Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 95
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 101
ef engin er stofnun í landinu, sem styður þetta mál sér-
staklega.
Hér þarf því félagsskapurinn að leysa hnútinn, eins
og á svo mörgum öðrum sviðum. Og grundvöllur þess
félagsskapur fæst enginn heppilegri en samvinnufélags-
leiðin.
Tökum þá málið í sinni einföldustu mynd.
Haustskoðun er lokið. Skýrsla skoðunarmanna ber það
með sér, eins og oft mun eiga sér stað, að nokkrir
menn í sveitinni eru vel birgir, sumir hafa nægilegtfóð-
ur í bærilegum vetri, en einstöku eru líka talsvert tæpir.
Sem heild getur sveitin ekki staðizt hörðustu vetur,
nema draga til muna við skepnur eða að lenda í fóður-
skorti. Nú liggur fyrir annaðhvort að fækka peningi eða
að kaupa fóðurbæti. Fóðurkaupahugmyndin sigrar. I stað
þess að einn og einn bauki sér og reyni að ná einhver-
staðar í eitthvað með afarkjörum, mynda bændurnir fóð-
urbirgðafélag. F*að tekur að sér að útvega kraftfóður í
einu lagi fyrir alla sveitina eða þá, sem í félagið vilja
ganga, reynir þó að velja þær fóðurtegundir, sem við á
handa hverjum og einum. Hver einstakur ákveður í sam-
ráði við skoðunarmenn sína, hve mikið og hvaða fóður-
efni hann muni þurfa að panta. Sumir birgustu bænd-
urnir panta máske ekki neitt, en þeir eru samt með í fé-
lagsskapnum, því þeir telja sig þess öruggari, sem sveit-
in er það öll í heild sinni, því þeir muna sumir forsjálu
heyjabændurnir, hvernig þeim helzt á tryggingarsjóðnum
sínum, heystabbanum, síðast, þegar flestir nágrannar
þeirra voru á nástrái. Telja því félagsskapinn óbeina
tryggingu fyrir sig líka, þótt þeir búizt ekki við að þurfa
beint á honum að halda.
Eitt hið fyrsta starf fyrir stjórn þessa nýja félags, er
að leitast fyrir um lán til fóðurkaupanna. En vonandi
þurfa þeir ekki að leyta lengi. í 12. gr. laga um bjarg-
ráðasjóð íslands er gert ráð fyrir, að séreign hreppanna
megi verja í lán til fóðurkaupa og það vaxtalaust, og