Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Side 37
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
41
nota, því hann hefir beina stefnu. Hann er hér hæstur
2,65 met. og óx mest 49 cm. síðasta sumar, en birkið er
2,95 met. Næst kemur grenið, en það fer í hægðum sín-
um og dregst því altaf lengra og lengra aftur úr. Hæsta
plantan aðeins 1,07 met. með 17 cm. lengstan sumar-
sprota. Pá hjara hér fa'einar fjallafuruplöntur, en við lít-
inn orðstír. Flestar eru dauðar. Og loks má finna hér
fáeinar reyniplöntur, ef vel er leitað. Hann lifir því nær
allur, en fæstar plöntur munu hafa aukið svo miklu sem
þumlung við hæð sína, síðan þeim var plantað. En ofar
í háhólnum, þar sem allir vindar geisa, aldrei festir snjó
og jarðvegurinn er svo ófrjór og þur, að tæpast helzt
við grasgróður, er mikill hluti af plöntunum dauður, og
þær sem lifa, vaxa ekki svo að vöxtur geti heitið, einna
bezt hefir þó lerkinn staðizt þá raun.
Á þessum stöllum hér er tilraunaplöntun, þar sem
reynt skal, hvort rótun og Iosun jarðvegsins geti bjarg-
að trjágróðrinum á þessu hrjóstuga landi. Hver röð hef-
ir verið vandlega pæld um 2 spaðastungur djúpt, áður
en plantað var. Er þá hugmyndin, að til þess yrði not-
aður djúpgengur plógur, ef í stærri stíl yrði framkvæmt.
Myndin sem hér fylgir á næstu blaðsíðu er af þessum
stöðvum. Er hún ekki svo glögg sem æskilegt væri.
En hún átti sérstaklega að sýna hæstu lerkatrén í óræktaða
landinu. Stendur maður hjá einu þeirra, er sýnir hæðina.
Ferð vorri um stöðina er nú lokið.
Vona eg að hafa gefið ykkur dálitla hugmynd um
trjáræktina, hvernig hún lítur út við yfirborðsathugun og
hver skilyrði hún á hér við að búa.
Er nú bezt að taka sér hvíld eftir gönguna, en á
meðan skal skýrt nokkru nánar frá einstökum atriðum
og þeim ályktunum, sem út af þeim verða dregnar.