Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Blaðsíða 4
LAWlMMtitm 16. 'ÍÍfeSÉÍtöfcft 19*. Fréttir dv 1 Umboðsmaður Alþingis um Póst og síma: Eftirlitshlutverk með keppinautum óeðlilegt Póstur og sími neita ásökunum Verslunarráðs Islands Umboðsmaöur Alþingis ;segir í greinargerð sem hann hefur sent frá sér að hann telji óeðlilegt að Póstur og sími hafi samkvæmt lögum eftir- litshlutverk með varningi keppi- nauta og lögboðna verslunarstarf- semi á því sviði. Segir hann ástæðu til að endurskoða þetta með hliðsjón af þeim viðhorfum sem fram koma í lögum nr. 56/1978 um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti. Þetta álit umboðsmanns Alþingis er komiö til vegna kvörtunar sem honum barst frá aðila sem flytur inn símtæki sem Póstur og sími synjaði um viðurkenningu en veitti síðan öðrum aðila viðurkenningu á ná- kvæmlega sams konar símtæki. Á fimmtudaginn skýrði DV frá bréfi sem Verslunarráð íslands sendi samgönguráðherra og kvartaði yfir flölmörgu varðandi þjónustu Pósts og síma. Einnig því að söludeild Pósts og síma væri að reyna að ná til sín umboðum fyrir flarskiptatæki sem aörir aðilar hafa hér á landi. Nú hefur upplýsingafulltrúi Pósts og síma sent frá sér svarbréf við þess- um ásökunum Verslunarráðsins. Þar segir meðal annars að Póstur og sími neiti því alfarið að reynt hafi verið að ná umboðum frá seljendum not- endabúnaðar og að Póstur og sími mismuni viðskiptavinum sínum eins og haldið er fram í bréfinu og greint var frá i DV. Þá segir ennfremur að Póstur og sími hafi selt Cetelco farsíma síðan í júní 1989 og Storno farsíma síðan haustið 1989. Þá segir að erlendir framleiðendur farsíma hafi leitaö til Pósts og síma um sölu á sínum tækj- um. Segir jafnframt að Póstur og sími hafi síðastliðið vor lækkað verulega verðið á farsímum sem hann selur. Bréf Verslunarráðsins var ritað í apríl í fyrra og þar var einmitt bent á að Póstur og sími hefði ekki selt farsíma en væri að taka það upp. Þá hafa starfsmenn Verslunarráðsins haidiö því fram við DV að Póstur og sími geti lækkaö verð á farsímum því hann nái því upp í gjöldum þeim sem alhr farsímanotendur verða að greiða til stofnunarinnar. Þetta geti aðrir söluaðilar farsíma ekki gert. í bréfi upplýsingafulltrúans segir að síðan Verslunarráðið sendi bréfið til samgönguráðherra hafi ekki bor- ist kvartanir vegna prófunardeildar- innar. Einnig að yfirleitt gangi fljótt og vel að afgreiða umsóknir um sí- manúmer og línu þótt ekki sé alltaf hægt að tryggja aö alltaf séu til lausar línur. Þar sitji allir við sama borð, enda viti þeir ekki hvort síðar verði tengt við línurnar símabúnaöur eða myndsenditæki frá Pósti og síma eða einhverjum öörum söluaðila. -S.dór Nú styttist til jóla og verslun að komast i hámark. Það má þvi búast við mikilli ös i verslunum í dag. Myndin var tekin við skreyttan Laugaveginn i Reykjavík. DV-mynd GVA Þrýstingstapið í Hafnarfjarðaræð: Útfellmg reyndist orsökin - pípurnar verða hreinsaðar næsta sumar Sérfræðingar, sem unnið hafa að rannsókn á þrýstingstapinu sem varð á Hafnarflarðaræð síðasthðna helgi, lögðu í gær fram álit á fundi stjórnar Hitaveitu Reykjavíkur. Það reyndist rétt sem menn grunaði, magnesíumsíhkatútfelling var í æð- inni og hindraði rennsli. Gunnar H. Kristinsson hitaveitu- stjóri segir að menn hafi ekki viljað trúa að þetta gæti verið raunin og hefur neitað í samtölum viö DV að svo geti mögulega verið. Það kemur svo í flós núna að útfelling stíflaði pípur og síur. I skýrslu Orkustofnunar frá árinu 1988 segir að vitað sé að vandamál komi upp vegna magnesíumsílikats- útfellinga í þeim hitavgitum sem nota upphitað ferskvatn eins og gert er í Nesjavahaveitu. í skýrslunni seg- ir einnig aö koma megi í veg fyrir slíkt til dæmis með íblöndun þéttrar gufu sem lækkar sýrustig. Gunnar segir að menn hafi vitað um þessa hættu. „Auðvitað höfum viö verið að gera þessar ráðstafanir. Útfehing- arnar hættu í kringum 20. nóvember þegar menn komust niður á passlegt sýrustig. Allt sem féll út á fyrstu fimmtíu dögunum situr nú í pípun- um. Við eigum ekki von á meiri út- fellingum.“ Þrátt fyrir að útfellingar eigi að vera hættar segir Gunnar að fólk geti búist við drullu og skít í pípum og síum í vetur. „Það verður hreins- að jafnóðum. En Hafnarflarðaræðin lagast um leið og aukadælustöðin verður sett upp. Það hefur verið nægur þrýstingur í Reykjavík en kvartanir þaöan eru vegna óhrein- inda.“ Ekki er hægt að gera neinar ráð- stafanir nú til að hreinsa pípurnar. „Það eru hugmyndir um að gera það næsta sumar en við getum ekki farið að rífa pípurnar upp um miðjan vet- ur,“ segir Gunnar H. Kristinsson. -ns Borgarspítalinn: Óraunhæft að banna reykingar alveg „Það hafa verið ákveðnar frekari takmarkanir en veriö hafa á reyking- um á spítalanum frá og með áramót- um. Gestum verður alveg bannað að reykja. Starfsfólki verður heimilt að reykja í einu herbergi og sjúkhngar mega reykja á tilteknum stöðum. Þeir hafa mátt það hingað til en frá áramótum verða enn frekari tak- markanir á reykingum sjúkhnga," sagði Magnús Skúlason, aðstoðar- framkvæmdastjóri Borgarspítalans, í samtali við DV. Magnús segir að komið hafi til tals að banna reykingar algerlega á spít- alanum en frá því hafi verið horfið. Gerð var könnun um reykingar með- al starfsfólks spítalans. Helstu niður- stöður urðu þær að fólk var almennt á móti reykingum en var um leið ekki tilbúið að banna þær alveg. „Þessar aögerðir okkar eru alveg í samræmi við niðurstöður könnunar- innar. Frekari takmarkanir á reykingum er ákvörðun stjórnar Borgarspítalans en stjórnin sam- þykkti tillögur starfsmannaráðs þar um. Starfsmannaráði þótti óraun- hæft að banna reykingar alveg í 1. áfanga og vildi einnig koma til móts við vifla fólks eins og hann kom fram í könnuninni." -hlh Samgönguráðherra: Póstur og sími mun áfram selja notendabúnað Steingrímur J. Sigfússon hefur svarað fyrirspurn frá Friðriki Sóp- hussyni alþingismanni varðandi nokkur atriði er snerta Póst og síma. Friðrik spurði hvort ákvörðun hefði verið tekin, eða væri á döfinni, um aö breyta lögum þannig að próf- un á notendabúnaði í flarskiptum færðist til óháðs aðila. í svari ráðherra kemur fram aö svo er ekki. Aftur á móti er að vænta reglugerðar um að þessi verkefni heyri til sjálfstæðrar deildar sem verði undir stjórn pósts og síma- málastjóra og samgönguráðuneytis- ins. Bendir ráðherra á að í vændum sé á vegum símstjórna í Vestur- Evrópu að setja á stofn sjálfstæða staðalstofnun. Staðlar hennar verði teknir upp í öllum löndum Evrópu og því þurfi ekki að prófa notenda- búnað nema i einu landi. Þá svarar ráðherra því neitandi hvort til standi að afnema úr lögum skyldu Pósts og síma um að sefla notendabúnaö. Segir ráðherra að það sé stefna Evrópubandalagsins um skipan flarskiptamála í Evrópu, sem er til umræðu við EFTA ríkin, að símamálastjórnirnar taki þátt í sam- keppni með sölu notendabúnaðar og flarskiptaþjónustu. -S.dór Forsætisráöherra: Tilbúnir að bjóða Reykja- vík sem f undarstað - ogaðlýsayfirstuömngiviöEystrasaltsríkin „Þessi ósk Landsbergis kom ekki á dagskrá ríkisstjórnarfundarins í morgun eins og til stóð. Fundi, sem halda átti með foringjum Eystra- saltsríkjanna og Sovétríkjanna í gær, var frestað. Þess vegna var ekki tímabært að taka ósk Landsbergis fyrir í morgun. Við þurfum að vita úrsht þess fundar áður en við tökum ákvörðun. Hitt er svo annað mál að við erum tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna eins og við höf- um gert áður. Ég veit að þeir meta mikils stuðningsyfirlýsingu frá okk- ur. Og það stendur sem ég hef áður sagt að við erum tilbúnir til að bjóða Reykjavík fram sem fundarstaö til viðræðna forsvarsmanna Eystra- saltsríkjanna og Sovétríkjanna ef um þær næst samkomulag," sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra í gær. Eins og skýrt var frá í DV hefur Landsbergis, forseti Litháens, beðið íslensku ríkisstjórnina um stuðn- ingsyfirlýsingu i sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Hann fór einnig fram á að íslenska ríkisstjórnin byði Reykjavík fram sem fundarstað. •Greinilegt er á svari forsætisráð- herra að þessi ósk fær jákvæðar und- irtektir hjá islensku ríkisstjórninni. -S.dór Sambandiö: Nýtt hlutaf élag í stað sjávarafurðadeildar Nýtt hlutafélag var stofnað í gær og ber það nafniö íslenskar sjávaraf- urðir hf. Frá og með áramótum mun þaö taka við starfsemi sjávarafurða- deildar Sambandsins sem þá verður lögð niður. Stofnendur félagsins eru framleiðendur í Félagi Sambands- fiskframleiðenda og Samband ís- lenskra samvinnufélaga en að auki standa aö því flögur kaupfélög og nokkrir framleiðendur sem selt hafa í gegnum Sambandiö. í sflóm fyrirtækisins voru kosnir þeir Tryggvi Finnsson formaöur, Sigurður Markússon, Guðjón B. 01- afsson, Hermann Hansson, Gísli Jó- natansson, Rögnvaldur Friðbjörns- son og Jón Guðmundsson. Á stofnfundinum kom fram að inn- borgað hlutafé í félagið er rúmlega 600 milflónir en jafnframt var kjör- inni stjórn veitt heimild til að auka það í 700 milflónir. Þá var samþykkt aö hið nýja félag keypti 60% hlut Sambandsins í Iceland Seafood Corp- oration í Bandaríkjunum og 55% hlut þess í Iceland Seafood Ltd. í Huh. -kaa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.