Þjóðviljinn - 24.12.1968, Page 114
Klaustur við Sevan-vatn: Reist á 9. öld — eftir þei rri formúlu Bakkabrœdra að hafa helzt enga glugga .. ■
DOKAÐ VIÐ
í ARMENÍU
Framhald af bls. 99-
og fuglum; fuglar í trjám, fuglar
sem áreiðanlega eiga sér enga
stoð í náttúrufræðibókum, fuglar
sem orðnir voru að bókstöfum eða
talnarúnum, blóm með fuglshaus
í krónustað .... Metaksa skenkti
mér 20 litkort af sýnishornum
þessa merkilega handritaskrauts
(að launum fyrir kort af Árbæj-
arkirkju o. íl.!), og þegar ég fletti
þessum kortum virkar skreyting-
in eins og táknmál, dulrúnir þar
sem enginn dráttur er gerður út
í bláinn.
En Matenadaran — eins og
handritasafn þetta nefnist — er
ekki aðeins sýningarsalir eða
geymsla. Þarna er að staðaldri
unnið að vísindalegri rannsókn
H4 — JÓLABLAÐ
þessa mentiingararfs, rétt eins og
ætlunin er að gera hjá okkur, þeg-
ar við höfum axlað okkar fornu
skinn í Höfn og flutt þau heim
í brekkubæinn neðan við Suður-
götu.
RÖND HINS BLÁA BIKARS
Ákveðið hafði verið að við
Sergei færum í einkabíl milli höf-
uðborganna Érevan í Armeníu og
Tíblísí í Grúsíu. Við lögðum
snemma af stað, og þetta reyndist
full dagleið með viðkomu á fáum
stöðum; en vegurinn lá yfirleitt
um fagrar slóðir, alltént rneðan
Armeníu naut við. Fagrar slóðir
. . . Þessi orð segja ósköp lítið, í
rauninni bókstaflega ekki neitt.
Einkum og sérílagi eru þau ófull-
nægjandi án frekari skilgreining-
ar, ef þess er minnzt að þessar
fögru slóðir eru nokkuð marg-
breytilegar liér uppi í háfjöllum
og í dölunum milli þeirra.
Fyrst er frá því að segja, að
þegar ekið er upp brattann úr
Érevan er farið framhjá nýtízku-
legu hressingarhæli, og hér ofan
við borgina er tiltölulega ný en
strjál byggð, sem varir svo lengi
sem gróðurs nýtur við, en fyrr en
varir tekur síðan við næsta hrjúft
og ófrjótt land. Þar efra er lands-
lag engu líkara en óbyggðum
þeim sem eru meginhluti íslands,
og mér fannst þetta skemmtilegt
fyrirbæri á reisunni af því ég
hafði einhvern veginn ekki búið
mig undir það, en hefði þó mátt
gera ráð fyrir slíku þegar komið
væri upp í þessa hæð. Hér um
slóðir ríkir steikjandi sólarhiti
sumarlangt, en á haustin og vet-
urna gnauðar hér kaldur og snarp-
ur háfjallavindur, sem að vísu var
enn ekki farið að gæta þegar við
fórum þarna um. Loftið var hress-
andi og þægilega svalt.
Vegurinn sjálfur er í senn nýr
og ævaforn. Hann liggur um svo-
til sömu slóðir og þjóðbrautin
hefur legið öldum saman, jafnvel
um árþúsundir. En samt er þetta
nýr vegur, breiður og góður yfir-
ferðar, og honum svipar ekki á
neinn hátt til íslenzkra þjóðvega,
þótt hann hlykkist um landslag
sem að ýmsu getur minnt á gamla
Frón. Þar sem hæst er farið ligg-
ur hann í 2140 m. hæð yfir sjáv-
armál (og kannski var það ein-
mitt hér sem þrír biropennar í
fórum mínum „sprungu" svo þeir
voru ónothæfir þegar til átti að
taka um kvöldið). Eftir það fer
að halla niður á við, og fyrr en
varir er aftur komið niður í gróð-
urbeltið — það er líkt og mörkin
séu furðu skýr og umbreytingin
snögg — brautin vindur sig og
liðast utan í bröttum og skógi-
vöxnum f jallahlíðum; það eru sér-
kennandi bugður og krókar fyrir
landsvæði hárra tinda og þröngra
dala, og vissulega er gaman að
aka um slík héruð — nota bene:
þegar vegurinn er jafn ágætur og
þessi.
í um 65 kílómetra fjarlægð frá
Érevan er helzti áningarstaður
oldcar á leiðinni. Það er við Sevan-
vatn.
Vatn þetta er langstærst allra
stöðuvatna landsins, sem reyndar
munu ekki vera mörg. Þó er það
um Sevan-vatn að segja, að bezt
er að tala varlega um stærð þess.
Þannig er mál með vexti, að verið
er að framkvæma sannkallaða
landsvirkjun, sem hafa mun þær
afleiðingar að þegar hún hefur
komizt í framkvæmd til fulls
verður Sevan-vatn vart nema
svipur hjá sjón hvað stærðina
snertir — og þó gera menn sér
vonir um, að allt það rask borgi
sig og verði ekki til stórra lýta
á landinu ellegar dragi slæma
dilka á eftir sér fyrir gróður og
dýralíf.
Ég ætla hér að bregða út af
vana mínum og nefna fáeinar töl-
ur. Áður en farið var að hrófla við
vatni þessu var ummál þess 260
kílómetrar, yfirborðið þakti 1,413
ferkílómetra, dýpið var u.þ.b. 95
metrar og vatnsmagnið 58 ten-
ingskílómetrar. Þegar öllum þeim