Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 73
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 79
Með þessum línum hefir mér dottið í hug að benda
á ýmsa galla og vanrækslu, sem eg hefi orðið var við
á frágangi gaddavírsgirðinga í upphafi og viðhaldi þeirra
síðar.
1. Að menn hafa oflangt milli stólpa.
2. Orafa eigi nógu djúpt fyrir aflstaurum, hornstaur-
um og hliðstólpum og vanda eigi nægilega umbún-
að hornstólpanna að öðru leyti.
3. Vanrækja að setja sig á girðingar í lægðum, er hún
liggur yfir.
4. Vanrækja að hlaða undir neðsta streng og jafna
landið meðfram girðingunni.
5. Taka eigi niður girðingar að haustinu þar sem
snjóþyngsli mikil leggjast á.
6. Að skortir á góðan umbúnað hliða.
Fyrsta atriðið, að hafa oflangt milli staura í girðingun-
um hefir þann galla í för með sér, að girðingin er ekki
eins styrk fyrir öllum árásum, sem hún verður fyrir.
Skepnum veitir hægra að færa strengina sundur og troða
sér í gegn, ef langt er á milli stauranna. Með tímanum
slaknar svo vírinn meir og meir, svo skepnum veitir
altaf auðveldara að troða sér í gegn og um síðir slitna
þræðirnir. þéttleiki stauranna er því mikils verður uppá
vörslu og endingu girðinganna, þó í bili sé það dýrara.
2. Viða eru menn athugalausir með það, að grafa
nægilega djúpt fyrir öllum aðalstólpum girðinganna,
frostið lyftir því stólpunum upp smátt og smátt á hverj-
um vetri, sem hefir þær afleiðingar, að stólpinn verður
gagnslítill sem máttarstoð girðingarinnar. Enga aflstólpa
má grafa minna niður en 4 —5 fet, því fyr er eigi trygt
fyrir frosti, þótt á stöku stöðum fari eigi frost svo djúpt,
er ekki rétt að hætta dýrum girðingum fyrir eins fets
dýpri gröft og eins fets lengri staur. Það er þó eigi svo,
að athugull maður geti eigi komist hjá svona djúpum
grefti og mikilli stauralengd sumstaðar, athugi hann vel
landslag og staðhætti, þar sem girðingin liggur, en enn