhætt er að mæla með við hvern sem er. Grunsamlegur nágranni CURIOSITY KILLS Útgefandi: Laugarásbíó. Leikstjóri: Colin Bucksey. Aðalhlutverk: C. Thomas Howell, Rae Dawn Chong, Courtney Cox og Jeff fa- hey. Bandarísk, 1989 - sýningartími 116 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Þegar Curiosity Kills er skoðuð er ekki laust við að hún veki upp minningar um þekktar sakamála- myndir. Ekki er samt um neina beina eftirlíkingu að ræða heldur er þemað klassískt og hefur oft verið notað áður með góðum ár- angri.. C. Thomas Howell leikur ijós- myndarann Cat Thomas sem býr í stóru fjölbýlishúsi þar sem lista- menn hafa hreiðrað um sig. Sá sem býr við hlið hans er málari og virð- ir Cat hann mikið. Dag einn finnst hann myrtur, að því er virðist að ástæðulausu. Varla er búið að taka líkið út úr íbúðinni þegar nýr leigj- andi er kominn. Nýi leigjandinn er myndarlegur ungur maður, vel kæddur og ólíkur öðrum leigjendum. Cat fær strax illa bifur á honum og tekur upp á því aö setja hljóðnema í loftræsti- kerfið til að geta fylgst með hvað fer þarna fram. Grunur Cat er fljót- lega staðfestur og áður en hann veit af er hann farinn að skipta sér af máli þar sem eitt morð til eöa frá skiptir engu máli. Curiosity er að mörgu leyti vel gerður þriller. Það er aðeins í lokin að söguþráðurinn fer að virka ósannfærandi, ánnars er héh um ágæta skemmtun að ræða sem unnendur spennumynda geta vel sættsigvið. -HK Vandræðaunglingar THE DELINQUENTS Útgefandi: Steinar Leikstjóri: Chris Tomson Aðalhlutverk: Kylie Minogue og Charlie Schlatter Áströlsk-bandarisk -1989. Sýningartími 100 mínútur Bönnuð innan 12 ára Lola Lovell er uppreisnargjarn unglingur í Ástralíu árið 1957. Móð- ir Lolu flakkar um og leikur á píanó á krám og drekkur meira en góðu hófi gegnir. Lola verður ástfangin þegar hún er aðeins 15 ára gömul. Þá kynnist hún Brownie Hansen sem er óhamingjusamur jafnaldri hennar. Sá á auma vist hjá móður sinni og stjúpfóður sem lemur Brownie eins og harðan fisk. Bles- suð börnin eru náttúrulega stokkin upp í rúm með það sama og áður en nokkur maður fær rönd eða hnjákoll við reist er Lola ófrísk. Þau hlaupast saman á brott frá öllu saman og halda að þar með leysist öll þeirra vandamál. Móðir Lolu hefur uppi á þeim, sendir þá stuttu í fóstureyðingu og á betrunarhæli og Brownie endar sem sjómaður. Þetta er óttaleg vella. Þeir drama- tísku atburðir, sem fjallað er um, ná aldrei athygli áhorfandans og lokaatriöið er eins og klippt út úr Fýkur yfir hæðir. Tíminn óg tíðar- andinn er mjög framandi og ókunnugur og leikararnir oftlega í hálfgerðum vandræðum með kli- sjukenndan textann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.