Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 36
40
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
inleika sem girðingaplöntu. Tel eg sennilegt, að takast
mætti á hagkvæmum stöðum að ala hana upp innan
tryggrar girðingar, og að hún verði sig síðan að minsta
kosti um ákveðið árabil fyrir ágangi sauðfjár og annars
búpenings, úr því hún væri 5 — 7 ára gömul. En hvort
sú girðingaaðferð svarar kostnaði, og hve víða hún gæti
átt við, verður reynslan að sýna. En sjálfkjörin er rósin
í lifandi limgarða til skjóls og prýðis í alfriðuðum reitum.
í lægðinni niður við rósabrekkuna standa bráðþrosk-
uðustu trén, sem vaxið hafa í Gróðrarstöðinni. Pað eru
reynitré og munu nú 9 ára gömul, hæsta tréð er 3,45
met. að hæð, og hefir þá vaxið um 38 cm. að meðal-
tali á ári. Hér er þó snjókyngi svo mikið, að það verð-
ur frá 2 — 4 metra dýpi hvern vetur. Sást á efstu trjá-
sprota 4. maí síðastliðið vor. Hér hefir aldrei verið bund-
ið við nokkurt tré, hvert þeirra látið bjarga sér sem bezt
það gat, en beygt hefir fannfergið stofna og brotið grein-
ar sem eðlilegt er, en upp hafa trén vaxið engu að síð-
ur. Þar sem þau nú standa var staðið í feni við lok-
ræsagjörð vorið 1904.
Pað sem vér enn höfum séð af trjágróðri er alt á
rótuðu landi og ræktuðu að nokkru leyti, þannig, að
það hefir fengið áburð fyrstu árin, en síðan hefir mjög
lítið og sumstaðar als ekkert verið borið á, nema þar,
sem það hefir verið gert í tilraunaskyni. En hér komum
vér að annari trjáræktaraðferð. F*ar hefir landið aldrei
verið plægt, heldur var plantað í ferkantaðar holur um
fet á hvern veg með H/2 al. millibili. Petta er algengasta
skógplöntunaraðferðin erlendis, enda til muna ódýrari en
bylta alveg landi, þó margplægja Jótar mestan hluta þess
lands, sem þeir planta í á Jótlandsheiðunum.
Hér er plantað á árunum 1908 og 1909 greni, fjalla-
furu, lerka, birki, reyni o. fl. Hér í lægðinni, þar sem
skýlis nýtur og jarðvegur er sæmilega frjór, hafa örfáar
plöntur dáið, en framförin er misjöfn. Keppir þar lerk-
inn og birkið um völdin. Lerkinn er þó álitlegri til af-