Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Síða 5
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
7
það, þó landssjóðsstyrkurinn til búnaðarfélaganna frá
fjárhagslegu sjónarmiði hefði litla þýðingu, þá væri
heppilegra að afnema hann ekki, vegna þess, að hann
styddi töluvert að því að halda lífi í félögunum og
hvetja menn til jarðabóta. Að öðrum kosti yrðu fé-
lögin að finna ný verkefni, mætti þar t. d. benda á
fóðurbirgðamálið.
Umræður urðu nokkrar um þetta málefni og voru
flestir þeirrar skoðunar, að ekki bæri að afnema en
frekar að auka landssjóðsstyrkinn til búnaðarfélaganna.
Fundinum barst svohljóðandi sírhskeyti frá formanni
félagsins, Stefáni Stefánssyni, skólameistara:
»Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands, Akureyri.
»Velkomnir allir! Sárnar mjög að mega ekki og geta
»ekki verið með ykkur í ráðum um framtíðarstarfsemi
»og allan hag félagsins okkar, landi og lýð til við-
»reisnar og hagsbóta.
»Að því marki stefnum við, þangað eigum við allir
»að keppa.
->Heill og harhingja fylgi ráðsályktunum fundarins.
»Ouð blessi félagið okkar.
Stefán Stefánsson
Fundurinn svaraði formanni með þakkarskeyti.
Fundi frestað til næsta dags.
þriðjudaginn 20. júní kl. 10 f. h. var fundinum haldið
áfram.
Tekið var fyrir:
5. Fóðurbirgðamáiið. Jakob H. Líndal var málshefjandi.
Mintist hann á ástandið í nágrannalöndunum á síð-
astliðinni öld, hvernig það hefði breyzt og batnað á
þeim grundvelli, að bændur hefðu sannfærst um að