Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Qupperneq 76
82 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
fremur lítið eftir þeim farið eða þeim framfylgt, eins og
svo mörgum lögum, sem aðeins eru á pappírnum.
Algengast er að hliðstólpar eru notaðir sem aflstaurar
fyrir girðinguna. Hvílir þá oft á þeim strengingar-þungi
langrar línu ait eins þungt eins og á enda- eða horn-
stólpum. Af þessu leiðir, að hliðartrén, sem mörgum
hættir til þess að hafa of grönn, glennast út eða bogna,
en við það breikkar hliðið, svo grindurnar verða of stutt-
ar og læsingin bilar, er því nauðsynlegt að koma í veg
fyrir þetta með einhverju móti, hafa sumir gjört það að
nokkru: í fyrsta lagi með því að hafa vel gild hliðatrén,
t. d. 6x6 þuml. eða jafnvei gildari. í öðru lagi með
því, að hafa traust járn- eða trébönd milli stólpanna við
yfirborð jarðvegsins í hliðinu og önnur yfir hliðinu, svo
að sem styzt sé bugðubilið, sem strengingin getur verk-
að á. Líka hafa sumir styrktarstaura til að taka mestu
strenginguna af hliðstaurunum, þannig, að næsti aflstólpi
er ekki nema 1 faðm frá hliðinu, og er það mikii bót.
En miklu tryggara er að taka strenginguna af hliðstólp-
unum með því, að leggja vírband frá efri enda styrktar-
stólpans og festa það um stóran stein, er grafinn sé
niður með hliðstólpanum svo djúpt, að frost ekki nái
að róta honum. Petta mun nægja til að vernda hlið-
stólpana frá að svigna undan vírstrengingunni. En oft
vilja hliðin hallast, t. d. undan brekku eða snjóþyngslum
að vetrinum, og er erfitt við það að fást, en þó má til
styrktar hafa járn- eða vírbönd útfrá hliðstólpunum með
sama útbúnaði og áður er lýst við styrktarstaurana, vír-
bandið þarf eigi að festa ofar um stólpann en um efsta
streng, og steinninn þarf þá ekki að vera grafinn niður
fjær en svarar P/2 meter frá stólpanum. Verður þá ekki
mikill farartálmi að þessum stögum. Engum málíðastað
hafa gaddavír í stög af hliðum eða hornstaurum girð-
ínga, heldur skal nota sléttan vír eða járnteina.
Nú eru menn farnir að nota svo mjög steinsteypu til
eins og annars, að menn ættu einnig að steypa hliðstólpa