Þjóðviljinn - 24.12.1968, Síða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Síða 13
* Gyðingasögur eru mjög þekktar á skrýtluvettvangi heimsins. Til eru sögur sem hatursmenn Gyðinga hafa sett saman, en hinar eru þó miklu fleiri sem runnar eru úr gyðinglegu umhverfi og njóta sín bezt á hinni sérkennilegu þýzku Austur-Evrópu- gyðinga, jiddísku. Fara hér á eftir nokkrar slíkar, flestar teknar úr bók- um þeim sem Salcia Landmann hef- ur tekið saman um Gyðingafyndni og visdóm. * Um aldir voru fjölmennastar Gyð- ingabyggðir í Austur-Evrópu — þar dróu miljónir manna fram lifið við litinn rétt: Gyðingar máttu ekki eiga land, þeir máttu ekki búa í höfuð- borgum, þeir höfðu takmarkaðan að- gang að skólum, þeir voru varnar- lausir gagnvart þeim ofsóknum sem öðru hvoru skullu yfir þá. Sumir segja að skop að eigin erfiðleikum sé bezt vörn þess sem minni máttar er, hans höfuðstyrkur. Allavega varð til við þessar aðstæður sérkennilegt skopskyn sem hefur haft mikil áhrif og hefur enn, nú alllöngu eftir að sú gyðingamenning sem skapaðist á jiddísku í austanverðri álfu vorri er liðin undir lok. — Á. B. r yðingnr einn kom seint um kvöld að krá í smábæ einum og beiddist gistingar. Kráreigandinn var allur af vilja gerður, en sagði að nú væru góð ráð dýr — hann hefði ekki nema eitt herbergi handa gestum og nú stæði svo á að þar væri hvorki meira né minna en hershöfðingi sofnaður. — Það er að vísu ekki nógu gott, sagði Gyðingurinn. En get- um við ekki keypt að því samt, að ég laumist inn til hershöfð- ingjans og sofi þar á dívani. Ég skal fara gætilega, ekki kveikja Ijós og svo getur þú vakið mig snemma á morgun áður en hers- höfðinginn rumskar — ég þarf hvort sem er að ná í lest sem fer héðan snemma. Krármaður maldaði fyrst í mó- inn, en gekk síðan að þessu. Gyð- ingurinn laumaðist inn, háttaði í myrkrinu og svaf af nóttina eins og fara gerir. Um morguninn vakti kráreigandi liann eld- snemma og Gyðingur dró á sig föt í myrkrinu. En af því hann var að flýta sér og var dauð- hræddur við að herbergisnautur hans vaknaði, fór hann í misgrip- um í einkennisbúning hershöfð- ingjans. Skauzt hann síðan út úr gististað sínum. Ekki hafði hann lengi gengið er hann mætti hermanni, sem heilsaði honum með stórri virð- ingu. — Þetta er skrýtið, hugsaði Gyðingurinn, hvernig getur hann vitað að ég svaf með hershöfð- ingja í nótt? Enn hélt hann áfram og mætti innan tíðar liðsforingja serú var heldur en ekki snar á sér að bera hendina upp að húfu sinni. — Skrýtnir menn þessir gojar (goj kalla Gyðingar kristinn mann) hugsaði Gyðingurinn. hvernig í ósköpunum hafa þeir komizt að því að ég hefi búið með hershöfðingja í gistihúsi? Er hann kom á járnbrautar- stöðina gekk hann að miðasölu og ætlaði að venju að biðja um miða á þriðja farrými. En miða- salinn hafði ekki fyrr komið auga á hann en hann setti upp blíðasta bros og snaraði fram frímiða á fyrsta farrými: hershöfðingjar aka ókeypis. — Ég er svo aldeilis hissa, sagði Gyðingurinn, það er ekki að goj- um finnist það merkilegt, ef mað- ur hefur komizt í návist við einn af þessum hershöfðingjum þeirra. Síðan gengur hann sig að lest> inni og stígur upp í skrautlegan og plussklæddan vagn fyrsta far- rýmis. En í fyrsta farrými eru speglar í hverjum klefa, og þeg- ar Gyðingurinn gengur inn, sér hann sjálfan sig í hershöfðingja- búningi. — Almáttugur, hrópaði hann. Nú hefur þessi asni á kránni vak- ið hershöfðingjann í staðinn fyrir mig. Og ég ligg þar sofandi upp í rúmi og verð áreiðanlega af lestinni. ★ amall Gyðingur segir við ung- an frænda sinn: — Jojne, þú hefur gengið í Jeshiva (skóli í Talmúdfræðum). Getur þú ekki útskýrt fyrir mér livað Talmúd eiginlega er? — Það get ég útskýrt fyrir þér með dæmi, Schul frændi. Ég ætla að leggja fyrir þig Talmúdkashe (spurningu, vandamál). Tveir menn detta ofan í hlandfor. Ann- ar þeirra útbíar sig en hinn slepp- ur hreinn: hvor þeirra mun þvo sér? Framhald á bls. 101. SKEGGLA US GYÐINGUR ER BETRIEN SKEGG ÁN GYÐINGS JÓLABLAÐ — 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.