Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Henni er skotið úr jafnstórum skot- hylkjum og er þrisvar sinnum léttari og fer með þrisvar sinnum meiri hraða eða 3000 m á sek. Þá veit ég það. Ég hef sannarlega orðið margs vísari þessa síðustu daga. Þótt þessi ágæti læknir sé einkum hingað kominn til að taka á móti frönskum ráðherra lætur hann engu að síður í ljósi ánægju sína yfir að hitta nú í fyrsta skipti á ævinni mann frá íslandi. Áður en hann fer með okkur inn í annað herbergi til að sýna okkur frekari gögn, segir hann okkur ýmislegt um sjúkrahúsið. Hér starfa 28 læknar og 250 hjúkruna- rfræðingar, og síðan Intifada hófst r desember 1987 hafa 1000 sjúklingar verið lagðir hér inn vegna sára sem þeir hafa hlotið í viðskiptum við ísra- elsher, auk þess sem um 3000 hafa fengið gert að minniháttar sárum eftir barsmíðar, táragasárásir og byssuskothríð. Hann dregur fram skýrslur um aldur þessara u.þ.b. 1000 fórnarlamba stríðsins, og þar kemur fram að flestir eru um tvítugt og all- stór hópur innan við 16 ára aldur. Unglingar fórnarlömb átaka En nú erum við komin inn í annað herbergi og hann ætlar að sýna okk- ur nokkrar röntgenmyndir máh sínu til sönnunar. Til hliðar við dyrnar eru myndir af 5 eða 6 palestínskum drengjum, gullfallegum piltum sem allir hafa látið lífið hér á spítalanum síðustu dagana af völdum þessara „meinlitlu" trakteringa plastkúlu- morðingianna sem hér fara um borg og bý nótt sem nýtan dag í vírnets- bifreiðum sínum amerískum, með sín evrópsku og amerísku vopn, oft fullkomnuð af snilhgáfu þeirra sjálfra. Hverja myndina annarri skelfilegri ber fyrir augu, gúmmí- kúlur á stærð við fremsta köggul þumalfmgurs sjást sem hvítir fíring- ir sitjandi innan höfuðkúpunnar og á einni myndinni eru þær 6. Sundurt- ættir fótleggir á tveimur myndanna og sundraðir lærleggir á annarri. Eitt skotið hafði hæft konu, sem var að forða barni sínu tveggja ára inn undan gasárás sem skyndilega hafði hafist rétt við húsdyr hennar. Og nú er haldið upp á 3. hæð. Þar hitti ég 8 unga pilta bæði frá Gaza og víðar að, sem hér Uggja örkumla fyrir Ufstíð. Einn 17 ára lamaður fyr- ir neðan mitti með skot í mænu, ann- ar 12 ára með lamaðan hægri fót, aðrir með sundraða lærleggi, hand- leggsbrotnir, og sá yngsti, 10 ára, með nýtt andlit eftir áð gassprengja hafði tætt af honum andlitið. Um leið og ég kveð spyr ég einn þessara pUta hvort ég eigi að skUa einhveiju tU ungra pilta og annarra heima á íslandi. „Segðu þéim að þeir séu engar hetjur þessir ísraelsku hermenn, þeir eru huglausir svo lengi sem þeir beita þessum aðferð- um gegn okkur óvopnuðum, þótt við reynum að sýna viðbjóð okkar og fyrirlitningu á þeim mönnum sem ræna okkur öllum mannréttindum, menntun og eigin landi og reyna að svipta okkur sjálfsvirðingunni líka.“ Mér er dimmt fyrir sjónum þegar ég geng út í sólskinið og reyni að jafna mig í skugga tijánna sem breiða greinar sínar með fjólubláum blómum yflr mig. Ég kaupi ávaxta- safa af ungum'pútum sem hafa sett upp stasjón sína við hliðið að spíta- lanum þar sem þeir steikjá pylsur og rista brauð á viðarkolum. Síðan ökum við suður á brún Olíufjallsins, en þaðan er stórfenglegt útsýni yfir Jerúsalemsborg. Áður en ég held niður af fjallinu finnst mér maður frá Nazaret horfa mæddur yfir borgina fornu. Gengið í Getsemane Við höldum nú áfram ofan flug- brattan stíg og á vinstri hönd er Get- semanegarðurinn. Neðst i brekkunni þar sem gengið er inn í garðinn hgfa minjagripasalar sett upp búðir sínar. Ég geng inn í garðinn og lít yfir fjöl- skrúðugan suðrænan gróður, blóm og rósarunna og gömul ólífutré, kræklótt og margskipt. Eins og margar tijátegundir geta ólífutré náð mjög háum aldri, og sum trén sem hér vaxa eru tahn vera um 1500 ára gömul. Varla getur þó tréð sem Júdas hengdi sig í staðið hér enn. Róm- verski hershöfðinginn Títus, sem eyddi Jerúsalemsborg árið 70, lét höggva allan skóg á þessu svæði og notaði viðinn til að kynda elda að kalksteinsmúrum borgarinnar svo að þeir sprungu og hrundu auðveld- lega fyrir múrbijótum Rómveija. Inni í Getsemanegarðinum stendur Allraþjóðakirkjan, og fleiri kirkjur sem mér gafst ekki tími til að skoða. En inn í hana fór ég og hlýddi þar messu um stund. Hér gildir sama reglan og í moskunum fógru, að leið- sögumönnum er bannað að fylla hú- sið skvaldri, enda er hér friður og helgi innan dyra. Nafn sitt dregur kirkjan af því að 12 þjóðir stóðu að byggingu hennar árið 1924. Hún er einnig þekkt undir nafninu Píslar- kirkjan og stendur á grunni tveggja eldri kirkna frá 4. og 12. öld. Inni í kór þessarar kirkju getur að líta klettinn þar sem Kristur baðst fyrir og háði sitt sálarstríð nóttina áður en hann var svikinn og handtekinn. Purpuralit birta sáldrast töfrafull í gegnum alabastursglugga. Enn má sjá undir gleri í gólfrnu mósaík úr bysantínsku kirkjunni er hér stóð fyrir 1600 árum. GröfMaríu guðsmóður Ég geng út úr kirkjunni og fer um garðinn á ný. Við rætur Olíufjallsins er gröf Maríu guðsmóður. Sagt er að hér hafi verið kirkja á 6. öld yfir gröf- inni, en krossfarar sem komu hingað fundu rústir einar. Þeir byggðu nýja kirkju, sem eftir að krossferðum lauk var í umsjá ýmissa klausturreglna og kirkjudeida, og raunar múslíma líka, enda segir sagan að Múhameð hafi séð ljós yfir gröfmni á næturför- inni frægu frá Medína til Jerúsalem. (Ath. millifyrirsagnir eru blaðsins.) ' ■ ■■ L;' V * : - sps^ ■ Ungur piitur á al-Makassed sjúkrahúsi með sundurtættan fót eftir skothrið israelskra lögreglumanna. m\a £3ólsturgorðín Garðshorni við Fossvogskirkjugarð, sími 16541- GLÆSILEG HÚSGÖGN HÖFUM STÆKKAÐ VERSLUNINA MEÐ NÝJUM OG STÓRGLÆSILEGUM HÚSGÖGNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.