Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 72
Girðingar og hlið.
Það er nú orðið almenningsálil, að girðingar séu ein
hin fyrsta og sjálfsagðasta jarðabót hvers bónda.
Oirðingarnar eru fyrsta skilyrði til jarðræktarumbóta á
hverri jörð; bær verja það sem fyrir er og vernda það
sem gjört er. Allir bændur, sem eg hefi mælt og skoð-
að girðingar hjá, hafa lokið upp einum munni um það,
að girðingin sín væri sú bezta jarðabót, sem þeir hefðu
gjört.
Petta er líka mín skoðun. En það hefi eg líka séð, að
girðingarnar gjöra alment ekki það gagn, sem þær geta
gjört, bæði vegna þess, hvað menn vanda altof lítið frá-
gang þeirra í fyrstu, og eru síðar meir mjög tilfinnan-
lega hirðulausir með viðhald þeirra, þetta eru þó aðal-
skilyrðin til þess að girðingarnar séu að gagni. Hefi eg
orðið þessa mjög tilfinnanlega var þar sem eg hefi farið
um, mun það þó eigi sérstakt með þau svæði, því eftir
fyrirspurnum víðar að hafa svörin orðið þau sömu um
frágang og viðhald girðinganna.
Oirðingar þær, sem nú tíðkast, eru mest gaddavírs-
girðingar (eða vírgirðingar) og meina eg þetta sérstak-
lega til þeirra. Um þær hafa ýmsir ritað áður, bæði um
efni, frágang og gerð þeirra. Álít eg þær ritgjörðir að
mörgu leyti góðar og leiðbeinandi, og hefði verið farið
eftir þeim leiðbeiningum, sem þær hafa gefið, hefði
mörg girðingin litið öðruvísi út nú en hún gjörir.