Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 42
46 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlancis.
alltítt að minsta kosti um fremsta hluta síðasta sumar-
sprota, þó mikil áraskifti. Ásamt lerkanum er björkin
nægjusamasta og hraustasta tréð, sem hér er komið á
'egg.
Skógbjörk (Betula verrucosa). Algeng tegund í norsku
birkiskógunum o. v. Hefir reynzt vandfýsnari með vaxt-
arstaði en ilmbjörkin. Toppkal enn meir. Skýtur þó löng-
um sprotum af og til, er bezt lætur í ári.
Reynir (Sorbus aucuparia). Hans hefir áður verið get-
ið sem hins hæsta og þroskamesta af öllum hérreynd-
um trjám. Hæstu tré 4.80 — 5.20 mtr. 16 ára að aldri. í eðli
sínu er hann aðeins skrauttré, en verður aldrei ýkja hár.
Lítið á liann að treysta sem gagntré, með því viður
hans er verðlítill. Hann vex hægt fyrstu ár, en þýtur svo
upp með miklum hraða þar sem hann hefir skjól og
sæmilega frjóan jarðveg. Hann virðist alls ekki vaxa í
óbættum lélegum jarðvegi. Óhraustari og vandfarnara
með hann en birki. Toppkal iðulega meira og minna.
Greinist því talsvert, ef ekki er að gert. Blómvöxtur
mikill og blómangan. Sjálfsagt skrauttré í hvern einasta
skrúðgarð á landinu.
Silfurreynir (Sorbus hybrida). Af honum lifir bæði að-
fluttar plöntur og aldar upp af fræi. Fræplöntur 10 ára,
2 — 2.55 mtr. Virðist fult svo harðgerður hér sem algeng-
ur reynir og alt að því eins bráðþroska. Fræplöntur 4. ára
um 60 cm. að hæð og hinir þroskalegustu. Enginn efi
á, að þetta einkennilega tré á skilið að útbreiðast um
sveitirnar, ásamt frænda sínum ísl. reynitrénum.
Elri (Alnus incana). Af honum hafa nokkrar plöntur
orðið allþroskamiklar. Hæsta tréð 3.25 mt. Annað tré
nær því jafnhátt, dó snögglega síðastliðið ár, sennilega
af of miklum skugga af reynitrjám, er höfðu vaxið því
yfir höfuð.
Tré þetta virðist hafa talsvert vaxtarmagn, en varla
vera harðgerí að sama skapi. Það toppkell mjög, og
margar yngri plöntur hafa dáið með öllu.