Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 96
102
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
hrökkvi hún ekki, þá má veita til viðbótar úr sameign-
arhluta sjóðsins. Bjargráðasjóðurinn er því eins og send-
ur oss af forsjóninni sem athvarf og örugg lyftistöng
þessara þörfu samtaka, þótt tilgangur hans í fyrstu væri
með nokkuð öðru sniði. Lánið er nú tekið með sam-
eiginlegri ábyrgð allra félagsmanna eins og tíðkast í sam-
vinnufélögum, og t'óðurforði er keyptur innanlands eða
utan, eins og hagkvæmast þykir eftir ástæðum. Skýli
verður að leigja eða byggja á viðkomandi höfn, og get-
ur þá hver einstakur kaupandi gert hvort hann vill held-
ur flytja heim sinn forða strax eða geyma hann þar til
hann þarf til hans að taka til fóðrunar. Nú ræðst betur
með veðráttu en búast mátti við, og eiga þá margir sína
hluti að mestu eða öllu óeydda afgangs, að vorinu.
Forðinn geymist þá til næsta vétrar, en hver einstakur
borgar það sem hann hefir eytt, ásamt vöxtum af allri
upphæðinni og áætluðu fyrningarverðfalli á þeirri vöru,
sem hann hefir verið skrifaður fyrir en ekki eytt. Pann-
ig er þá hver einstakur laus við sína fóðurpöntun, er
veturinn er á enda, og þeir vextir og það fyrningargjald,
er hann verður að greiða, má því blátt áfram skoða sem
vátryggingargjald, er hann borgi af þeirri upphæð í fóð-
urbirgðum, er hann hefir trygt bústofn sinn fyrir.
Næsta haust fer svo fram ný heybirgðaskoðun óg á-
setningur forðagæzlumannanna. Er þá máske heybirgð-
um öðruvísi háttað en árið áður, sumir, sem tæpir voru
í fyrra, þurfa nú lítils eða einkis með af aukabirgðum,
aðrir aftur, sem lítið pöntuðu síðast, hafa nú lakari á-
stæður og þurfa því meiri fóðurkaup. Petta er jafnað.
Hver er nú aftur skrifaður fyrir því, sem hann álízt
þarfnast. Fóðurleifaskýrslan athuguð, og svo pantað til
viðbótar, samkvæmt samanlagðri pantanaskýrslu frá öll-
um félagsmönnum. Nú fer máske næsta vetur á sömu
leið, afgangur verður mikill af fóðurbirgðum, en jafnan
er haft fyrir reglu að eyða forðanum eftir aldri, svo
skemdir verði litlar eða engar. En loks ber harðan vetyr