Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Síða 74
80 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
sem komið er hefir almenningur litla fyrirhyggju með
þetta, heldur lætur sér nægja að hengja strengina á ein-
hverja staura á sem ódýrastan hátt, en athuga eigi, að
fullkomnun og ending skiftir mestu.
Fljótasta og mesta eyðilegging girðinganna er bilun
hornstólpa, það hafa verið notaðar skakkstífur við þá til
að halda þeim réttum fyrir ítogun strengjanna, en þess-
ar stífur hafa verið ófullnægjandi, hornstólpinn vegist
upp á þeim, og langar girðingar hafa á einni svipan slaknað
og aflstaurar brotnað, veldur það oft miklum skaða. Nú
eru menn farnir að búa um hornstólpa þannig, að hafa
vír eða járnbönd, sem fest séu um efri enda stólpans
og utanum stein, sem grafinn sé beint út af honum,
gröfin fyrir steininn sé 4 fet á dýpt, 8—10 fet frá stólp-
anum. Sé umbindingssteinninn ekki svo stór og þungur,
að hann haldi móti strengingu girðingarinnar, má hlaða
grjóti vel skorðuðu til styrktar ofan á hann, svona um-
búnaður um horn er traustur, ef vel er frá gengið.
3. Setja þarf sig á girðinguna í lægðum til að varna
því, að strenging girðingarinnar lyfti staurunum upp,
skal gjöra það með því að festa vír eða járnstöng við
strengi girðingarinnar og niður í stóran stein, sem grafa
skal í jörð niður. Annars er heppilegast, að girðingarnar
séu settar á sem minst mishæðótt land, ef því verður
viðkomið. Liggi girðing yfir smálægðir og skorur, væri
bezt að hlaða undir girðinguna dálítinn garð; er hann
til varnar því, að mikil snjóþyngsli sligi og slíti girð-
inguna á vetrum.
4. Víða er eigi nægilega vandað að jafna jarðveg eða
land undir girðingarnar, svo á ýmsum stöðum sjá
skepnur sér fært að troða sér undir hana og sumstaðar
eru svo stórar þúfur, börð eða steinar við girðinguna
að skepnur geta hæglega stokkið af því yfir hana; þetta
hirðuleysi ættu menn að varast, á því tapa þeir afnotum
girðinganna og skepnur læra að brjótast gegnum þær
nærri hvar sem er.