Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Helgarpopp Todmobile: Sálumessur og hanagal - innblásturinn víða fenginn Þó hjólin undir Todmobile séu aöeins þrjú hefur fyrirbærið lagt að baki torfæru þá sem liggur að eyrum fjöldans. Frumburður hljómsveitarinnar frá því í fyrra seldist í hálfu þriðja þúsunda ein- taka og þegar skammt er til jóla . vonast hljómsveitarmeðlimir til að gera helmingi betur með nýju plöt- una. í hugum tónlistarfíkla stendur nafn Todmobile fyrir metnaðar- fulla popptónlist þar sem viðfangs- efninu er veitt í aðra farvegi en títt er í þessum geira tónlistar. Nýja plata hljómsveitjarinnar er töluvert frábrugðin þeirri fyrri en það er alkunna í tónlistarheiminum að önnur plata hljómsveitar eftir gott start, getur orðið henni skeinuhætt sökum væntinga og ósanngjarnra krafna. Það lá því beinast við að byrja á því að inna meðlimi Todmo- bile eftir því hvort það hafi verið erfitt að byija á nýrri plötu ? „Nei alls ekki. Þær góðu viðtökur sem „Betra en nokkuð annað“ fékk gaf okkur byr í seglin. Það var ekki um það að ræða að væntingar um betri plötu plöguðu okkur, frekar hitt. Eftirvæntingin eftir því að byrja að skapa eithváð nýtt var mikil. Aðstæðurnar eru okkur talsvert hagstæðari nú en í fyrra. Fólk er hætt aö spyrja hvort Todmobile sé vörubílategund og það bendir til að hljómsveitin sé búin að skapa sér nafn. Við fundum talsvert fyrir því í fyrra að okkur var tekið með fyrirvara. Við vorum að gera nýja hluti og urðurn vör við vissa andúð sem lá í loftinu. Sumstaðar þóttu lögin of þung til að spila í útvarpi, svo dæmi sé tekið. Þessu virðist ekki vera að heilsa núna og með- byrinn er góður þessa dagana.“ Poppmessa? - í fyrra var mikið gert úr bak- grunni ykkar í klassískri tónlist. „Það var eitthvað sem varð til í fjölmiðlunum. Við höfðum engan áhuga á að baða okkur í þeirri umræðu allri. Það er fullt af fólki í bransanum sem á einhverskonar hijóðfæranám að baki. Munurinn er kannski sá áð við spilum öðru- vísi úr því. Lögin okkar eru frá- brugðin og í sumum tilfellum fer tónlist Todmobile betur innan „kirkjuveggja" en á dæmigerðum rokkstað. Þegar vinnsla á fyrri plötunni hófst hafði karlpeningur- inn í hljómsveitinni nýlokið við að skrifa hvort sitt verkið fyrir sinfón- íuhljómsveitina. Þaö kallar á mikl- ar pælingar og vinnu að skrifa fyr- ir 60 manna hljómsveit og við höf- um tekið svolítið inn af þeirri reynslu og notað í poppinu. Hljómasetningar og raddanir fá aðra meðferð hjá okkur í ljósi þess- arar reynslu. Þetta gefur tónlist- inni ákveðna breidd og vefurinn verður þéttari.“ Samkeppnin innan hljómsveitarinnar gerir henni gott - Þrjú. Angrar fæðin ykkur aldr- ei? „Það hefur bæði kosti og ókosti aö vera bara þrjú. Það sem er erfitt er að við verðum að fá „session" spilara okkur til fulltingis. Þeir eru í flestum tilfellum starfandi í öðr- um hljómsveitum og því ekki til- kippilegir hvenær sem er. Þannig var Todmobile nánast óstarfhæf i sumar þar sem þeir spilarar sem við vildum fá tU samstarfs voru flestir uppteknir. Þar að auki er þetta fyrirkomulag mjög dýrt, lau- nagreiðslur til aðstoöarmannanna ganga fyrir og það hefur komið fyr- ir að við þijú höfum þurft að borga meö okkur til að ná endum saman á tónleikum Todmobile. Upp á samvinnuna hefur það hins vegar mikla kosti að vera svona fá, það eru færri sem rífast. Það er nóg fyrir okkur þijú að brjóta odd af oflæti okkar þegar við erum að skapa, hvað þá ef við værum fleiri. í hljómsveitinni eru þrír egóistar, fæðin býr til hæfilega spennu og samkeppni okkar á milli og virkar þannig hvetjandi. Annar kostur er að við getum valið það samstarfs- fólk sem við viljum vinna með í hvert skipti, þ.e. svo framarlega að það sé tilbúiö til samstarfs við okk- ' ur. Við látum „karakter" laganna ráða því hvaða hljóðfæraleikarar ráðast til starfans. Einn bassaleik- ari passar betur en aðrir í ákveðið lag á plötunni og þá er hann feng- inn o.s.frv. Þannig er hópurinn sem við höfum valið til aö fylgja nýju Umsjón: Snorri Már Skúlason plötunni eftir einstaklega sam- stæður og góður, líklega besta bandið sem við höfum spilað með. . Talandi um „session" menn þá má nefna ágæta sögu af Einari Erni sykurmola sem við fengum til að blása í trompett í Hryllingslaginu. Eins og hans var von og vísa fórst honum starfið vel úr hendi. Hitt var hins vegar verra að í hvert skipti sem Einar átti leik í laginu hljóp hann með tilþrifum að hljóð- nemanum með trompetinn á vör- unum. Eftir á uppgötvuöum við að þetta sífellda þramm sykurmolans fylgdi með trompettleiknum á bandið og kostaði það töluverða fyrirhöfn að ná skóhljóðunum út.“ Langurvegur milli laga - Hvað var það sem þið vilduð gera öðruvísi þegar vinnsla nýju plötunnar hófst ? „Eyþór var með mjög ákveðnar hugmyndir í þá átt að gera fjöl- breytta plötu, svolítið bítlalega. Blanda saman ólíkum hlutum og varð ofan á að fara þá leið. Við vild- um teygja plötuna, stóru lögin áttu að verða mikil um sig og smærri lögin þá þeim mun léttari. Requiem annars vegar og Gúggúlú hins veg- ar eru ágæt dæmi um þá tvo póla sem platan flakkar á milli. Þannig býður nýja platan upp á meiri fjöl- breytni en „Betra en nokkuð ann- að“, en hún hefur á móti ekki til að bera sama heildarsvip og sú plata. Það eru ekki bræður og syst- ur á nýju plötunni og fyrir vikið hafa lögin kannski sterkari „kar- akter“ hvert fyrir sig. Það er nijög gaman að vinna'svoleiðis plötu og ekki síður gaman að flytja hana „læf‘. Hamskipti nánast í hveiju lagi.“ - Textarnir skiptast í tvö horn á plötunni. Alvarlega óg hina sem greinilega er ætlað að hafa skemmtanagildi. „Því er til að svara að lögin eru í fyrsta lagi mjög ólík og bjóða upp á ólíkar stemningar og síðan erum við þrjú mjög ólíkir textahöfundar. Eyþór er mikið niðri á jörðinni og fjallar mikið um sinn eigin reynslu- heim eins og t.d. í Eldlaginu. Þor- valdur er dreyminn og „fantaserar" út frá slíku hugarástandi á meðan Andrea er á alvarlegri nótum og meira innanfrá, persónulegri." - Skipta textarnir ykkur miklu máli ? „Gildi textanna er að aukast hjá okkur. Það er að verða meira um það að lag og texti verði til saman í stað þess að áður var lag og jafn- vel útsetning til áður en textinn fæddist. Nú erum við meira farin að þróa útsetningarnar út frá text- unum og það er að okkar mati meira spennandi því að þá er mað- ur að gera útsetningu um eitthvað. Skapa stemningu í kringum orðin. Ef textinn er góður þá bætir hann lagið tvímælalaust og eykur gildi þess. Dæmi um þetta er Eldlagið hans Eyþórs sem okkur hinum finnst magnast upp þegar hann syngur það því við vitum að hann er að- syngja um það sem hann þekkir. Hann er að syngja úr sér sársaukann. Það er aftur á mótí mjög mismunandi hvernig fólk grípur og skilur texta. Dæmi er Pöddulagið sem hefur talsvert heyrst í útvarpi. Maður hefur heyrt fólk sem ekki hefur nennt að spá í textann tala um það sem skemmti- lega lýsingu á heimi skorkvikinda á meðan textinn er í raun harður ádeilutexti. Grimmd í mannlegu samfélagi er sett í líkingarform." Nývinnubrögð - Urðu lögin til í hópvinnu? „í fyrra var sá hátturinn á, enda voru lögin búin að vera lengi til er þau fóru á plötu og því höfðu þau þróast í samvinnu. Nýja platan var hins vegar unnin mikið sitt í hvoru lagi aðallega vegna þess hve við höfum haft mikið að gera. í sumum tilfellum voru lög eingöngu í hönd- um höfundar þangað til í loka- vinnslunni aðhljómsveitin öll kom nálægt því. Auðvitað eru undan- tekningar á þessu eins og með lagið Gúggúlú sem varð til í fjölskyldu- ferð í Fellsmörk í sumar. Við erum frekar slök í skátalögunum og þess vegna tókum við fram lítir.n Casio skemmtara og byrjuðum að djamma á hann inni í tjaldi. Þar sem vinir og ættingjar tróðust inn í tjaldið og allt um kring stökk þetta lag nánast fullskapað fram á nokkrum mínútum. Það var heldur ekki að sökum að spyrja að Gúgg- úlú sló í gegn þarna í sveitasælunni og það var m.a. vegna þrýstings frá ferðafélögunum úr Fellsmörkinni að við ákváðum að setja lagið á plötu. Gúggúlú er lóð á vogaskálar fjölbreytninnar sem okkur finnst eftirsóknarverð og er aðall þessar- arplötu.“ -SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.