Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Side 11
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
13
»nú röggsamlega handa og hætta ekki fyr en hinn
»gamii óvættur, hordauðinn, er iandrækur gjör um
»endilangt ísland og svo að honum saumað, að
»hann eigi hingað aldrei afturkvæmt.
»Fundurinn felur stjórninni að beina þessari áskor-
»un til réttra hlutaðeigenda, með nánari skýringum
»og bendingum, hversu þessu mikilvæga máli yrði
»komið í framkvæmd.s
11. Tekiðupp framhald af umræðum um landssjóðsstyrk-
inn til búnaðarfélaga og búnaðarsamböndin. Borin upp
og samþykt svohljóðandi tillaga frá Jakob H. Líndal:
»Fundurinn iítur svo á, að hreppsbúnaðarfélögin
»hafi mjög mikla þýðingu fyrir jarðabótaframkvæmd-
»ir hér á landi og séu þýðingarmikil undirstaða nú-
»verandi búnaðarmálaskipulags. Telur fundurinn því
»mikilsverðar þær ráðstafanir, sem gerðar séu til
»stuðnings starfsemi þessara stofnana, en hinar mjög
»varhugaverðar, sem ganga í gagnstæða átt. Vill
»fundurinn sérstaklega benda á íandssjóðsstyrkinn
»sem einn aðalþáttinn i því sem viðheldur starfsemi
»félaganna og er þess því mjög hvetjandi, að hann
»sé fremur aukinn á næstu árum, en ekki rýrður né
»afnuminn, eins og síðasta alþingi gaf fordæmí til.«
12. Kosning búnaðarþingsfulltrúa. Með því meiri hluti
sýslunefnda á svæði Ræktunarfélags Norðurlands hef-
ir nú, samkvæmt tilkynningu frá Búnaðarfélagi ís-
lands, falið því kosning fulltrúa til búnaðarþings, var
kosinn 1 fulltrúi og varafulltrúi á búnaðarþing til
næstu 4 ára í stað skólameistara Stefáns Stefánsson-
ar og alþingismanns Jósefs Björnssonar. Voru þeir
endurkosnir með öllum atkvæðum.
Stefán Stefánsson fulltrúi,
Jósef Björnsson varafulltrúi.
13. Stjórnarkosning. I stjórn Ræktunarfélags Norðurlands