Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 39
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 43
Helztu tré og runnar sem ræktaðir hafa verið.
Sökum þess, hve fljótt hefir verið farið yfir sögu og
aðeins fest auga á þeim trjátegundum, sem lengst eru
komnar og mest ber á, vil eg nú gefa lítilsháttar yfirlit
um helztu tegundirnar, sem reyndar hafa verið, og þann
árangur, sem nú er kominn í Ijós, en jafnframt vil eg
leyfa mér að benda á samskonar yfirlit í ritgjörð Sig-
urðar Sigurðssonar, skolastjóra, í Ársritinu 1909. Verður
þetta aðeins viðauki og áframhald af því, sem þar er
sagt.
1. Barrtré.
Skógfura (Pinus silvestris). Aðallega reynd í trjárækt-
arstöðinni. Elztu trén eru nú 12 ára. Hæð þeirra 1,68 —
2,25 metr. Henni hefir farið jafnt og vel fram öll árin.
Vex með beinum stofni. Proskaleg. Toppkal* sjaldgæft.
Fjallafura (P. montana). Elztu plöntur í trjáræktarstöð-
inni 14 ára. Hæð 1,25 — 1,90 metr. Er hvergi eins þroska-
leg né hefir vaxið eins fljótt og skógfuran. Stofnar marg-
greindir frá rótum og beygjast til jarðar undan snjófargi
og sjálfs síns þunga. Hefir toppkalið einstöku ár. Hefir
ekki lánast að láta hana ná verulegum þroska í þurrum
og lélegum jarðvegi.
Sembra fura (P. sembra) 13 ára að aldri, 1.12—1.25
meter að hæð. Grannvaxin með beinum stofni. Nál-
arnar oft broddvisnar og bleiklitar og er því tréð veiklu-
Iegt útlits. Toppkell þó aldrei, og vex fyrst allra barrtrjáa
á vorin. Ársvöxtur þó jafnan minni en á skógfuru, nema
síðustu árin. Hefir verið reynd við iéleg skilyrði heima í
Gróðrarstöð. Vex þar hægt, en virðist furðu harðgjör.
Amerisk fura (P. banksiana). Harðgerð og fljót vaxin
furutegund, er vex við Hudsonsflóa og í Nýja Skotlandi
* Toppkal nefnist þegar toppur trésins eða síðasti sumarsproti kell
að meira eða minna Ieyti að vetrinum, svo hann getur ekki
myndað framhaldssprota næsta sumar,