Þjóðviljinn - 24.12.1968, Síða 49
Margur fær af litlu lof. Margir
hafa verið teknir í tölu heilagra
manna af fremur litlum ástæðum.
En sumar skepnur hafa líkt átt
sama láni að fagna. Sízt skyldi þó
telja vinsældirnar eftir kúnni, sem
alls staðar er bjargvættur. En lítið
eiga menn upp að unna sumum
þeim ferfætlingum, sem dýrkaðir
eru. Þannig er krókódíllinn heil-
agt dýr í Indlandi og guðhræddir
menn kasta sér í fljótið Ganges,
til að láta hann éta sig.
Úlfurinn var helgidýr Róm-
verja. Og, sem kunnugt er, átti
úlfynja að hafa fóstrað Rómúlus
og Remus, stofnendur Rómar.
Úlfurinn hefur annars ekki fengið
orð fyrir að vera barngóður.
Björninn er í hávegum hafður
í Síberíu. Ljón voru dýrkuð í
Afríku, og þeim eignað konung-
legt lundarfar. Þau munu líka
bera sig tígulega. En það er
varla hægt að segja um hýenuna.
Rómúlus og Remus, stofnendur Rómar, og fóstran, úlfynjan.
HEILÖG DÝR
■XVv'
J A
■> fx
’.......... ..
kSwWí:-
Heilagar kýr láta fara vel um sig á götu í indevrskri borg.
Hún var frá fornu fari mikið á-
trúnaðargoð. Indíánar tilbiðja
slönguna og líkja eftir látbragði
þeirra við hátíðleg tækifæri. Kon-
dórinn, risavaxinn hræfugl í Súð-
ur-Ameríku, var helgifugl þar.
Þá er nú ekki tiltökumál, þó að
Egyptar tryðu á köttinn, jafn snot-
urt og vingjarnlegt húsdýr.
Nokkrir fuglar gegna miklu
hlutverki í íslenzkum skáldskap.
Lóan og svanurinn hafa heillað
skáldin mest. Hún vegna síns
prúða látbragðs og blíðu raddar.
Hann vegna tignarlegrar fegurð-
ar og söngvagleði, þó að ekki séu
svanir alltaf jafn dagfarsgóð-
ir. (Þeir, sem hafa þá hópum
saman, rétt við túnfódnn, nefna.
stundum í ógáti álftagarg í stað-.
inn fyrir svanasöng). Þá er „bless-.
uð rjúpan hvíta," sem er ímynd
sakleysisins, mörgum yrkisefni. •
Skáldskapurinn er vandlátari en
trúin. Enginn yrkir lof um hyen-
ur og hræfugla. Krummi nýtur
þess þó talsvert, að hann er vitur,
og því bregður honum fyrir í
bókmenntum. Margar þjóðir hafa
ránfugla í skjaldarmerki sínu, og
er það í samræmi við stríðsróm-
antík fyrri tíma.
JÓLABLAÐ — 49