Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Huglausir ísra- elskir hermenn - dagbókarbrot frá Landinu helga Sr. Rögnvaldur Finnbogason, prestur á Staöastaö, hefur nýlega sent frá sér bók sem hann kallar Jerúsalem - borg hinna talandi steina. Þetta er dagbókarbrot úr ferð sem Rögnvaldur fór ásamt öðrum til Landsins helga í maí 1990. í bókinni lýsir Rögvaldur því sem fyrir augu ber um þessar sögufrægu slóðir Biblíunnar. Einkum hafa kynni hans af fórnarlömbum stríðsá- taka djúp áhrif á hann. í formála bókarinnar segir hann frá því hvem- ig hann var áður fyrr aðdáandi ísra- elsmanna og fannst flest gott sem þeir gerðu og réttlætanlegt. En sú skoðun hans átti eftir að breytast og í dag er hann fullviss þess að stofnun Ísraelsríkis 1948 hafi verið örlagarík mistök af hálfu þeirra sem hlut áttu að máli, mistök' sem grundvölluð hafl verið á samviskubiti Evrópu- manna og fullkomnu þekkingarleysi á málum og menningu araba í Palest- ínu. Það er Fjölvi sem gefur bókina út. Hér verður gluggað í kafla sem lýs- ir heimsókn Rögnvalds og samferða- manna hans á barnaheimili og sjúkrahús. Vatnið hitað með sólarorku í dag er sunnudagur. Haninn í garði nágrannans vaknar jafn- snemma helga daga-sem virka, enda er erfitt fyrir hanann að vita hvaða dagur er helgastur í þessari flöltrúar- borg. Ég rís því snemma úr rekkju og baða mig úr vatni sem hitað er með sólarorku. í gær var ég einmitt að skoða speglana hér uppi á hús- þakinu, sem taka við sólargeislun- um. Slíkan útbúnað hef ég aldrei séð fyrr, og alltaf er gaman að kynnast einhverju nýju. En ansi er ég hrædd- ur um að langur tími líöi áður en við förum að hita baðvatnið okkar á sama máta heima á íslandi. Af þaki hússins í Imam Húraíra- stræti blasir við hálfbyggð sumar- höll Husseins konungs á hæðinni vestur undan. Þar hefur ekki verið hreyft neinu síðan 1967 og staðurinn virðist friðhelgur í augum ísraelskra yfirvalda. Mér kemur í hug orðtakið gamla, að skrattinn þekki sína. En hér ætlaði þessi einvaldur Jórdaniu að spóka sig í flallasvalanum þegar of heitt yrði á honum í Amman. Ég vildi aftur á móti komast niður í borgina áður en hitinn yrði mér óbærilegur og þau Salman og Ingi- björg koma með mér. Við förum til móts við Amal, systur Salmans, og hittum hana á skrifstofu sinni. Þar er einnig vinkona hennar, María Kaileh. Þær segja mér að presturinn í heimabæ Maríu, Bir Zeit, ætti von á mér næstkomandi þriðjudag eftir hádegi. Hann er rómversk-kaþólsk- ur. Barnaheimili Intifada En fyrsti viðkomustaður minn þennan sunnudag er bamaheimih hér á Olíuflallinu, ekki langt frá al- Makassedsjúkrahúsinu, sem við ætl- um einnig að heimsækja. Þetta barnaheimih er til húsa á neðstu hæð í gömlu íbúðarhúsi og þar em allt að 40 börn þegar flest er. En hvernig hægt er að koma þeim fyrir í þessum þrengslum er mér huhn ráðgáta. AUt ber hér merki fátæktar, Utiö um leikföng og húsgögn fá og úr sér gengin - gjafir frá góðu fátæku fólki. Eldhúsið er örUtil kytra, þætti líklega í minnsta lagi í þriggja herbergja íbúð heima, og leirtau og eldhúsá- höld samansafn sitt úr hverri átt- inni. Þegar okkur bar að garði vom 12-14 börn þama sofandi og ég lædd- ist um til að taka af þeim myndir. Eitt þeirra vaknaði með hljóðum. Stúlkurnar sem hér voru að sinna bömunum voru aUar ungar, þær tvær sem ábyrgð bám á stofnuninni tuttugu og þriggja bg tuttugu og flög- urra ára. Kaupið var svo lágt að ég man ekki lengur töluna. Aðrar unnu þama kauplaust. En þetta heimiU gerir foreldrum kleift að sjá flöl- skyldum sínum farborða, því að þau störf sem Palestínumönnum bjóðast em þau lægst launuðu hér um slóðir. Hér var ég kominn á vestræna stofnun sem sprottin er upp við ómannúðlegustu aðstæður er hugs- ast geta í samfélagi sem er í umsköp- un á öUum sviðum. Intifada er ekki aðeins uppreisn gegn fasisma ísra- elsmanna, heldur líka uppreisn gegn fornum venjum og endursköpun samfélagshátta, sem ekki hafa að fullu rofið öll tengsl við þá tíð sem við heima á íslandi köllum miðaldir. Mér verður hugsað til stríösáranna heima og rifla upp þá þjóðfélags- byltingu sem af þeim leiddi og við höfúm ekki enn séð fyrir endann á, - hér er það sama að gerast en þó með öðrum hætti. Meöan við grædd- um á tá og fingri og gróðinn for- heimskaði okkur íslendinga þá stíga Palestínuarabar inn í nútímann í baráttu upp á Uf og dauða. Tilvera þeirra sem þjóðar er í húfi, lífi þeirra er ógnað, eignir þeirra eru í voða, þeir eru að veija arfleiö sína og tengsl við þetta land, sögu þess og menningu. Og blóðið flýtur dag hvern, miskunnarleysi og grimmd aðkomumanna á sér engin takmörk. Andrúmsloftið hræðilegt Andrúmsloftið hér er hræðilegt, í raun og veru ríkir hernaðarástand í landinu öUu. AUt hefur þetta laðað fram alla bestu kosti og eigindir með- al Palestínumanna. Hér þekkjast ekki vandamál vestrænna borga: eit- urlyflaneysla, sjálfsmorö og geðsýki, sem meðal okkar vex eins og krabba- meinsæxli í þjóðarUkamanum. Þannig eru tvær hliðar á því sem kallast Intifada, annars vegar kúgun, ranglæti og niðurlæging, sem æska þessa lands beftt gegn, því að hún veit að án fóma á hún sér enga fram- tíð í sínu eigin fööurlandi. - Hins vegar ótrúlegur lífsþróttur, sam- heldni og sjálfsvirðing og djúpstæð vinátta manna á miUi, sem í okkar samfélagi er að verða æ sjaldgæfari. Gull prófast í eldi og guðhræddir menn í nauðum, segir fornt máltæki af þessum slóðum, og þessa síðustu daga hef ég upplifað sannleik þessara orða. Við kveðjum þennan stað þar sem aUt vantar nema þetta eina, fórnfýsi og góðvild, þar sem starfsað- staðan er svo nöturleg, en allt er þó gert sem gera þarf og börnunum er sinnt af ástúð og gleði. Eins og hafn- firskur skrokarl Snertispöl frá barnaheimilinu komum við til al-Makassed, stærsta arabíska sjúkrahússins á Vestur- bakkanum. Fjöldi sjúklinga situr í skugga sarútijánna fyrir utan og bíð- ur þess að verði opnað. Við gefum okkur fram við vopnaðan vörð og okkur er hleypt inn, enda er erindið ekki að fá læknisþjónustu hér í venjulegum skilningi, en þjónustu þó. Gamall arabi lýtur fram af svöl- um á 2. hæð, ræskir sig djúpt og læt- ur grængolandi hroöann falla með smelli á stéttina fyrir neðan. Þetta minnir mig á tíð skrokarlanna í Hafnarfiröi þegar ég var strákur og dömlurnar fuku langar leiðir og höfnuðu - oftast, í hrákadöllunum hinum megin í búðinni hjá Ferdin- and Hansen. Yfirlæknir spítalans kemur innan stundar, hafði reyndar ætlað að vera heima þennan dag vegna eigin veik- inda, en átti von á franska mannúð- armálaráðherranum í heimsókn og dreif sig því á lappir, og við njótum góðs af! Plast- og stálkúlur Hann er hraðmælskur, auðsjáan- lega úrvinda af þreytu og langvar- andi spennu, en tekur til við að sýna okkur nokkrar „meinlausar" plastk- úlur og gúmmíkúlur, að ógleymdum sprengikúlum sem ísraelar nota gegn unghngum og til að kveða niður óeirðir og óspektir á götum úti. Gas- inu sleppir hann, en því fáum við að kynnast, þegar við komum út og finnum af því fnykinn í loftinu og við fætur okkar liggja hylkin af bombunum. Hann opnar blikkdós sem í eru minjagripir spítalans, ýms- ar tegundir fyrrgreindra kúlna, sem teknar hafa verið úr höfði, búk og limum fórnarlambanna. - Mikhr hermenn, ísraelsmenn, enda hefur virðing þeirra og vegur farið vaxandi eftir 6 daga stríöið 1967 og allt fram á síðustu ár, er heimurinn hefur fengið að kynnast snilld þeirra við að kveða niður uppsteyt krakka og unghnga. „Þessa notuðu þeir í upphafi, hún springur og tætir aht í mél þegar hún lendir í beini, fer með 1000 m hraða á sek. úr þessum stóru skothylkj- um,“ segir doktorinn og réttir mér þessa sakleysislegu flís úr stáli. „Þeg- ar spuröist að þeir beíttu þessum morðtólum gegn varnarlausum börnum mæltist þaö illa fyrir í ver- öldinni. Þá tóku þeir upp plastkúl- una.“ Hann réttir mér aðra ívið mirini. En sá er galh á gjöf Njaröar, að hún er aðeins húðuð stálkúla, plastiö er sakleysisleg auglýsingabreha til að véla um fyrir vinveittum og fáfróð- um blaðalesendum á Vesturlöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.