Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Side 92
Fóðurbirgðamálið.
Það var eitt þeirra mála, er tekið var til umræðu á
síðasta aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands. Má sjá
af fundargerðinni hér að framan aðaldrættina í máli frum-
mælanda og tillögu þá, er fundurinn samþykti í einu
hljóði. Með þessum línum færist eg ekki í fang að rita
um þetta stóra mál, svo ritgjörð geti heitið, en eg vildi
skýra lítið eitt nánar stefnu fundarins, og tillögu hans
til umbóta, gegn hinum yfirvofandi fóðurskorti og af-
leiðingum hans.
Um þetta hefir margt verið rætt og ritað og ýmsar
varnarráðstafanir gjörðar. Rannig höfum vér nú lifað
undir horfellislögum á annan fjórðung aldar, átt lög um
samþyktir um kornforðabúr síðan 1909 og forðagæzlu
og bjargráðasjóðslög síðan 1913. Ró að því verði ekki
neitað, að þessar ráðstafanir hafi gert nokkurt gagn, ætti
oss þó að vera í fersku minni afleiðingar vetursins 1914
fyrir Suðurland, og sömuleiðis skall hurð svo nærri hæl-
um margra hér norðanlands síðastliðið vor, að fæsta
mun langa til þess að komast í hann jafn krappan aft-
ur. Það er því, þrátt fyrir gjörðar og lögfestar ráðstafan-
ir staðfest af reynslunni, að ástandið er þannig: 1. Að
vér tryggjum enn ekki búpening vorn með nægilegum
fóðurbirgðum hvernig sem árar. 2. Að hinar opinberu
ráðstafanir, er gerðar hafa verið hingað til, nægja ekki
til þess að koma í veg fyrir krenking búpenings eða