Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 97
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
103
að garði, þá getur svo farið, að hver verði feginn sín-
um forða og fóðurforðinn gangi upp.
Félagsskapur þessi hefði þá með höndum hinar lög-
boðnu búbeningsskoðanir, er nú fara fram, máske að
einhverju breyttar. Væru þá forðagæzlumenn að öðru
jöfnu, vel fallnir til þess, að vera í stjórn fóðurbirgðafé-
lagsins, og sjálfsagðir eru þeir sem trúnaðarmenn henn-
ar óg ráðanautar. Undir þennan félagsskap gæti svo
heyrt fleira, svo sem samtök og samþyktir um kynbætur
búpeningsins, búfjársýningar, fóðurtilraunir og fleiri bú-
fjárræktarmál. En aðal markmið og þungamiðja hans eiga
þó fóðurbirgðirnar að vera.
Skuldir einstakra manna við fóðurbirgðafélagið mega
aldrei standa árlangt. Oeti menn ekki af eigin ramleik
lokið þeim innan þess tíma, verða þeir að leita annara
lánsstofnana.
þetta eru þá helztu drættir í fyrirkomulagi þessa félags-
skapar innsveitis, en nú vildum vér gera ráð fyrir, að
samskonar félagsskapur myndaðist í mörgum sveitum
og um land alt. þessi félög gengu þá í bandalag og
mynduðu sambands fóðurbirgðafélag með solidariskri
ábirgð, en það hefði að annast aðalinnkaup og útvegun
fóðurefna handa öllum félögunum. Mætti hugsa sér þetta
félag standa með sérstaka stjórn og starfsmann í líkingu
við sameignarfóðurkaupafélögin dönsku, en bezt kynn-
um vér við það sem sérstaka deild, í sambandi íslenzkra
samvinnufélaga og hefði hún innkaupin með höndum.
Nú má hugsa sér upptök þessa félagsskapar á ýmsan
hátt. það gætu myndast um hann sérstök félög í hverri
sveit, sem óháð stæðu öllum öðrum félagsskap sveitar-
innar. Pað mætti einnig hugsa sér hann í sambandi við
almennan hreppsfélagsskap, og væri þá stjórn hans í
höndum sveitarstjórnar, að minsta kosti að einhverju
leyti, en lang æskilegast teldum vér, og samboðnast
þeim tilgangi, sem hér er um eða ræða, að hreppsbún-