Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 102
108 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
um gat það, er þannig myndaðist í stólpann, er svo
smeygt tvöföldum vír, en girðingastrengurinn látinn koma
í lykkjuna, endarnir svo snúnir saman hinum megin á
stólpanum, unz herðir á lykkjunni að framan, en til frek-
ari áréttingar er þó betra að reka svolítinn járnfleig í
lykkjuna innan við snúninginn, herðir þá svo á að fram-
an, að þau tengsli verða óbilandi. Með þessu fyiirkomu-
lagi má leysa niður strengina hvenær sem er og festa þá
upp aftur eftir vild.
Steypan virtist þurfa að liggja um sólarhring í form-
inum, áður en taka mætti utan af henni, og varð það
þó að gerast með hinni mestu varfærni. Skemdust nokkr-
ir stólpar af þeim ástæðum.
Sú aðferð, að steypa stólpana í uppréttum formi, hef-
ir þá kosti, að með því móti er hægt að hafa þá sívala
og að steypuna er hægt að berja langtum þéttari en ef
þeir eru steyptir í láréttu móti. En gegn þessum kostum
vega aftur talsvert þeir annmarkar, að þessi aðferð er
miklu seinlegri, bæði vegna þess, hve lengi er verið að
steypa hvern staur, ca. l!/2 —2 tíma, og svo að móti má
ekki skifta fyr en að degi liðnum. Verður því ekki í ein
um formi steyptur nema 1 stólpi á dag. Gerir þó ekki
mikið til, ef verkið er haft sem ígripavinna með öðrum
störfum yfir veturinn.
Hugsanlegt einnig að stólpinn sé stökkari, ef steypu-
flöturinn liggur þvers í honum, en ef hann liggur langs-
um, eins og þegar lárétt er steypt, og að minsta kosti
mega engar misfellur verða í steypunni um nokkur sam-
skeyti. Vottaði fyrir því í nokkrum staurum, en það má
hæglega laga með æfingunni. Peir af þessum stólpum,
sem voru lítið eða ekkert gallaðir, settir í girðingu,
hafa nú staðið í 2 ár og ber ekkert á bilun. Eg álít því
sýnt af þessari lítilfjörlegu tilraun, að steypa mágirðinga-
stólpa ekki gildari en svo, að viðráðanlegir verði í flutn-
ingi stutta leið, og ekki miklu dýrari en trjástólpa, ef
steinlímsverð keyrir ekki framúr hófi, en jafnframt, að