Þjóðviljinn - 24.12.1968, Qupperneq 38
Snorralaug í Reykholti. Myndin var tekin fyrir nokkrum árum, er unnið var að viðgerð og endurbótum á lauginni gömlu og jarð-
göngxmum, sem sjást í baksýn.
EFTIR
BENEDIKT
GÍSLASON
FRÁ
HOFTEIGI
Heimskringla og
Því hafa íslendingar trúað skil-
yrðislaust, að Snorri Sturluson hafi
skrifað Heimskringlu. Vitaskuld
er þetta frá fræðimönnum komið
og orðið allgamalt mál. Fyrir því
eru þó engar heimildir sem hægt
er að taka mark á, án þess að
rannsókn fari fram á bókinni
sjálfri, er þetta mætti staðfesta,
eða ekki staðfesta og hafna með
öllu. Sú rannsókn hefur ekki far-
ið fram, en trúað í blindni. Og
því sem er trúað, er það, að norsk-
ur maður að nafni Laurits Han-
sen, að því er virðist umboðs-
maður konungs yfir klaustureign-
um í norsku byggðarlagi, kom
fram með bókina og sagði að hún
væri eftir Snorra Sturluson. Þetta
var 1548, en þá hafði Danakon-
ungur tekið undir sig klaustur-
eignir í Noregi, eins og hann
gerði síðar á íslandi. Það er vitað
að enga sanna vitneskju gat þessi
maður haft um það að bókin væri
eftir Snorra, og það er þannig, að
mörg handrit af Heimskringlu
eru til, og getur þess hvergi á
þeim, hver sé höfundur bókarinn-
ar. Á eitt handritið vantar formál-
ann, og þá eru vísindin ekki sein
á sér, að slá því föstu, að á þessum
formála hafi nafn Snorra staðið.
Slíkt er auðvitað ekki viðlits vert.
Bókin snertir eingöngu skandin-
avisk fræði, og var eðlilegt að þar
yrði hún skjótt fræg. Lárus Han-
sen þýddi nokkurn hluta bókar-
innar, en í heilu lagi var hún
fyrst gefin út í Stokkhólmi 1697.
Þá kom skrítið í Jjós; bókinni var
gefið nafn, en áður hét hún, eða
um hana talað sem konungasögur.
Nú hét bókin Heimskringla og
var nafnið valið af fyrstu orðum
textans, kringla heimsins, sem
menn þekkja. Um líkt leyti var
bókin öil þýdd af norskum manni,
Peter Clausen, er borið hefur ís-
lendingum til forna fagra vitnis-
burði fyrir bókagjörð, en hefur
lítt af ritmennsku Norðmanna að
segja. Hann staðhæfði að Snorri
Sturluson væri höfundurinn og
— JÓLABLAÐ