Þjóðviljinn - 24.12.1968, Side 50

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Side 50
ORÐALEPPAR Mikið er talað um syndina. En bezt man ég skýringu Sigurðar Guðmundssonar skólameistara. Hann sagði okkur, að orðið synd væri skylt sögninni að sundra. Sundrung er skaðvænleg og ófög- ur, samræmi er heilbrigt og fag- urt, sagði hann. Mál, sem er hrærigrautur margra tungna, er ekki fagurt, þó að tungur þessar geti verið hinar merkustu, hver í sínu lagi. Sá, sem blandar móðurmál sitt að jafnaoi aðskotaorðum, fremur synd gegn því, sem fagurt er. Sá misskilningur grípur suma blaðamenn, sem skortir málsnilld, að þeir geti barið í brestina með því að sletta útlenzku á báða bóga. Hér er sýnishorn af málfari fréttamanns, sem var viðstaddur einhver réttarhöld austantjalds. (Þó ekkert þeirra, sem fræg hafa orðið): „Bílaeign er mælikvarði á status þjóðarinnar." „Kannske eru það öll ■plakötin „Asskoti eru Jjeir flottir á því." „Varla er hægt annað en játa á sig hinar aðskiljanlegustu sakir frammi fyrir slíkum dómara." (Dómarinn var nefnilega blond- ína, eins og höfundur kallar kon- una í dómarasætinu). „Svo setti blondínan rétt." „íslenzkir dómarar telja sér bteði rétt og skylt að vera passívir eða hlutlausir." „Upptekinn af allri þessari prósessíu —" „Þetta var einhver trúnaðar- maður systemsins á vinnustað." „Ég lét í Ijós undrun mína á hinu milda aktívíteti eða ásókn." Þá koma fyrir orð eins og parjúim, blánkskór, júristi og reddari — og auðvitað fáein blondínubros. Mest fer þó út um þúfur við það, að höfundurinn fjallar um næsta alvarlegt málefni í gaman- tón. Sumir segja, að íslenzku þjóð- ina þyrsti í létt hjal og biðjast undan hvers kyns alvöru. En skrípalæti og skemmtitónn á ekki við, þegar verið er að segja frá jafn alvarlegum hlut og grun- samlegu réttarfari. Engum al- mennilegum manni er þá hlátur í hug, og sjálfsagt ekki heldur þessum fréttamanni. Þetta er bara að vera lélega ritfœr. En er á öðru von? Gagnrýnend- ur eru stöðugt að bregða rithöf- undum um, að þeir „hafi ekki húmor", eins og það er kallað. Aumingja mennirnir fara þá að kreista upp úr sér fyndni, sem þeim er ekki eðlileg, í tíma og ótíma. Einu sinni var leikkona, sem hlaut frægð sína í harmleik. Henni var fengið gáskafullt hlut- verk. Þá lauk listabraut hennar með herfilegum mistökum. Líklega er þessi höfundur, sem ekki getur einu sinni bölvað á til- gerðarlausri íslenzku, fremur ung- ur. Og ekki er furða, þó að gagn- rýnendur geri byrjendur áttavillta. Byrjendur getur skort kjark til að lítilsvirða þessar kröfur um fár- VIPP norski hvíldarstóllinn — Framleiddur á fslandi með einkaleyfi. — Þægilegur hvíldar- og sjónvarpsstóll. — Mjög hentugur til tækifæris- gjafa. — Spyrjið um VIPP stól í næstu húsgagnaverzlun. — Umboðsmenn um allt VIPP STÓLL Á HVERT HEIMILI. FRAMLEIÐANDI: ÚLFAR GUÐJÓNSSON HF. — AUÐBREKKU 63 — KÓPAVOGI — SlMI 41690. land. 50 - JÓLABLAÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.