Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 22
< Sjbi1
Hótel Armenía: íburðarmikið bús og glcesilegt; dasmi um jacade-arkítektúr og þjóðlegan stíl.
f 1
m a
Handritsskreyting: fuglar sem orðnvr voru að b ókstöfum eða talnarúnum, blóm með fuglshaus . . ."
Höfundur þessara pistla dvaldist
í Sovétrikjunum um þriggja vikna
skeið haustið 1967. Að þeirri ferð
lokinni stóð sízt af öllu til, að skrif-
uð yrði ýtarieg ferðasaga; aftur á
móti hafði komið tii máia að hripað-
ar yrðu einskonar svipmyndir úr
ferðinni til birtingar i dagblaði, eink-
um frá viðdvöl i Armeniu og Grúsiu.
Ýmissa hluta vegna dróst þó úr
hömlu, að af þeim skrifum yrði. En
sitthvað af því sem fyrir augu bar
eða i hugann kom i fyrrnefnda land-
inu komst samt á pappír smám sam-
an; það eru þeir pistlar sem birtasf
hér.
ELDUR í VÉLINNI
Fátt þykir mér eins skemmti-
legt og þægilegt sem að ferðast 1
lofti, enda hlaut ég að notfæra
mér það tímans vegna á reisu
minni um Sovét. Lofthræðsla mín
sem að öllum jafni ríður ekki
við einteyming — ég finn hana
ekki í flugvél; þá líður mér vel.
Því hefur iðulega hvarflað að mér,
að það hljóti að vera með skárri
dauðdögum að sálast í flugslysi.
Engu að síður get ég ekki neitað
því, að á leiðinni frá Moskvu til
Érevan í Armeníu varð ég fyrir-
varalaust gripinn nokkurri ónota-
kennd þegar rjúka tók upp úr
öskubakkanum sem féll að hálfu
inn í stólbríkina hjá mér. Ég hafði
komið mér vel fyrir í sæti mínu,
nýbúinn að éta mikinn og góðan
mat, hafði tekið upp blokk og
sat í makindum við að skrifa
sendibréf; túlkurinn sofnaður við
hliðina á mér. Sé ég þá ekki hvar
tekið er að rjúka upp úr skramb-
ans bakkanum . . . Þar sem reyk-
ur er, þar mun einnig eldur vera,
segir máltækið; og þótt ég sæi
að vísu engan eld, heldur aðeins
glitta í glóð, var mér meinilla við
þetta og komst í vont skap. Ég
skrifaði langán kafla í sendibréfið
um fólk sem ekki kann að um-
gangast öskubakka en heldur að
þeir séu ruslakirnur, einkum fyrir
hverskyns bréfdrasl — og þá helzt
bráðeldfimt sellófan — en líka
appelsínuberki, eplahrat, banana-
hýði, matarleifar hverskonar, jafn-
vel hráka. Ég veit ekki hversu
Iengi neistinn hefur verið búinn
að leynast í öskubakkanum atarna
22 — J ÓLABLAÐ