Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Síða 101
Búnaðarsmœlki.
Steinsteyptir girðingastólpar.
Peir hafa verið reyndir á nokkrum stöðum hérálandi.
Mest munu það gildir stólpar eða aflstólpar, sem steypt-
ir hafa verið. Vorið 1913 reyndi Ræktunarfélagið að láta
steypa nokkra mjóa steinstólpa, er koma skyldu í stað
almennra girðingastaura úr tré. Stólparnir voru steyptir
í sívölum formi, byrjað frá öðrum enda og steypt upp-
eftir, gildleiki 4 þuml. í þvermál. Efnisblanda 1 hluti
steinlíms móti 4 hlutum blendings af fínum og grófum
sandi. Eftir stólpanum endilöngum lágu 4 vírstrengir V2
þuml. undir yfirborðinu, voru þeir strengdir með hæfi-
legu millibili milli fjala í báðum endum formsins. Til
þess að þétta steypuna var höfð járnbulla með hæfilega
götuðum haus, sem vírstrengirnir lágu gegnum, færðist
því bullan upp og ofan eftir strengjunum, þegar barið
var, og hélt þeim þannig skorðuðum í beinni línu í
steypunni eftir endilöngum staurnum. Með því að bæta
litlu af steinlímsblöndunni í forminn í einu og berja
duglega með bullunni, tókst að fá steypuna afarþétta, en
það er mikið skilyrði fyrir styrkleik hennar. Taldist svo
til, að tunna af steinlími entist í ca. 20 þriggja álna
stólpa, nær 100 pund að þyngd.
Fyrir virtengslunum var séð á þann hátt, að mjóum
járntein var stungið inn í gegnum forminn á hæfilegum
stöðum, þar sem strengjunum var ætlað að koma, gegn-