Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 4
6
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
3. Áætlun um tekjur og gjöld félagsins yfir árið 1917
var því næst lögð fram. Tekjurnar eru áætlaðar 13,000
krónur og gjöldin samkvæmt því.
í sambandi við áætlunina drap framkvæmdarstjóri á
nokkur helztu atriði í framtíðarstarfsemi félagsins, svo
sem um stofnun kúabús við Tilraunastöðina, túnmæl-
ingar, skýrslusöfnun um smábýli og grasbýli á Norð-
urlandi, gjafafræ til búnaðarfélaganna o. fl.
Þar næst hófust umræður um framtíðarstarfsemi
félagsins; um þau atriði, sem framkvæmdarstjóri þess
benti á í framsögu sinni.
a) Uthlutun rófnafræs til búnaðarfélaganna.
b) Kúabú í Tilraunastöðinni.
Sigurður Einarsson, dýralæknir, innleiddi umræður
í þessu máli og skýrði tildrög þess. Voru fundar-
menn flestir sammála um, að æskilegt væri að gjöra
lítilsháttar tilraunir í þessa átt, einkum með tilliti til
þess, að mikill skortur er á alidýraáburði í Tilrauna-
stöðinni.
Kom fram tillaga um, að kosin væri þriggja manna
nefnd í málið, og skyldi sú nefnd koma með tillögur
sínar, ásamt væntanlegri fjárhagsnefnd, næsta dag.
Kosnir voru:
Kristján Jónsson, Nesi,
H. J. Hólmjárn, Vatnsleysu, og
Jóhannes Friðlaugsson, Ytra-Fjalli.
Pví næst var kosin þriggja manna nefnd til að at-
huga fjárhagsáætlunina, og hlutu kösningu:
Baldvin Friðlaugsson, Reykjum,
Rorkell Rorkelsson, Akureyri, og
Lárus J. Rist, Akureyri.
4. Landssjóðsstyrkurinn til búnaðarfélaganna og búnaðar-
samböndin.
Frummælandi, Jakob H. Líndal, áleit, að þrátt fyrir